Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 32
32
GLOÐAFEYKIR
Þorljótsstaðir i Veslurdal.
ar, enn sem komið var. í ljós kom þó að svo var ekki og loks konmm
við í hlað á bóndabæ, sem reyndist vera Arnarstaðir í Núpasveit.
Við kvöddum dyra og bóndi kom fram til þess að forvitnast um þá
nátthrafna, sem þarna væru á ferð. Við sögðum deili á okkur og að
við værum á leið í Efri-Hóla en hefðum villst, þrátt fyrir leiðsögn-
ina, sem við skýrðum frá í hverju hefði einkum verið fólgin. Kom
þá í ljós, að við höfðurn lent á skökkum trépalli og þess engin von,
að við sæum til neinna gatna handan hans. Bóndi spyr hvort við
hefðum ekki undrast að sjá 1 jós í glugga um hánótt. Jú, við kváðum
svo vera. Astæðan er nú sú, segir hann, að kona mín var að eiga átt-
unda barnið og þ\'í bjart í bænum og eruð þið lánsmenn að svo
skyldi hittast á því ella hefðuð þið trúlega verið að villast alla nótt-
ina. Skyldi liann nú fá okkur samfylgd að Efri-Hólum.
Á Efri-Hólum var bæði gott og gaman að dvelja. En þar var seigt
að plægja og slæmir hagar fyrir hestana. En Friðrik bætti úr því.
Hann hafði þá alltaf stundarkorn í túninu áður en þeir voru fluttir
í úthaga. Hestarnir þurfa að hafa í sig, sagði hann, en lét þess jafn-
framt getið, að nú myndu nágrannarnir telja Friðrik á Efri-Hólum
vera orðin vitlausan, að hafa hross í túninu yfir hásláttinn því þau
sæust þar auk heldur sjaldan að vetrinum. Nú, þeir mættu þá segja
hvað þeir vildu. Friðrik hafði þann hátt á, að hann sótti alltaf sjálf-