Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 9
Er kominn tími til að gera eitthvað? Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Námskeið í október og nóvember Hringsjá býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi „Lykilatriðið er að þora að taka fyrsta skrefið“ Svala Arnardóttir var 45 ára þegar hún hóf nám hjá Hringsjá. Svala segir að námið hafi breytt lífi sínu til hins betra. „Þegar ég ólst upp var ekki búið að viðurkenna að það væri til eitthvað sem heitir lesblinda. Mig langaði bara að læra að lesa og fór í Hringsjá með það markmið,“ segir Svala Arnardóttir.“ „Þetta var frábær skóli og eitt það besta sem hefur komið fyrir mig. Í dag er ég orðin fluglæs, eitthvað sem ég bjóst aldrei við í mínu lífi,“ segir Svala. Grunnurinn sem Svala fékk í náminu hjá Hringsjá hefur svo sannarlega skilað sér. Næst lá leið hennar í Menntaskólann í Kópavogi þar sem hún útskrifaðst sem rekstrarfulltrúi. Nú um áramót mun Svala svo útskrifast sem löggiltur bókari. Ég mæli með þessu fyrir alla. Það er margt fólk á mínum aldri sem kláraði ekki grunnskóla. Það heldur kannski að lífið sé búið en það þarf svo sannarlega ekki að vera.“ Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Fjölskyldan og ég Með aukinni þekkingu tileinka þáttakendur sér leiðir til að verða betri fjölskyldumeðlimir, makar og uppalendur. Í fókus - Að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD. Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öðrum örugga framkomu og almennt að vera til! TÁT - Tök á tilverunni Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma. Tölvugrunnur Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. 11. nóv.– 11. des. 7. okt.– 6. nóv. 7. okt.– 6. nóv. 11. nóv.– 11. des. 11. nóv.– 11. des. 7. okt.– 6. nóv. 7. okt.– 6. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.