Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 17
GLÓÐAFEYKIR
17
staðið í skilum við Áburðarverksmiðjuna, Olíufélagið og fleiri aðila
vegna rekstrarvörukaupa“.
Till. um atvinnulýðræði, sanrin af Magnúsi H. Gíslasyni, Geirm.
Jónss. og Friðriki Sigurðss., er störfuðu að málinu á vegum stjórn-
arinnar. Þar er m. a. lagt til að „. . . Starfsmannafélögum kaupfé-
laganna sé . . . veittur réttur til þess að kjósa af sinni hálfu fulltrúa,
er heimil sé seta á stjórnarfundum félaganna" með málfrelsi og til-
lögufrelsi en ekki atkvæðisrétti.
Till. um að „milli aðalfunda félagsins starfi nefnd þriggja manna,
sem hafa skal með höndum stjórn fræðslustarfs í Skagafirði um mál-
efni félagsins, samvinnumál almennt og önnur félagsmál, eftir því
sem við þykir eiga. . . .“
Stjórnin hafði lagt fyrir alla deildarfundi tillögur um sláturfjár-
flutninga á hausti komanda. Sú till. hlaut eigi alls staðar góðan byr.
Úr Lýtings.st.d. og Staðardeild komu fram tillögur um að þessar
deildir áskildu sér rétt til að ráðstafa fjárflutningum að eigin vild.
Samþ. var till. stjórnarinnar með lítils háttar viðauka frá fjárflutn-
inganefnd, en í tillögunni felst m. a. „að stefnt skuli að því, að jafna
skuli flutningskostnað á félagssvæðinu pr. kg. kjöts“.
Þá voru samþ. eftirgx. tillögur og afgreiðslur frá nefndum:
Till. unr „þóknun til sjtórnarnefndarmanna fyrir árið 1976“.
Till. um „að reikningar félagsins skuli sendir til kjörinni fulltrúa
minnst viku fyrir aðalfund“.
Till. um „dagkaup fulltrúa á aðalfundi 1976“.
Afgr. vegna till. úr Lýtingsst.d. um „að þess sé gætt til hins ýtrasta
að skrokkar ruglist ekki á færibandi í sláturhúsinu“.
Till. um samþykkt aðalreiknings K. S. fyrir árið 1955.
Till. frá Leifi Þórarinss. og Þórarni Magnúss. um að „fela stjórn-
inni að gera athugun á því, hvort eigi væri rétt að taka upp bónus-
kerfi við sauðfjárslátrun á komandi hausti“.
Till. frá Ólafi Jóhannssyni og Sveini Friðvinss. um að fela kaup-
fél.stj. að „auglýsa opinberlega eftir starfsmönnum í allar lausar
stöður hjá fyrirtækinu að öðru jöfnu“.
Till. frá Skarphéðni Pálss. um „að félagsmenn verði eigi strikaðir
út af félagaskrá meðan stofnsj. þeirra stendur óhreyfður inni hjá
félaginu“.
Till. frá Sauðárkr.d. þar sem skorað er á „stjórn og aðalfund K. S.
að leita umsagnar og álits stjórnar SÍS“ um nokkur tiltekin atriði
í samþykktum K. S. varðandi fulltrúakjör til aðalfundar félagsins.