Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 45

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 45
GLOÐAFEYKIR 45 Þetta var nú ekki vel gott hjá mér, eins og fleira. En svo veiktist gamla konan og dó og bað þess, að vísan færi í kistuna með sér, svo hún hefur a.m.k. verið ánægð með hana. — Hvað tók svo við eftir þessa þriggja ára Keflavíkurdvöl? — Þá fór eg til Reykjavíkur og dvaldi þar h\ orki meira né minna en í 14 ár. Vann þar lengst af hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þar líkaði mér mjög vel. Roskinn maður, sem þar vann, sagði mér að hann væri búinn að vinna í fjölmenni í öllum landsfjórðungum og hvergi líkað vistin betur en hjá Sláturfélaginu. En eg hafði alltaf ákveðið að fara heim þegar eg hætti að vinna. Og þetta var nú orðin ærin útivist en eg tekinn fast að eldast. Seinasta veturinn, sem eg vann hjá Sláturfélaginu, sagði eg upp um áramót. Af sérstökum ástæð- um ákvað eg þó að vera þar til vors og sagði verkstjóranum það. „Þú ræður því“, svaraði hann, „hér verður þér aldrei sagt upp“. Og svo, klukkan 5 að kvöldi hins 30. apríl vorið 1971, hætti eg endanlega vinnu hjá Sláturfélaginu. Og það var ekki beðið boðanna með undirbúning heimferðarinnar. Með aðstoð góðra vina hlóðum við dóti okkar á bíl strax um kvöldið, en samstarfsmenn mínir í Sláturfélaginu færðu okkur að skilnaði fagran blómvönd. Og heim í Skagafjörðinn vorum við komin kl. 5 daginn eftir. Nei, eg sé ekkert eftir því að hafa eytt þessum árum syðra. Okk- ur leið vel og eg eignaðist marga ágæta kunninga, sem eg hefði ekki kynnst að öðrum kosti. Og þótt leiðir hafi skilið þá hef eg ekki misst sambandið við þessa menn. Ýmsir þeirra hafa heimsótt okkur hing- að norður. í Reykjavík bjuggum við hjá ágætum hjónum. Eitt sinn spurði húsráðandinn: „Hefur ykkur hjónunum aldrei orðið sundurorða?“ „Við höfum að minnsta kosti aldrei sofnað ósátt“, svaraði Lóa. Magnús H. Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.