Fréttablaðið - 13.04.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 13.04.2016, Síða 46
„Ég er bara hæstánægður,“ segir Aðalsteinn Magnússon, gítarleikari sveitarinnar Auðnar, um viðbrögð sín við þessum stóra sigri. Þetta var í sjöunda sinn sem keppnin Wacken Metal Battle er haldin hér á landi en hún hefur verið haldin allt frá árinu 2009. Alls tóku sex bönd þátt þetta árið auk þess sem Dimma og In the Company of Men, sem sigraði í fyrra, tróðu upp sem gestahljómsveitir. Keppnin er haldin um nánast allan heim, eða í um 40 löndum, og í henni er barist um tækifæri til að fá að spila á Wacken Open Air hátíð- inni auk stúdíótíma og peninga- verðlauna. Á þessari samkomu er þungmálmi gert hátt undir höfði og eru herlegheitin haldin í smábænum Wacken í Þýskalandi í ágúst ár hvert og hefur svo verið síðan 1990. Þang- að flykkjast um 80.000 gestir árlega auk þess sem þar koma fram allar helstu metalsveitir heimsins, en í ár eru t.d. staðfest böndin Iron Maiden og Twisted Sister – en líklegt er að fleiri sveitir verði tilkynntar þegar nær dregur hátíðahöldunum. „Þetta er stærsta metalhátíðin í heiminum, þannig að þetta er svaka „exposure“ fyrir lítið band, fyrst og fremst er þetta aðgangur að erlend- um blaðamönnum, prómóterum og útsendurum erlendra plötufyrir- tækja,“ útskýrir Aðalsteinn. Það er ljóst að þessi samkunda er gríðar- lega mikilvæg metal-senunni og gæti hæglega orðið skotpallur fyrir metn- aðarfulla íslenska hljómsveit að taka þátt í svona stórum viðburði. „Við nennum ekkert að spila endalaust á Íslandi,“ segir Aðalsteinn hlæjandi og það er augljóst að Auðn ætlar sér að nýta þetta stóra tækifæri til fulls. Auðn hefur verið starfandi síðan 2010 og spilar sveitin melódísk- an black metal. Hljómsveitin er skipuð þeim Aðalsteini Magnússyni og Andra Birni Birgissyni sem báðir spila á gítar, Hjalta Sveinssyni söngv- ara, Hjálmari Gylfasyni á bassa og Sigurði Kjartani Pálssyni sem ber trommur. Auðn gaf út plötuna Auðn árið 2014 og hægt er að kaupa og streyma henni á Bandcamp-síðu sveitarinnar. Platan hefur fengið afar góðar viðtökur. „Við erum á fullu að semja efni fyrir næstu plötu og við stefnum á að gefa hana út á þessu ári. En annars er allt brjálað að gera hjá okkur, við verðum að spila á Eistnaflugi í sumar, komum fram í London 20. maí og verðum svo á Blastfest í Nor- egi í febrúar.“ Í London koma þeir fram á sérstöku kynningarkvöldi í tengslum við Eistnaflug ásamt hljómsveitunum Zhrine og Severed. Það er því ljóst að næstu misseri verða ákaflega spennandi hjá Auðn og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist í framhaldinu. stefanthor@frettabladid.is SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is 558 1100 Allir sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. SÓFAR TAXFREE Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is * Taxfree tilboðið gildir bara á sóf­ um og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis­ aukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahall­ arinnar og gildir til 29. apríl 2016 Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR TAXFREE PASO DOBLE Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm 298.379 kr. 369.990 kr. CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk­ eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 153.218 kr. 189.990 kr. DEVON Nettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. Stærð: 151 x 86 x 82 cm 112.895 kr. 139.990 kr. Koma fram á stærstu metal-hátíð í heimi Hljómsveitin Auðn bar sigur úr býtum í Wacken Metal Battle keppninni sem var haldin í Hlégarði síðastliðinn föstudag. Sigur- inn tryggir sveitinni rétt til að koma fram á þungarokkshátíðinni Wacken Open Air sem er sú stærsta sinnar gerðar í heiminum. Hjalti Sveinsson, Andri Björn Birgisson og Aðalsteinn Magnússon, liðsmenn hljómsveitarinnar Auðnar, sem kemur fram á Wacken Open Air hátíðinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigurvegarar WacKen Metal Battle 2009 Beneath 2010 Wistaria 2011 Atrum 2012 Gone Postal 2013 Oph­ idian I 2014 Hlé varð á keppni þetta árið 2015 In The Company Of Men þetta er SvaKa „expoSure“ fyrir lítið Band, fyrSt og freMSt er þetta aðgangur að erlenduM BlaðaMönnuM, próMóteruM og útSend- uruM erlendra plötufyrir- tæKja. Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is 1 3 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r30 l í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -5 C F 0 1 9 0 B -5 B B 4 1 9 0 B -5 A 7 8 1 9 0 B -5 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.