Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 21

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 21
GLÓÐAFEYKIR 21 Löndun á fœrafiski. þann tíma byrjaði rekstur félags heimamanna. Hæsti vinnslumán- uður var maí 1969, þá voru fryst 635 tonn af hráefni og 226 tonn tekin til herslu. Þetta sýnir að unnt er að afkasta margfalt meira magni en kostur hefur verið á, og er því ljóst að efling Utgerðar- félags Skagfirðinga h.f. er grundvöllur, sem mesta nauðsyn ber til að treysta. A þessum tuttugu starfsárum hefur innlagður fiskur verið sam- tals 32.859 tonn og keypt bein til fiskimjölsframleiðslu til viðbótar beinum frá eigin vinnslu 10.572 tonn. Meðaltal innvegins fisks á rekstursár er því aðeins 1643 tonn eða eins og vinnsla í tvo og hálfan mánuð, þegar miðað er við maí 1969, og óhætt að geta þess um leið, að vélakostur og húsnæði til vinnslu og móttöku á fiski hefur verið aukinn síðan. Eg hefi gert til gamans athugun á verðmæti, miðað við verðlag ársins 1975, því að samanburður eldri ára gefur ranga mynd af því, vegna hinna miklu verðlagsbreytinga og krónuskerðingar á tímabil- inu. Móttekið hráefni hefði kostað um 1350 milljónir og vinnulaun við vinnsluna orðið um 750 milljónir. Helstu framleiðslutegundir til útflutnings hafa verið:

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.