Fréttablaðið - 13.04.2016, Page 18

Fréttablaðið - 13.04.2016, Page 18
Skjóðan Fimmtudagur 14. apríl Vestmannaeyjabær Breyting á upp- gjörsdegi vegna ársreiknings 2015. Landsbankinn Aðalfundur. Föstudagur 15. apríl Hagstofa ÍsLands Samræmd vísi- tala neysluverðs í mars 2016. Fiskafli mars 2016. VinnumáLastofnun Atvinnuleysis- tölur Vinnumálastofnunar. Mánudagur 18. apríl fÍ fasteignaféLag Aðalfundur FÍ fasteignafélags slhf. Þriðjudagur 19. apríl Þjóðskrá ÍsLands Vísitala íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu. Miðvikudagur 20. apríl Hagstofa ÍsLands Vísitala byggingarkostnaðar fyrir maí 2016. Mánaðarleg launavísitala í mars 2016. Greiðslujöfnunarvísitala í maí 2016. Vísitala kaupmáttar launa í mars 2016. Vísitala lífeyrisskuldbindinga í mars 2016. Fjármálastöðugleiki 2016/1. Þjóðskrá ÍsLands Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Mánudagur 25. apríl Hagstofa ÍsLands Kjötframleiðsla í mars 2016. mareL Uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Á döfinni Markaðurinn ÚtgáfuféLag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd anton brink Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Vikan sem leið Verðbólga í Bretlandi mældist 0,5 prósent í mars samkvæmt tölum frá hagstofu Bretlands. Verðbólga hækkaði um 0,2 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri síðan í desember árið 2014, en er áfram langt undir tveggja pró- senta verðbólgumarkmiði Englands- banka. Forsvarsmenn bankans eiga von á að verðbólga haldist undir einu prósenti í ár. 0,5 prósenta verðbólga Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upp- hæð 950 þúsund krónur á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkis- stjórn. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. 950 þúsund króna styrkur Hrávöruverð á olíu hækkaði í gær og mældist þá það hæsta á árinu. Fram undan er fundur hjá helstu hagsmunaaðilum í olíuiðnaðinum á sunnudaginn. Brent-hráolía hækkaði um 1,4 prósent í gærmorgun og kostaði þá 43,53 dollara. 43,53 dollarar á tunnu mönnum Hættir tiL að gera mis- tök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. er Það Í Þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkis- stjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. staða ÞjóðarbÚsins er þokka- leg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðal- lagi góð. Í póLitÍsku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eigin- konu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsvið- tali …“? stundum getur Verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá Verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálf- stæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. samfyLkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. framsóknarfLokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverð- ugleika gagnvart kjósendum. pÍratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmála- öfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkis- stjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar. Betra að telja upp að tíu Dagur Sigurðsson vakti mikla athygli þegar Þjóðverjar urðu meistarar á EM í byrjun árs. Fréttablaðið/EVa björk „Það spurðist svolítið út að ég hefði verið með puttana í viðskiptum heima. Við erum að fagna fimm ára afmæli Kex sem ég átti þátt í að stofna. Svo hef ég verið með putt- ana í alls kyns rekstri alveg síðan ég opnaði Kofa Tómasar frænda í gamla daga,“ segir Dagur Sigurðsson, lands- liðsþjálfari Þýskalands í handbolta. Hann segist á undanförnum árum hafa átt þátt í rekstri nokkurra félaga. Í dag sé hann með Lárusi Sigurðssyni, bróður sínum, í Bílanausti, og þá eigi hann lítið startup-fyrirtæki í Berlín sem heldur úti snjallforritinu Cup- podium. Dagur segir að fréttir af rekstri hans hafi spurst út á svipuðum tíma og Þýskaland varð Evrópumeistari í handboltanum og áhuginn strax orðið mikill. „Það voru einhver fyrir- tæki sem fóru strax af stað og vildu fá að vita hver mín nálgun væri á þennan bissness og íþróttaheiminn og hvað væri hægt að nota á hverjum stað til að komast hratt og örugglega í mark.“ Dagur hefur nú þegar meðal annars haldið fyrirlestur fyrir alla stjórnendur Deutsche Telekom (þar sem um 200 manns voru mættir til að hlýða á hann), Deutsche Credit bank og fleiri. Á mánudag heldur hann svo fyrirlestur á vegum Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á Hilton Reykjavík Nordica. En hann ætlar að stoppa stutt við hér á landi. „Ég verð nú bara í tvo til þrjá daga. Maður er enn þá í starfi sem þjálfari og maður verður víst að sinna því líka,“ segir hann. Dagur byrjaði snemma að reyna fyrir sér í viðskiptum. „Ég var í Verzlunarskólanum og alltaf notaði maður fríin í það að vinna, annað- hvort í bókabúðinni hjá afa eða íþróttaversluninni hjá frænda. Sparta á Laugaveginum var svona lítil og sæt íþróttavöruverslun. Hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal fékk maður að vinna í kringum jól og í öðrum fríum. Þann- ig að ég var fljótt kominn með putt- ana í bissness,“ segir Dagur. Árangur Dags með þýska hand- boltalandsliðið hefur vakið mikla athygli þar í landi, einkum eftir að titillinn á EM 2016 var í höfn. Meðal annars hringdi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í Dag til að óska honum til hamingju. jonhakon@frettabladid.is Kennir Þjóðverjum leiðtogahæfni Dagur Sigurðsson hefur staðið í ströngu við að halda fyrirlestra fyrir Þjóðverja frá því að hann varð Evrópumeistari í handbolta. Kemur til Íslands í næstu viku. Það voru einhver fyrirtæki sem fóru strax af stað og vildu fá að vita hver mín nálgun væri á þennan bissness og íþrótta- heiminn og hvað væri hægt að nota á hverjum stað. Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari SMIÐIR - VERKAMENN - MÚRARAR HANDAFL EHF s. 777 2 333 Erum með vana smiði, verkamenn, múrara og pípara sem eru klárir í mikla vinnu. 1 3 . a p r Í L 2 0 1 6 m i ð V i k u d a g u r2 Markaðurinn 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 B -7 F 8 0 1 9 0 B -7 E 4 4 1 9 0 B -7 D 0 8 1 9 0 B -7 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.