Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 58
58
GLÓÐAFEYKIR
Jóhannes var ungur tekinn í fóstur af þeim Brúnastaðahjónum í
Tungusveit, Jóhanni P. Péturssyni hreppstj. og dbrm. og konu hans
Elínu Guðmundsdóttur frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal, en hún
var afasystir Jóhannesar í móðurætt. A
Brúnastöðum ólst hann upp, reisti þar bú
1921 og bjó þar til 1945, er hann fluttist á
eignarjörð sína, Reyki, þar senr hann síðan
bjó meðan aldur entist. Hann var góður
bóndi, hygginn fésýslumaður, hafði löngum
stórbú 02; var um hríð einn af efnuðustu
o
bændum héraðsins; fékk og fjárhlut góðan
að erfðum eftir fósturforeldra sína. Jóhann-
es var greiðamaður mikill og hjálpsamur,
lánaði fé og gekk í ábyrgðir, og mun eigi
alltaf hafa oeuoið ríkt eftir, að goldið væri
á réttum tíma.
Jóhannes á Reykjunt naut eigi skólamenntunar í æsku, en varð
eigi að síður vel að sér um margt, greindur maður, gætinn og raun-
hygginn; hann var að ýmsu fyrir sveitungum sínurn, enda sóttu þeir
hann mjög að ráðum. Hann gegndi og mörgum trúnaðarstörfum,
var hreppstjóri 1939—1958, sat lengi í hreppsnefnd og skattanefnd,
sýslunefndarmaður 1942—1950; var og um árabil form. Búnaðarfél.
Lýtingsstaðalrrepps. Opinber störf léku honum í hendi, enda var
maðurinn hagvirkur, skýr og listaskrifari.
Árið 1914 kvæntist Jóhannes Ingigerði Magniisdóttur bónda í
Gilhaga á Fremribyggð, alsystur Moniku, seinni konu Erlends
Helgasonar í Laugarholti, sjá þátt um hann í Glóðaf. 1972, 13. h.
bls. 68. Börn þeirra hjóna eru 4: Jóhann, járnsmiður á Reykjum,
Indriði og Kristján, bændur á Reykjum, og Heiðbjört, húsfr. í
Hamrahlíð á Fremribyggð.
Jóhannes Kristjánsson var röskur meðalmaður á vöxt og vel á sig
kominn, enda burðamaður góður og knár að því skapi. Hann vr r
fríður maður, bjartur á yfirbragð, gráeygður, tillitið rólegt og íhug-
ult, en harðnaði nokkuð, ef þrútnaði geðið, og var þá sem eldur
brynni úr augum. Hann var hægur í viðmóti og virtist fálátur á
stundum, enda didur í skapi og hélt sér eigi fram, einþvkkur nokk-
uð. Þó var hann glaður á góðri stund, hlýr og notalegur og gott
með honum að vera. Sérhyggjumaður var hann nokkur og þó meir
fyrir uppeldi en að eðli. Gestkvæmt var oft á heimili þeirra hjóna
Jóhannes Kristjánsson