Fréttablaðið - 13.04.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 13.04.2016, Síða 12
Verkalýðsfélagið Hlíf Reykjavíkurvegi 64 - 220 Hafnarfjörður - Sími 510 0800 Fax 510 0809 - Netfang hlif@hlif.is AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn mánudaginn 18. apríl 2016. kl. 18:00, í Skútunni, Hólshrauni 3. Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörstjórn. 3. Önnur mál. Léttur kvöldverður. Stjórn Vlf. Hlífar. NÝR ISUZU D-MAX VERÐ FRÁ 5.790.000 BEINSKIPTUR, 6 GÍRA ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km* TILBOÐ NÚNA FYLGIR ÖLLUM ISUZU D-MAX DRÁTTARBEISLI OG HEITKLÆÐNING Á PALLINN *M ið a ð v ið e yð sl u tö lu r fr á f ra m le ið a n d a á b e in sk ip tu m b íl í b lö n d u ð u m a ks tr i. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is 35OO kg NÝTT MEIRI DRÁTTARGETA GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 7 4 8 1 3 I s u z u D m a x 5 x 2 0 T il b o ð a p rí l Sýrland Þingkosningar verða haldn­ ar í Sýrlandi í dag. Reyndar aðeins í þeim hluta landsins sem stjórn Bash­ ar al Assad forseta hefur yfirráð yfir. Allar líkur eru á því að Assad forseti og stjórn hans vinni stórsigur. Í lok febrúar gekk í gildi í Sýrlandi vopnahlé, sem Rússar og Bandaríkja­ menn, ásamt fulltrúum fleiri ríkja og alþjóðastofnana, höfðu fengið bæði stjórnarherinn og stjórnarandstæð­ inga til að fallast á. Vígasveitir Íslamska ríkisins og aðrir hryðjuverkahópar áttu ekki aðild að vopnahléinu, þannig að Rússar, Bandaríkjamenn og fleiri hafa haldið áfram loftárásum sínum á yfirráðasvæði þeirra. Stjórnarher Assads hefur sömuleiðis haldið áfram loftárásum á hryðjuverkamenn. Loftárásir þessar bitna þó oft á almennum borgurum og hvorki Rússar né sýrlenski stjórnarherinn gera mikinn greinarmun á því hvort þeir eru að gera loftárásir á hryðju­ verkamenn eða aðra uppreisnar­ menn, sem sumir njóta jafnvel stuðn­ ings víða á Vesturlöndum. Þá hafa átök verið að hefjast á ný á jörðu niðri, meðal annars í borginni Aleppo þar sem uppreisnarhópar eiga í bardögum við stjórnarherinn. – gb Efnt til þingkosninga í hluta Sýrlands í dag Allar líkur eru á að Assad forseti og stjórn hans vinni stórsigur í kosningum í Sýrlandi í dag. Vopnahlé tók gildi í lok febrúar. Ýmsir hryðjuverkahópar áttu ekki aðild að því. Loftárásum hefur verið haldið áfram á yfirráðasvæðum þeirra. Kosningaspjöld hafa verið nokkuð áberandi víða í Sýrlandi undanfarna daga. Fréttablaðið/aP Bandaríkin Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóð­ endur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. Clinton og Trump hafa bæði for­ skot á keppinauta sína í baráttunni um útnefningu til forsetaframboðs. Á meðal demókrata hefur Clinton stuðning ríflega 1.300 landsfundar­ fulltrúa en Bernie Sanders ríflega þúsunds. Þá hefur Trump stuðning um 750 fulltrúa en Ted Cruz 545. Langt er síðan svo margir kusu frambjóðanda sem stendur utan flokkanna tveggja. Það gerðist síðast árið 1992. Þar áður gerðist það árið 1924. Enn er þó langt í kosningar en þær fara fram í nóvember. – þea Clinton og Trump jöfn Donald trump, forseta- frambjóðandi 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M i Ð V i k U d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -4 9 3 0 1 9 0 B -4 7 F 4 1 9 0 B -4 6 B 8 1 9 0 B -4 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.