Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 16

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 16
16 GLÓÐAFEYKIR eykst hröðum skrefum þörfin fyrir fjármagn ef tryggja á, að hægt sé að halda fyrirtækjum í svipuðum rekstri og verið hefur. Mjög mikil óvissa er því um þessar mundir, og ekki séð hvernig úr leysist. Að lokum vil ég þakka stjórninni fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á sl. ári. Eg vil þakka öllum félagsmönnum mikil og ánægjuleg viðskipti og starfsfólki félagsins, bæði hér á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð, vil ég þakka fórnfúst og árangursríkt starf í þágu félagsheildarinnar á síðasta ári, sem jafnan áður. Allt þetta hefur orðið þess valdandi, að jákvæður árangur hefur orðið af starfinu á árinu 1975. H. R. Tr. TILLÖGUR Samþ. var á aðalfundi till. frá Ingimar Bogasyni um að geta í Glóðafeyki efnislega þeirra tillagna, er fram væru lagðar á fundin- um. Verður hér reynt að hlíta þeirri samþykkt — og þó í sem skemmstu ináli. Stjómin lagði fram nokkrar tillögur, er allar voru samþykktar, sumar lítið breyttar, aðrar óbreyttar. Ráðstöfun tekjuafgangs: Lagt í varasjóð....................... kr. 3.400.000,00 Lagt í Menningarsjóð K. S............. — 600.000,00 Endurgreitt í stofnsjóði félagsmanna í hlutfalli við vöruúttekt ........... — 7.954.616,00 Samtals kr. 11.954.616,00 Till. um að skora ,,á landbúnaðarráðherra að beita öllum tiltæk- um ráðum til þess að fá lán hjá Seðlabanka íslands vegna sauðfjár- framleiðslu bænda stórhækkuð á þessu ári, sérstaklega á tímabilinu júní—ágúst, og jafnframt flýta fyrirframgreiðslu haustlána til ágúst- mánaðar. Bersýnilegt er, að fyrir sakir stóraukins rekstrarkostnaðar og síhækkandi verðlags á rekstrarvörum landbúnaðarins er meiri þörf á hækkun þessara lána nú en nokkru sinni áður. Þessi fyrirgreiðsla er alger forsenda þess, að sláturleyfishafar geti

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.