Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 3.–6. október 20142 Fréttir
R
annsókn málsins miðar vel
og er í fullum gangi,“ segir
Friðrik Smári Björgvins-
son, yfirlögregluþjónn rann-
sóknardeildar lögreglu, í samtali við
DV um yfirstandandi rannsókn á
andláti 26 ára konu sem lést á heim-
ili sínu í Stelkshólum á laugardag.
Eiginmaður hennar, Mariusz Brozio
28 ára, var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 17. október grunaður um að
hafa verið valdur að dauða henn-
ar. Talið er að þrengt hafi verið að
öndunarvegi hennar þannig að hún
kafnaði og var notast við einhvers
konar snæri eða band við verknað-
inn.
Mariusz situr nú í einangrun á
Litla-Hrauni en hefur samkvæmt
heimildum DV ekkert verið yfir-
heyrður í vikunni. Munu yfirheyrsl-
ur að líkindum ekki fara fram fyrr en
eftir helgi.
Börn hjónanna, tveggja og fimm
ára, voru á heimilinu er móðir þeirra
lést. Þeim hefur verið komið í vistun
hjá vinafólki. Þá er bróðir konunnar
einnig kominn til landsins frá Pól-
landi.
Farið hefur verið fram á að Mari-
usz sæti geðrannsókn en slíkt er
venja í jafn alvarlegum sakamálum.
Mariusz hefur staðfastlega haldið
fram sakleysi sínu í skýrslutökum hjá
lögreglu en samkvæmt heimildum
DV heldur hann því fram að konan
hafi svipt sig lífi. Þá herma heimildir
DV að hann þjáist af andlegum veik-
indum. Verði Mariusz fundinn sekur
gæti hann átt yfir höfði sér allt að 16
ára fangelsisvist. n
aslaug@dv.is
Ekki enn verið yfirheyrður
Mariusz Brozio segir eiginkonu sína hafa svipt sig lífi
Neitar sök Mariusz Brozio var úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 17. október síðastliðinn
sunnudag. MyNd Sigtryggur Ari
Leifsstöð á
milli hunda
n Enginn fastur fíkniefnaleitarhundur við komu farþega undanfarið
V
ið erum með fasta hunda
sem tilheyra embættinu
en þeir eru í vinnu annars
staðar. Við erum á milli
hunda. Það þarf að endur-
nýja hundana,“ segir Kári Gunn-
laugsson, yfirtollvörður tolleftirlits,
í samtali við DV. Heimildir DV inn-
an tolleftirlits Leifsstöðvar herma
að síðastliðinn mánuð hafi enginn
fíkniefnahundur verið við eftirlit
tollsins við komu farþega til lands-
ins. Heimildarmaður hafði orð á
því að gósentíð væri fyrir smyglara
um þessar mundir. Kári segist ekki
geta sagt hvar hundar tollsins væru
hverju sinni en af orðum hans að
dæma hefur verið hundaskortur hjá
embættinu. Hann segir að tollur-
inn hafi fleiri úrræði en hunda til að
stöðva smygl fíkniefna til landsins.
Hundarnir flakka á milli
Kári segir að í heildina starfi fjórir
hundar hjá embætti tollstjóra. Hann
segir hundana flakka á milli starf-
stöðva tollstjóra, þar á meðal Leifs-
stöð. „Við viljum náttúrlega helst
ekki gefa upp hvar við erum með
hundana og hvenær. Við erum með
fjóra hunda hjá embættinu og ég
get ekki svarað nákvæmlega hvar
þeir eru á hverjum tíma. Það er ekki
fastur hundur en við erum með
hunda sem eru færanlegir. Þeir fara
á milli vinnusvæða. Þannig er það í
dag. Við erum ekki alveg hundalaus-
ir, við reynum að samnýta þá sem
eru í Reykjavík,“ segir Kári.
Skoða kaup á hundum
Kári segir að von sé á úrbótum inn-
an skamms og sé nú unnið að því
að fjölga fíkniefnahundum toll-
stjóraembættisins. „Við erum að
skoða kaup á hundum og erum að
vinna í því ferli. Það er allt í vinnslu,“
segir Kári. Hann nefnir að það að
halda úti fíkniefnaleitarhundum sé
kostnaðarsamt. „Það þarf að endur-
nýja þá og þjálfa. Þeir þurfa að stand-
ast ákveðin próf. Ef þeir standast ekki
þau próf þá tökum við þá úr vinnu.
