Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 61

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 61
GLOÐAFEYKIR 61 síðar kjöri hann heiðursfélaga. Þegar er til Sauðárkróks kom, hóf hann störf í umf. Tindastóli, og einnig þar var hann síðar kjörinn heiðursfélagi. Þá vann hann og mjög að leiklistarmálum, gerðist félagsmaður í Leikfél. Sauðárkr. 1941, vann félaginu ótrauður alla stund og helgaði því mikinn tínia og mikið starf. Friðrik os; kona hans eiamuðust 11 börn. Tvö dóu í bernsku en níu komust upp og lifa öll föður sinn ásamt með móður sinni. Börnin eru: Július, rafvirkjameistari í Reykja\ ík, Mciría, húsfr. á Selfossi, Jón Halldór, húsasm. í Líibeck í Þýzkalandi, Kristin, húsfr. í Reykjavík, Sigriður, húsfr. í Stokkhólmi í Svíþjóð, Þórdis, húsfr. á ísafirði, Snorri Sveinn, listmálari í Reykjavík, Haraldur nemandi í kvikmyndagerð í Rússlandi og Gunnar, listmálari í Reykjavík. Þá ólu þau hjón og upp tvo dóttursonu sína. Friðrik Júlíusson var með hæstu mönnum, grannvaxinn, grann- leitur og skarpholda. Hann var vel greindur og kunni á mörgu skil, frjálslegur í framkomu, glaðlyndur og geðprúður, bjartsýnismaður, hjálpsamur og greiðvikinn og vildi öllum gott gera, barnslega ein- lægur. Hann var mannblendinn og mannfróður og kynntist við ótrúlega mikinn fjölda manna. Gestur Guðbrandsson, bóndi á Arnarstöðum í Sléttuhlíð, lést þ. 3. nóv. 1970. Hann var fæddur að Vatnsenda í Ólafsfirði 10. júní 1906, sonur Guðbrands bónda þar Eiríkssonar og fyrri konu hans Margrétar Þorgrímsdóttur. Tveggja ára gamall missti Gestur móður sína. Ólst hann upp með föður sínum og stjúpu, Þórunni Friðriksdóttur. Árið 1913 fluttist fjölskyldan að Höfða á Höfðaströnd og bjó Guðbrandur þar til 1922, er hann fór búferlum að Bræðraá í Sléttuhlíð, bjó þar til 1928, en brá þá búi og hvarf til Siglu- fjarðar. Eitt ár, 1928—1929, bjó Gestur á Bræðraá, en flutti þá að Arnarstöðum og gerðist þar, árið 1930, ráðsmaður og sam- býlismaður Jóhönnu Stefánsdóttur og bjuggu þar meðan Gesti entist aldur. Er Jóhanna dóttir Stefáns bónda á Arnarstöðum Benediktssonar, Jónssonar prests á Undirfelli í Vatnsdal, og konu hans Guðlaugar Björnsdóttur frá Minni-Reykj- um í Fljótum. Gestur Guðbrandsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.