Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 66
66
GLÓÐAFEYKIR
Jóhönnu Jóhannsdóttur bónda á Skíðastöðum á Neðribyggð, Björns-
sonar. Er móðir Jóhönnu og kona Jóhanns enn á lífi, háöldruð.
Eig-nuðust þau hjónin, Rafn og Arndís, 6 börn: Dreng misstn þau
ársgamlan, en lifandi eru: Guðrún Ragna, húsfr. á ísafirði, Sigur-
laug Rakel, í heimahúsum, Jón Brynjar, nemandi í Stýrímannaskól-
anum í Reykjavík, Sigurbjörg Hildur, nemandi í Menntaskólanum
á Isafirði og Birgir Raf n, yngstur.
Rafn Guðmundsson var fríður maður sýnum, greindur vel og
mikið í hann spunnið, víðlesinn og fróður, kunni ógrynni af ljóð-
um og lausavísum. Hann var léttur í lund, glaður oftast og gaman-
samur, þótt bundinn væri beði sínum og fengi eigi í fætur staðið í
36 ár samfleytt.
Ingibjörg Stefánsdóttir, húsfr. á Vöglum í Blönduhlíð, lézt þ. 11.
febrúar 1971.
Hún var fædd á Svaðastöðum á Hofsstaðabyggð 14. apríl 1898.
Foreldrar: Stefán, þá ráðsmaður á Svaða-
stöðum, síðar bóndi á Þverá í Blönduhlíð,
Sigurðsson bónda í Gilhagaseli, Sigurðsson-
ar, og kona hans Hjörtína Hannesdóttir
bónda í Axlarhaga í Blönduhlíð, Þorláks-
sonar bónda á Yztu-Grund, Jónssonar
bónda á Hóli í Tu-ngusveit, Magnússonar.
Kona Hannesar í Axlarhaga og móðir
Hjörtínu var Ingibjörg Þorleifsdóttir
bónda á Botnastöðum í Svartárdal vestur,
Þorleifssonar ríka hreppstj. í Stóradal, Þoi'-
kelssonar. Var Ingibjörg á Vöglum hálfsyst-
ir samfeðra Stefáns bónda á Hofstöðum, sjá
Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 46, en Stefán á Þverá, faðir hennar, var
albróðir Þorsteins á Skatastöðum, föður Hrólfs og þeirra bræðra.
Kona Sigurðar í Gilhagaseli og móðir Stefáns á Þverá var Oddný
Sigurðardóttir, bónda á Lýtingsstöðum, Sigurðssonar.
Ársgömul fluttist Ingibjörg með foreldrum sínum að Þverá og
ólst þar upp í stórum systkinahópi. Á Þverá var hið mesta myndar-
heimili, þrifnaður frábær og snyrtimennska, innan lniss sem utan.
Leikur eigi á tveim tungurn að hið holla vegarnesti, er Ingibjörg
hlaut í foreldrahúsum entist henni ævilangt.
Árið 1921 giftist Ingibjörg Magnúsi Kristni á Vöglum Gislasyni
bónda þar og oddvita Björnssonar, bónda á Sleitustöðum í Kol-
Ingibjörg Stejánsdótir