Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 43
GLÓÐAFEYKIR
43
Tefldu tafl að nýju,
taktu brosi hlýju,
ástarhimni heiðum frá.
Lifðu vel og lengi,
Ijóða- hreyfðu -strengi,
Gæfan æ þér gisti hjá.
Undirskrift skeytisins var: Jón og jábræðurnir.
Er Jón hafði tilkynnt úrskurð sinn spratt Jónatan upp og rauk
út. Við óttuðumst að hann hefði reiðst og þótti miður. En að fimm
mínútum liðnum birtist Jónatan á ný og hafði þá ort afmælisvísu
til mín:
Kæri vinur, lifðu vel og lengi,
lýsi sólin blítt þitt ævikveld.
Ennþá skaltu stilla mjúka strengi,
stilla til að glæða hjartans eld.
Best eg þakka kynning kærleiksríka,
kveðin Ijóð og marga glaða stund,
og bið að ísland eignist marga slíka,
sem eiga þína frjálsu, glöðu lund.
Jónatan var góður í tilsvörum.
Einu sinni var hann tekinn af vaktinni hjá okkur Sveini, sem var
næturvakt, og settur á dagvakt. Okkur Sveini kom saman um að
senda honum vísu og Sveinn byrjaði:
Nóttin drýpur höfði hljóð,
hrynja tár á skalla manns,
hún er að gráta lipur ljóð
listaskáldsins Jónatans.
Eg sagði:
Fífil minn eg fegri man,
flest þá vakti kæti.
Eg þín sakna, Jónatan,
jábróðirin mæti.
Sveinn sagði að „jábróðir" væri málleysa en eg vildi ekki fallast á
það. Og eitt sinn sagði Sveinn: