Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 58

Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 58
58 GLÓÐAFEYKIR Jóhannes var ungur tekinn í fóstur af þeim Brúnastaðahjónum í Tungusveit, Jóhanni P. Péturssyni hreppstj. og dbrm. og konu hans Elínu Guðmundsdóttur frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal, en hún var afasystir Jóhannesar í móðurætt. A Brúnastöðum ólst hann upp, reisti þar bú 1921 og bjó þar til 1945, er hann fluttist á eignarjörð sína, Reyki, þar senr hann síðan bjó meðan aldur entist. Hann var góður bóndi, hygginn fésýslumaður, hafði löngum stórbú 02; var um hríð einn af efnuðustu o bændum héraðsins; fékk og fjárhlut góðan að erfðum eftir fósturforeldra sína. Jóhann- es var greiðamaður mikill og hjálpsamur, lánaði fé og gekk í ábyrgðir, og mun eigi alltaf hafa oeuoið ríkt eftir, að goldið væri á réttum tíma. Jóhannes á Reykjunt naut eigi skólamenntunar í æsku, en varð eigi að síður vel að sér um margt, greindur maður, gætinn og raun- hygginn; hann var að ýmsu fyrir sveitungum sínurn, enda sóttu þeir hann mjög að ráðum. Hann gegndi og mörgum trúnaðarstörfum, var hreppstjóri 1939—1958, sat lengi í hreppsnefnd og skattanefnd, sýslunefndarmaður 1942—1950; var og um árabil form. Búnaðarfél. Lýtingsstaðalrrepps. Opinber störf léku honum í hendi, enda var maðurinn hagvirkur, skýr og listaskrifari. Árið 1914 kvæntist Jóhannes Ingigerði Magniisdóttur bónda í Gilhaga á Fremribyggð, alsystur Moniku, seinni konu Erlends Helgasonar í Laugarholti, sjá þátt um hann í Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 68. Börn þeirra hjóna eru 4: Jóhann, járnsmiður á Reykjum, Indriði og Kristján, bændur á Reykjum, og Heiðbjört, húsfr. í Hamrahlíð á Fremribyggð. Jóhannes Kristjánsson var röskur meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn, enda burðamaður góður og knár að því skapi. Hann vr r fríður maður, bjartur á yfirbragð, gráeygður, tillitið rólegt og íhug- ult, en harðnaði nokkuð, ef þrútnaði geðið, og var þá sem eldur brynni úr augum. Hann var hægur í viðmóti og virtist fálátur á stundum, enda didur í skapi og hélt sér eigi fram, einþvkkur nokk- uð. Þó var hann glaður á góðri stund, hlýr og notalegur og gott með honum að vera. Sérhyggjumaður var hann nokkur og þó meir fyrir uppeldi en að eðli. Gestkvæmt var oft á heimili þeirra hjóna Jóhannes Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.