Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 78

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 78
78 GLÓÐAFEYKIR Selá 1944 til æviloka SteingTÍms. „Eins og að líkum lætur voru svo tíðir búferlaflutninoar lítt vænleoir til auðsældar, enda var Stein- o o 7 grímur jafnan fátækur, en komst þó vel af“. Böm þeirra hjóna voru þrjú: Ingibjörg, húsfr. á Akureyri, Isafold, húsfr. á Selá, látin. og Þorsteinn, dvelur nteð móður sinni á Selá. „Steingrímur var í hærra meðallagi á vöxt en fremur grannvax- inn, nokkuð toginleitur í andliti, dökkhærður og gráeygur. Hann var talinn góður verkmaður, ágætlega verklaginn; einnig þótti hann góður sjómaður". (Að mestu eftir Gunnst. Steinss.). Árni Árnason, bóndi á StóraVatnsskarði, lézt þ. 5. ágúst 1971. Hann var fæddur í Borgarey í Vallhólmi 5. sept. 1888, sonur Árna snikkara og bónda í Borgarey, Jónssonar bónda og smiðs á Hauks- stöðum í Vopnafirði, Sigurðssonar, og konu hans Guðrúnar Þorvaldsdóttur bónda á Framnesi i Blönduhlíð og Ingibjargar konu hans Guðmundsdóttur frá Mælifellsá. Var Árni albróðir Jóns Árnasonar bankastjóra, en hálfbróðir, sammæðra, Benedikts bónda Péturssonar á Vatnsskarði, sjá Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 70. Faðir Árna andaðist áður en drengurinn fæddist. Óx hann upp með móður sinni og síðara manni hennar, Pétri Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti, fyrst í Borgarey og á Löngumýri, en hvarf þaðan með þeim að Stóra-Vatnsskarði árið 1899 og átti þar heima alla ævi síðan. Hann reisti bú á Vatnsskarði árið 1924 og bjuggu þeir bræður, Benedikt og hann, á sinni hálflendunni hvor um 40 ára skeið unz Benedikt lézt árið 1964. Lét Árni af búskap um þær mundir, enda þá og mjög þrotinn að þreki og var síðustu árin langdvölum á sjúkrahúsi. Báðir höfðu þeir bræður góð bú, allmargt sauðfjár og hrossa, báðir góðir hestamenn. Árið 1929 reistu þeir heimilisrafstöð á Vatnsskarði, eina meðal hinna fyrstu á landi hér. Um alla hluti voru þeir sam- hentir í bezta lagi — og var að vísu svo um þau Vatnsskarðssystkyni öll, en þau voru 6, er upp komust til fullorðinsára, 3 af fyrra og 3 af síðara hjónabandi Guðrúnar Þorvaldsdóttur, er verið hafði mæt kona og mikill skörungur. Árni á Vatnsskarði var ágætur verkmaður; virtist að vísu fara sér hægt, en sakir verkhyggni og einstakrar verklagni vannst honum

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.