Þetta er eins og með bílstjóra sem
fær ekki að keyra ef hann er próf-
laus,“ segir Kári.
reyna að standa sig
Kári segir að ástæðan fyrir hunda-
skorti nú sé ekki endilega fjárskortur
embættis tollstjóra. „Þetta snýst ekk-
ert endilega um fjárskort. Það er
ákveðið ferli að endurnýja hund og
það ferli er í gangi hjá okkur núna á
flugvellinum. Við reynum að brúa
bilið með aðstoð frá hundum sem
staðsettir eru í Reykjavík. Þeir koma
reglulega. Við reynum að standa
okkur,“ segir Kári.
Alls konar tæki
Kári hafnar því að landið sé nú
opið fyrir smygli vegna hunda-
skorts. „Við erum nú með mjög
öfluga starfsmenn. Það eru ekki
hundarnir sem finna allt, sem
betur fer. Auðvitað væri betra
að hafa hund hérna allan sólar-
hringinn,“ segir Kári. Að hans
sögn hefur tollurinn þó fleiri leið-
ir til að þefa upp fíkniefni en nef
hunda. „Þetta hefur verið eins og
í gegnum árin. Hundar eru bara
eitt af hjálpartækjum okkar, við
erum með gegnumlýsingarvélar
og tæki sem greina fíkniefni, bara
alls konar tæki,“ segir Kári. Hann
viðurkennir þó að hundar séu ein
áhrifaríkasta leiðin til að klófesta
fíkniefnasmyglara. „Hundar eru
frábært hjálpartæki, enda leggj-
um við mikla áherslu á það að við
séum með góða hunda.“ n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Auðvitað væri
betra að hafa
hund hérna allan sólar-
hringinn.
yfirtollvörður Kári segir að nú sé unnið
að því að fjölga hundum hjá embætti
tollstjóra. MyNd KriStiNN MAgNúSSoN
Fíkniefnaleitar
hundur Í það
minnsta síðastliðinn
mánuð hefur enginn
fastur fíkniefna-
leitarhundur verið í
Leifsstöð.
Síbrotamaður
í fangelsi
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt karlmann í tveggja ára
óskilorðsbundið fangelsi fyrir
hegningar-, fíkniefna- og um-
ferðarlagabrot. Maðurinn var
ákærður fyrir að hafa sunnu-
daginn 27. október 2013, í félagi
við tvo menn, gert tilraun til að
brjótast inn í verslun Elko í Skeif-
unni með því að reyna að þvinga
upp útidyrahurð verslunarinnar.
Nokkrum dögum síðar, eða þann
4. nóvember, stal maðurinn bíl-
tæki með sjónvarpsskjá úr bif-
reið við Dalveg í Kópavogi sam-
kvæmt ákæru. Þann 7. desember
var hann aftur á ferðinni en þá
braust hann inn í verslun Apó-
teks Hafnarfjarðar við Tjarnar-
velli. Stal hann þaðan nokkrum
kössum af lyfjum og snyrtivörum
að óþekktu verðmæti. Loks
var maðurinn ákærður fyrir að
brjótast inn í fjórar bifreiðar við
Smáralind þar sem hann stal
ýmsu lauslegu. Fíkniefnabrotin
vörðuðu vörslu á lítilræði af am-
fetamíni en umferðarlagabrotin
akstur undir áhrifum fíkniefna og
akstur án ökuréttinda. Maðurinn,
sem er á fimmtugsaldri, játaði
brot sín skýlaust. Hann á langan
sakaferil að baki og hefur alls ver-
ið dæmdur 35 sinnum fyrir afbrot
frá árinu 1985.
Hætt og óvíst
með húsið
Aðeins tveir íþróttafréttamenn
starfa á RÚV um þessar
mundir og Kristín Harpa Hálf-
dánardóttir hefur sagt upp
störfum. Hún var yfirmaður
íþróttadeildarinnar en segist í
samtali við Vísi ekki hafa get-
að sinnt störfum sínum sem
skyldi eftir mikinn niðurskurð.
Á sama tíma í fyrra voru um
sjö starfsmenn í fullu starfi við
deildina. Nú eru þeir í raun
fjórir sem eru að störfum, en
tveir eru í barneignarleyfi.
Þeir Hans Steinar Bjarnason
og Einar Örn Jónsson skipta
því með sér verkefnum á
deildinni og gegnir Einar starfi
Kristínar. Kristín býr enn í
húsnæði við Vatnsendahæð
sem er í eigu RÚV, en óvíst er
hversu lengi hún mun gera
það áfram.