Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 16
Helgarblað 3.–6. október 201416 Fréttir
Áhugasamar
um gámahús
n Vill fá lóðir undir gámahús á höfuðborgarsvæðinu n Vonast eftir stuðningi eiginkonunnar
É
g hjálpa konunni minni og
konan mín hjálpar mér,“ segir
Svanur Guðmundsson fram
kvæmdastjóri Smáíbúða ehf.,
fyrirtækis sem vinnur nú að því
að fá hagstæðar lóðir á höfuðborgar
svæðinu fyrir svokölluð gámahús.
Svanur, sem var kosningastjóri Fram
sóknarflokksins fyrir síðustu borgar
stjórnarkosningar, segist vonast til
þess að eiginkona hans, Guðfinna Jó
hanna Guðmundsdóttir, borgarfull
trúi Framsóknarflokksins í Reykjavík,
beiti sér fyrir hagsmunum fyrirtækis
ins sem hefur lýst yfir vilja til að reisa
gámahús í höfuðborginni. „Ég vona
það og ætlast til þess að hún geri það,“
segir hann í samtali við DV. „Ég er
ekki að beita mér í þessu máli,“ segir
Guðfinna hins vegar í samtali við DV.
Myndi víkja
„Ég hef aldrei skoðað þetta mál sem
borgarfulltrúi og ég hef ekki lagt þetta
fram sem borgarfulltrúi.“ Þá segist
Guðfinna jafnframt ætla að víkja sæti
ef málefni fyrirtækisins koma inn á
borð borgarráðs: „Já, auðvitað.“ Að
spurð um ummæli eiginmannsins
segir hún að þau hafi verið sett fram í
öðru samhengi. „Hann sagði við ykk
ur að hann vonaðist til þess að kon
an hans myndi styðja hann í öllu sem
hann gerir en ekki að ég myndi fara
að beita mér fyrir þessu innan borg
arinnar. Það hefur aldrei nokkurn tí
mann verið ætlunin.“
Í þessu samhengi skal tekið fram
að blaðamaður var að ræða við Svan
um leit hans að lóðum fyrir gáma
húsin á höfuðborgarsvæðinu þegar
eftir farandi orðaskipti áttu sér stað:
Þú sagðist vonast til þess að hún
[Guðfinna] myndi hjálpa þér í þessu,
hvernig sem hún gæti gert það? „Já,
ég hjálpa konunni minni og konan
mín hjálpar mér, já ég vonast til þess.“
Akkúrat, þannig að hún getur kannski
beitt sér eitthvað fyrir þessu? „Ég vona
það og ætlast til þess að hún geri það.“
Aðspurður hvort hann áliti ekki að
um hagsmunaárekstur væri að ræða
spurði Svanur hins vegar: „Bíddu,
hver er hagsmunaáreksturinn?“
Guðfinna segir hugmyndina um
að reisa gámahús í Reykjavík góða
en að hún hafi aldrei verið rædd
á vettvangi Framsóknarflokksins í
borginni. „Hins vegar hefur mér alltaf
þótt það snilldarhugmynd að búa til
svona bráðabirgðahúsnæði á meðan
það er verið að byggja upp húsnæði í
Reykjavík sem hefur ekki verið sinnt
af hálfu meirihlutans í borginni síð
ustu árin.“ Þetta breyti því ekki að nú
verandi meirihluti hafi ekki áhuga á
hugmyndinni: „Þetta er bráðabirgða
lausn, þetta er hugmynd sem var út
færð sem borgin hefur ekki áhuga
á. Punktur.“ Í þessu samhengi tekur
Guðfinna ítrekað
fram að hún sé ekki í
meirihluta.
Útilokar ekkert
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir
er annar tveggja
borgar fulltrúa Fram
sóknarflokksins í
Reykjavík. Hún viður
kennir hagsmuna
tengslin sem eru
til staðar. „Já, það er nú
kannski þess vegna sem við höfum
ekkert verið að beita okkur í þessu
og reynum að skilja þarna á milli.“
Hún útilokar þó ekki að Framsóknar
flokkurinn í Reykjavík muni á næstu
misserum beita sér fyrir byggingu
gámahúsa enda um hagkvæman
húsakost að ræða.
„Við getum ekki svarað því eins og
staðan er í dag en við munum beita
okkur fyrir öllum góðum hugmynd
um. Auðvitað eru öll þessi tengsl
uppi á borðinu.“ Hún setur málið
í samhengi við það að 850 manns
séu á biðlista eftir félagslegri íbúð
hjá Reykjavíkurborg. „Við þurfum að
horfa út fyrir boxið til þess að leysa
vanda þessa 850 einstaklinga sem eru
á bak við þessar umsóknir og þetta
[gámahús] fellur alveg að því.“
Aðspurð um þessi ummæli
Sveinbjargar segir Guðfinna:
„ Nákvæmlega, það kemur vel til
greina. Við erum hins vegar ekki í
meirihluta, við höfum ekki lagt fram
þessa tillögu, meirihluti borgarinnar
núna hefur ekki áhuga á þessu. Hann
var spurður um það í fyrra. Hann hef
ur ekkert áhuga á þessu þannig að
þetta er ekkert „issjú“ í dag.“
„Þetta er tilbúið“
Guðfinna tekur fram að hún hafi
starfað við fasteignmál í átján ár.
