Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 65

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 65
GLOÐAFEYKIR fi5 Rafn Guðmundsson á Sauðárkróki lézt þ. 13. jan. 1971. Hann var fæddur í Ketu á Skaga 21. júní 1912. Voru foreldrar hans Guðmundur bóndi þar Rafnsson, bónda þar Guðmundssonar, bónda á Kleif, Einarssonar, og kona hans Sigurbjörg Sveinsdóttir bónda í Ketu Magnússonar, bónda á Akri á Skaga o. v., (hvarf til Yesturheims), Sveinssonar. Kona Sveins í Ketu og móðir Sigurbjargar var Sigurlaug Guðvarðsdóttir lengi bónda á Kráksstöðum í Hrolleifsdal, Þorsteinssonar. Rafn var í Ketu með foreldrum sínum unz þau slitu samvisutm er hann var 7 ára gamall. Eftir það var hann enn í Ketu um hríð með móður sinni og stjúpa, Magnúsi Árnasyni, er reyndist honum sem bezti fað- ir. Um 17 ára aldur fór hann að heiman, var á vertíð syðra um vetur en í síld á sumrum, stundum og í vegavinnu. Var ágætur verkmaður, hvort heldur var á sjó eða landi, duglegur, ósérhlífinn og kappsamur. Haustið 1934 innritaðist Rafn í Eiðaskóla og stundaði þar nám vetrarlangt. Skömmu eftir að heim kom um vorið veiktist hann hast- arlega af lömunarveiki, lá fyrst um stund á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki og síðan á Landspítalanum í Reykjavík í 4 ár, var þá aftur fluttur norður hingað og lá hér önnur 4 ár á sjúkrahúsinu. Eftir 8 ára spítalavist og rúmlega þó, án nokkurrar batavonar, hvarf hann, ásamt með konu sinni, heim til móður sinnar og stjúpa, er þá voru flutt til Sauðárkróks, unz þau hjónin reistu nokkru síðar sitt eigið hús og bjuggu þar síðan. Nú má nærri um það fara, hvílík þolraun það hefur verið ung- um og hraustum og framagjörnum manni, að horfa fram á ævilöng örkuml. En Rafn lét hvergi deigan síga. Hann var gæddur andlegri karlmennsku, miklum lífsþrótti, öruggu trúartrausti. Hann var umsvifamaður að eðlisfari, hygginn í bezta lagi og sá, með aðstoð sinnar ágætu konu, heimilinu farborða með þvílíkum hætti, að fáir mundu eftir leika. Hann gerði um tíma út eigín vörubifreið, rak um skeið verzlun í félagi við annan mann, annaðist bókhald fyrir sjálfan sig og aðra, en reikning og bókfærslu hafði hann numið í Bréfaskóla S.Í.S. Síðla árs 1943 kvæntist Rafn Arndisi Jónsdóttur verkam. á Sauðár- króki Magnússonar, bónda á Hraunsnefi í Öxnadal, og konu hans Rafn Guðmiindsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.