Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 51

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 51
GLÓÐAFEYKIR 51 Una Guðmundsdóttir: „Enginn kærleikur getur dáið. Líf kærleikans er eilíft. Ömur- legasta hlutskiptið er að vera tilfinningasnauður og elska ekki neitt.“ Indriði G. Þorsteinsson: ,,. . . Svanahópar teygðu flugið á móts við miðjar hlíðar regnblárra Blönduhlíðarfjalla í átt til heiðavatnanna í suðri og lóan siing yfir í Laufásnum og spóinn vall, og einstaka hrossagaukur lét sig falla í mjúkum sveigum og hneggjaði austur á bökkunum. Undir nótt- ina hljóðnaði söngur mófuglanna smámsaman þótt nóttlaus veröld- in blasti við á báðar hendur. Lömbin lögðust upp við mæður sínar í kvöldkulinu og hrossin nösluðu svalt grasið á milli þess sem þau voru að bregða votum flipum hvort upp í annars faxrót til að kljást. Þau voru að byrja að verða gljáandi á belginn og hætt að líkjast bústnum heysátum, enda veturinn fjarri. Ljósfætt folöldin þutu um sléttar grundirnar í snöggum sprettum á milli þess sem þau ráku hausana undir nára mæðranna og hnipptu í júgrin og sveifluðu hrokknu taglinu. Yfir þetta breiddi miðnætursólin sín rauðu tjöld. Hún kveikti elda á rúðum stafnglugganna á bæjum Blönduhlíð- ar, sveipaði klapparholtin í Hegranesinu glampandi purpura og um- breytti vötnum og ám í lýsigull. . .“

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.