Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 64
64 GLÓÐAFEYKIR vænum skepnustofni. Árið 1945 keypti hann jörðina Bakka í Hólmi, reisti bú og bjó þar til æviloka; hafði löngum gott bú, margt sauð- fjár og hrossa, en eigi kýr. Skammt er milli Bakka og Löngumýrar og liggja löndin saman. Bæjarhús á Bakka voru eigi til frambúðar, er Reimar hóf búrekstur á jcirðinni. Þótti honum eigi taka því að hressa þau við eða reisa ný yfir sjálfan sig, einhleypan mann, kom þar hins vegar upp ágætum fjárhúsum og hlöðu. Sjálfur hélt hann til á Löngumýri, þótt bóndi væri á Bakka, hafði þar húsnæði og fæði, lengstum hjá Ingibjörgu skólastýru, dóttur þeirra Löngumýrarhjóna, og mátti hún raunar kallast uppeldissystir hans. Á Löngumýri var þ\ í hið eiginlega heim- ili Reimars alla ævi frá 12 ára aldri. Og bæði var það honurn gott heimili og sjálfur hann eigi síður góður heimilismaður. Þar tók hann margt handtakið, enda hjálpfús og fljótur til, gTeiðamaður ein- stakur og geðfelldur hverjum manni. Svo mátti kalla, að Reimar væri ástmögur allra skólameyja húsmæðraskólans, þær kepptu eftir hylli hans, þessa óvenjulega og orðslynga manns, honum fylgdi líf og fjör og hressandi gustur, í návist hans var öllum glatt í geði. Reimar var góður bóndi, fór vel með allar skepnur, var vinur þeirra. Löngum stundum undi hann í fjárhúsunum, og þar hneig hann að lokum örendur niður með hneppi í fanginu. Hann var hestamaður og tamningamaður, átti stóð og hafði ánægju af. Reimar Helgason var gildur meðalmaður á vöxt, stórskorinn nokkuð í andliti og eigi smáfríður, yfirbragðsmikill, augun grá og glettnisleg, svipurinn löngum hýr og stundum eins og tvíræður. Hann var greindur vel, glaðsinna, geðprúður, heiðlundaður og trygglyndur. Eigi var hann tilhaldssamur í fasi né framkomu, hröslu- legur stundum hið ytra, en hlýr í raun, alvörumaður og næmgeðja, þótt eigi sæi á ytra borði. Hann var hnyttinn í ináli, oft með afbrigð- um, sagði vel frá, kunni og manna bezt að haga svo orðum, að öll- um var skemmt. Reimar á Bakka var mikill dugnaðarmaður, karlmenni, æðru- laus, ötull og ókvalráður, kröfuharður við sjálfan sig og hlífði sér hvergi, frábærlega trúr í starfi. Hann var drengur hinn bezti, átti sér ens;an að óvini, öllum samferðamönnum eftirminnileour. Hann dó ókvæntur og barnlaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.