Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 56

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 56
56 GLÓÐAFEYKIR margt. Hann var um sumt sérstæður í skoðunum og fór oft eigi sömu slóð og aðrir, tortrygginn nokkuð, tilfinningaríkur og við- kvæmur í lund, tryggnr vinum sínum og hjálpsamur. Skafti var einmani allra síðustu árin og mun hafa fundið sárt til þess, enda að sumu leyti veiklyndur nokkuð, sem og eigi er ótítt um næmgeðja tilfinningamenn. Stefdn Sigurjónsson, f. bóndi á Skuggabjörgum í Deildardal. lézt þ. 6. ágúst 1970, hálftíræður að aldri og nokkru betur. Hann var fæddur í Grafargerði á Höfðaströnd 4. nóv. 1874, son- ur Sigurjóns bónda þar og síðar á Stafnshóli í Deildardal, Si°nrðssonar, og konu hans Bóthildar Þorleifsdóttur bónda á Lóni í Hrollleifsdal, Björnssonar. Helga hét kona Þorleifs og móðir Bóthildar, svarfdælsk að ætt. ,,Stefán ólst upp með foreldrum sínum fram um fermingaraldur; eftir það mun hann hafa farið að vinna á ýmsum stöðum út á við, bæði til sjós og lands, og verið stoð og stytta foreldra sinna. Aðeins eitt ár æv- innar taldist hann eiga heima utan Hofs- hrepps, var það á Sviðningi í Kolbeinsdal“. Stefán hóf búskap á Teigi í Óslandshlíð 1898 og bjó þar til 1900, en brá þá búi. Aftur reisti hann bú á Efrihóli í sömu sveit (nú í eyði) 1908 og bjó þar eitt ár, en fór þá byggðum að Skuggabjörgum og bjó þar allt til 1950, er þau hjón hættu búskap og dvöldust þá fyrst um sinn í skjóli sona sinna þar á Skuggabjörgum, en síðustu árin var Stefán að mestu hjá dóttur sinni og tengdasyni á Gili í Borgar- sveit. Stefán á Skuggabjörgum var einstakur atorkumaður. Lengstum hafði hann lítið bú, enda „jörðin frekar kostasnauð á þeim árum“. Fyrir því aflaði hann tekna utan bús svo sem við varð komið og lét ekkert tækifæri ónotað. „Með búskapnum stundaði hann mikið sjó vor og haust. Var 40 vertíðir við fugl og fisk í Drangey. Með þessu fékkst mikil björg í bú því að mest af aflanum, fiski og fugli, var flutt heim.“ Stefán stundaði mjög rjúpnaveiðar fyrri hluta vetrar, enda afbragðs skytta. Mun oft hafa verið kominn langar leiðir til fjalla, stundum jafnvel fram á Kolbeinsdalshnjúka, er skotljóst var að morgni. „Sporin ekki talin. En með þessu fékkst oft töluverður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.