„Er ég kannski vanhæf að ræða um
húsnæðismál af því að ég hef þekk
ingu og reynslu á þessu sviði? Er það
málið? Snýst þetta um það?“
Sveinbjörg talar á svipuðum nótum:
„Það liggur líka ljóst fyrir að þessi
fasteignamál hafa verið eitt helsta
verkefni Guðfinnu síðastliðin fimmt
án ár, við tökum það svo sem ekkert
frá henni, enda sést það í allri um
ræðu hversu vel hún er inni í öllum
þessum málum.“
Smáíbúðir ehf., var stofnað í mars
á þessu ári en eigendur eru ásamt
Svani, þeir Högni Auðunsson, Ólafur
Auðunsson, Auðunn Bjarni Ólafsson
og Bjarni Tómasson. „Þetta snýst um
að leysa þann bráðavanda sem er
uppi þegar kemur að leiguhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Svanur
um fyrirætlanir fyrirtækisins í samtali
við Fréttatímann síðastliðinn janúar.
Þá sagði hann að búið væri að smíða
frumgerðir að gámahúsum sem hann
vonaðist til að geta reist og leigt út í
sveitarfélögum þar sem skortur er á
leiguíbúðum. „Þetta eru tilbúnar 26
og 38 fermetra íbúðir með eldhúsi,
baði og herbergi, sem hægt er að setja
saman með skömmum fyrirvara,“
sagði hann jafnframt.
„Við ætlum bara að hafa samband
við sveitarfélög og óska eftir hvar við
getum fengið lóð fyrir þetta. Bara
óska eftir að fá að setja þetta niður.
Þetta er tilbúið. Það er ekkert ann
að en bara setja þetta saman og setja
þetta niður,“ segir Svanur nú í samtali
við DV. Áætlað leiguverð mun vera á
bilinu 80 til 100 þúsund
krónur.
Óánægður með
borgarstjórn
Pistill Eyglóar Harðar
dóttur félagsmálaráð
herra um það sem hún
kallar „gámafordóma“
vakti athygli margra í síð
ustu viku. „Fyrir nokkru deildi
ég myndum af gámahúsum á fésbók
arsíðu minni. Það kom mér nokkuð á
óvart að í stað þess að skoða mynd
irnar og tenglana virtist orðið gámur
vera nóg til vekja neikvæð viðbrögð,“
skrifaði Eygló sem tók fram að hún
vildi gera enn eina tilraunina til að
vinna á fordómum gegn gámum en
hún hefur verið dyggur talsmaður
slíkra húsa síðustu misseri.
Fjörugar umræður spunnust
á kommentakerfinu og var fram
kvæmdastjóri Smáíbúða einn þeirra
sem lagði orð í belg. „Við hjá Smá
íbúðum höfum hannað og smíðað
í samstarfi við fyrirtækið PEP litlar
íbúðir til að mæta vanda á húsnæðis
markaði. Byggingarnar nota gáma
sem stoðgrind fyrir byggingarnar og
buðum sveitarstjórnarmönnum að
skoða fullkláraða íbúð. Treystum við
okkur til að reisa viðkomandi íbúð
ir á 6–9 mánuðum,“ skrifaði Svanur
sem lýsti jafnframt yfir óánægju með
fulltrúa borgarstjórnar Reykjavíkur
vegna þess áhugaleysis sem þeir
hefðu sýnt gámahúsunum.
Svanur tók fram að fulltrúar frá
Kópavogi hefðu þegið boð um að
skoða gámahúsin en borgarfulltrúar
núverandi meirihluta í Reykjavík
hefðu ekki séð „ástæðu til að mæta.“
Svanur sagðist einnig hafa átt fund
með skipulagsyfirvöldum í Reykjavík
þar sem fram hefði komið að engin
lóð væri til fyrir framkvæmdirnar.
Þetta sagði hann þýða að áhugi nú
verandi borgaryfirvalda „á að leysa
bráðavanda fólks í húsnæðisvanda
var enginn.“ n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Leitar að lóðum Svanur Guðmundsson
leitar nú að lóðum á höfuðborgarsvæðinu
fyrir gámahús sem hann og viðskiptafélagar
hans vilja leigja út. Mynd SkJáSkot af faceBook
Ýmsar gerðir
gámahúsa
Smáíbúðir
ehf. kynntu
gámahús sín fyrir
bæjaryfirvöldum
í Kópavogi fyrr
á árinu. Svanur
gagnrýnir borgar
yfirvöld fyrir að
sýna málinu ekki
áhuga. Mynd Úr Safni
Líst vel á gámahús Guðfinna og
Sveinbjörg eru borgarfulltrúar fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Þeim líst
vel á hugmyndir um að reisa gámahús í
borginni og leigja þau út. Mynd Sigtryggur ari