Fréttablaðið - 13.04.2016, Side 6

Fréttablaðið - 13.04.2016, Side 6
Harpa tónlistar- og ráðstefnu hús ohf. heldur aðalfund miðvikudaginn 27. apríl kl. 15:00 uppi á Háalofti, 8. hæð Hörpu. Aðalfundur Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl nk., kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Dagskrá 1. Almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík 8. apríl 2016 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefsíðu sjóðsins, lifeyrir.is Ársskýrslu 2015 má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á lifeyrir.is ENN E M M / S ÍA / N M 7 4 7 0 8 Sundagörðum 2 104 Reykjavík 510 5000 lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2016 Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is Hlúir að valmúa Afganskur karlmaður hlúir að valmúa. Blómið er nýtt til að framleiða ópíum. Ræktun í Afganistan er svo umfangsmikil að um 92 prósent allra ópíata sem ekki eru notuð sem lyf koma frá landinu. Nordicphotos/AFp Alþingi „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dag- setningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Mar shall, þingmaður Bjartrar fram- tíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarand- stöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnar- liða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhug- aðar kosningar í haust. Báðir for- menn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismála- frumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidóm- stig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkom- lega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosn- inga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar. Formenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætis- ráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann til- kynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt lög- gjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðli- legt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþing- is oft að minna þingmenn á góða hegðun. snaeros@frettabladid.is Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnar- andstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingmanns. Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Árið 1959 var kosið í október. Kjörtímabilið var svo stytt um nokkra mánuði svo kjósa mætti aftur á vormánuðum. 1 3 . A p r í l 2 0 1 6 M i Ð V i K U D A g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A Ð i Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -7 5 A 0 1 9 0 B -7 4 6 4 1 9 0 B -7 3 2 8 1 9 0 B -7 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.