Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 35

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 35
GLÓÐAFEYKIR 35 og svo áfram eftir henni. Hrossin fóru svo í slóðina og mér er til efs, að við hefðum nokkurn tíma komist með þau norður ef þessi hestur hefði ekki raunverulega tekið að sér stjórnina. Mjög var á orði haft, í sambandi við þessa hrossaverslun Jóhanns, frábært minni hans og glöggskyggni. Sagt var, að á meðan hann versl- aði fyrir sjálfan sig, hafi hann aldrei skrifað niður tölu þeirra hrossa sem hann keypti af hverjum og einum, ekki heldur kaupverð, aldur, lit né önnur einkenni. Allt lagði hann á minnið og það virðist hafa verið í betra lagi því aldrei heyrðist um það talað, að hver fengi ekki sitt þegar upp var staðið. Eg spurði Jóhann hvort honum hefði ekki þótt þessir viðskiptahættir nokkuð áhættusamir. „Eg læt það allt vera,“ svaraði hann, „eg man nú ekki eftir að þeir kæmu að sök“. Og þeir komu víst ekki að sök og allir treystu Jóhanni, enda hefði hann áreiðanlega fremur látið halla á sjálfan sig en aðra, ef um það hefði verið að ræða. Þegar sauðfjárpestirnar tóku að herja á Norðvesturland voru sett- ar upp varnargirðingar til þess að freista þess, að hefta útbreiðslu þeirra. Var t.d. girt bæði meðfram Blöndu og Héraðsvötnum. Varð- menn voru settir með girðingunum bæði til þess að fylgjast með að þær væru í lagi og að stugga frá þeim fé. Verðimir lágu í tjöld- um, tveir eða fjórir saman en annars mátti heita að þeir væru á ferli nema aðeins yfir blánóttina. Jóhann var einn þeirra manna, sem gegndi þessari varðstöðu. — Mér hefur skilist, Jóhann, að varðmenn eigi ýmsar ánægjuleg- ar minningar frá þessum árum og að ýmislegt skemmtilegt hafi kom- ið fyrir í verðinum. — Jú, ekki neita eg því að oft hafi verið fagurt á fjöllum í þá daga, eins og raunar alltaf hefur verið og mun vonandi verða og fyrir komu stundum spaugileg atvik, þótt ævintýrablærinn á þeim sumum hafi kannski aukist nokkuð við það að ganga manna á milli niðri í byggð. Eg byrjaði vörslu við Blöndu 1938 og var vörður þar í 9 sumur. Til að byrja með var Jósafat heitinn á Brandsstöðum í Blöndudal tjaldfélagi minn. Hann var þá varðstjóri við Blöndu. Hann fór öðru hverju niður í byggð eftir vistum og öðru, sem um kunni að vanhaga, en hafði stutt varðsvæði og bætti eg því við mitt þegar Jósafat fór niður. Svo var það eitt sinn er Jósafat ætlaði niður í byggð að hann rétti að mér jólaköku og sagði um leið: „Hafðu þetta. Þú etur það nú ekki sjálfur en þú getur haft það handa gestum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.