Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 26
Helgarblað 3.–6. október 2014
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Fréttastjóri: Jóhann Hauksson
Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason •
Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttaSkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtaRSími
aUglýSingaR
Sandkorn
26 Umræða
Embla Guðrún Ágústsdóttir vill að fatlaðar konur verði kynverur ef þær vilja. – DV
Ég þurfti stöðugt
að sanna mig
Sigmundur á bremsunni
Slitastjórn Landsbankans gamla
vill greiða úr digrum sjóðum
sínum til kröfuhafa í beinhörð-
um gjaldeyri. Þá þarf að leita
til Seðlabankans um undan-
þágur frá gjaldeyrishöftunum.
Seðlabankastjóri ætlar að svara
slitastjórninni inna þriggja vikna
um slíka undanþágu. Í fjármála-
lífinu hvísla menn að Seðlabank-
inn og jafnvel Bjarni Benediktsson,
efnahags- og fjármálaráðherra,
séu ekki fráhverfir því að gefa
undanþágu svo fremi sem það
ógni ekki stöðugleika. En þá er
við Sigmund Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra að eiga sem hef-
ur ímugust á erlendum kröfuhöf-
um og vill helst af öllu skattleggja
það sem eftir stendur af eignum
þeirra í þrotabúum bankanna.
Fjarstæðukennd
hugmynd
Nýjasta hagræðingarútspil Vigdís-
ar Hauksdóttur er að selja Rás 2 til
að ná inn fé í ríkissjóð. Nú ligg-
ur fyrir að áhugi
er á að selja hús-
ið sem RÚV er í.
Spurningar vakna
hins vegar um
hvað það er sem
Vigdís vill selja
og hver gæti haft
áhuga á að kaupa það. Og hversu
hátt verð gæti fengist fyrir Rás 2
á frjálsum markaði. Hugmyndin
hljómar frekar fjarstæðukennd
og lítt hugsuð hjá Vigdísi.
Guðni og mysufernan
Edda Sif Pálsdóttir, fjölmiðla-
kona hjá 365, náði sérstaklega
skemmtilegri ljósmynd í vikunni
fyrir framan Mela-
búðina. Þar sást
Guðni Ágústsson,
framsóknarfor-
maður fyrrver-
andi og einn af
talsmönnum MS,
beygja sig eftir
fernu af mysu sem Árni Johnsen
hafði misst á jörðina auk annarra
matvæla. Stóð Árni klunnalega
yfir Guðna meðan hann bisaði
yfir mysufernunni. Fór myndin
víða um netheima og vakti mikla
skemmtun.
Dýr var hann Davíð
Fréttin um að Kaupþingslán
Seðlabanka Íslands í hruninu
2008 muni kosta almenning
35 milljarða króna vakti mikla
athygli í vikunni.
Lánið var veitt á vakt Davíðs Odds-
sonar í Seðlabanka Íslands og ber
hann á endanum ábyrgð á lán-
inu ásamt öðrum sem komu að
ákvarðanatökunni. Fréttin svarar
að hluta til stórri spurningu sem
Ólafur Arnarson varpaði fram í
undirtitli nýlegrar bókar sinnar
um Davíð, Sólkonungnum.
Þar spurði Ólafur hvort Davíð
væri dýrasti maður Íslands-
sögunnar. Hugsanlega er það
nú ofsagt en samkvæmt nýjustu
fréttum er ekki ofmælt að segja
að dýr var hann.
Niðurskorin afskiptasemi
D
V skýrði í vikunni frá því í sér-
stakri úttekt Jóhanns Hauks-
sonar og Jóns Bjarka Magn-
ússonar blaðamanna DV
hvernig ýmsar stofnanir sem fást
við rannsóknir og eftirlit eigi veru-
lega undir högg að sækja eftir tæp-
lega eins og hálfs árs starf ríkisstjórn-
ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Kerfisbundið er nú grafið undan eft-
irlitsstofnunum til að gera þær bit-
lausar.
Við höfum fylgst með atlögunni
sem að minnsta kosti þrír ráðherrar
og nokkrir árásarseggir á hægri væng
stjórnmálanna að auki hafa gert að
umboðsmanni Alþingis að undan-
förnu fyrir framgöngu hans í leka-
máli innanríkisráðuneytisins.
Við sjáum stórfelldan og ótíma-
bæran niðurskurð hjá embætti sér-
staks saksóknara. Þar gera fjárlög-
in nú ráð fyrir helmings niðurskurði
milli ára sem dregur mjög úr getu
embættisins til að ljúka stórum mál-
um sem nú eru að komast á lokastig í
rannsókn eða eru að lenda fyrir dómi
eða á leið til dómstóla, eins og mark-
aðsmisnotkunarmál Landsbankans í
vikunni, Al-Thani málið og fleiri stór-
mál tengd Kaupþingi.
Sérstakur saksóknari mun sam-
kvæmt nýja fjárlagafrumvarpinu að-
eins hafa til ráðstöfunar um fjórð-
unginn af því fé sem embættið hafði
á árunum 2010–2011 til að rannsaka
og sækja mál tengd fjármálaglæpum
hrunáranna.
Þannig getum við gengið á röð-
ina: Embætti sérstaks saksóknara,
Samkeppniseftirlitið, skattrann-
sóknarstjóri, sem þarf líka auknar
fjárheimildir til að afla gagna um fé
í skattaskjólum, og svo embætti um-
boðsmanns Alþingis. Öll hafa þau
þurft að þola í meira eða minni mæli
niðurskurð eða almennt neikvætt
viðhorf og köpuryrði af hálfu ríkis-
stjórnarinnar eða klappliðs hennar.
Og þetta veldur áhyggjum, því
þessi gagnrýni er einhvern veginn
eins og upp úr rassvasahandbók eft-
ir frjálshyggjupostula Hayeks-línunn-
ar þar sem hvers konar ríkisafskipt-
um og regluverki er blótað og formælt
í heilagri reiði hins frjálsa borgara,
sem vill geta farið öllu sínu fram eins
og ja, til dæmis þeir sem nú hafa ver-
ið dregnir fyrir dómstóla fyrir sitt eft-
irlitslausa fjármálasukk, svik og pretti.
Við tökum eftir þessari gagn-
rýni sem hefur verið að magnast hjá
núverandi valdhöfum gegn „eftir-
litsiðnaðinum“ eins og þeir kalla
regluverkið alla jafna í hálfgerðum
fyrirlitningartón. Þeir vilja allt eftirlit
helst burt. Það þvælist bara fyrir og
það kostar líka allt of mikið.
Í gær kom áþreifanlega í ljós
hvernig þessi hugsunarháttur hefur
farið með Ríkisútvarpið, þann hluta
fjórða valdsins sem stjórnvöld hvers
tíma eru einna helst í aðstöðu til
að draga tennurnar úr. Margra ára
niðurskurður hefur þegar bitnað á
getu RÚV til að veita stjórnvöldum
lögbundið aðhald með umfjöllun
og fréttaflutningi, auk þess sem áð-
urgreint hugarfar gegn hvers kon-
ar afskiptasemi hefur fætt af sér
hrokafulla andúð gegn stofnuninni,
andúð sem fær til dæmis að flæða
frítt á leiðarasíðu Morgunblaðsins
ár eftir ár og á það til að brjótast
fram í viðtölum við Sigmund Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Fréttir um að RÚV sé orðið
tæknilega gjaldþrota koma því ekki
sérstaklega á óvart. Ef til vill hafa
nýir stjórnendur ekki gætt að áfram-
haldandi nauðsynlegu aðhaldi til að
vera innan rammans eða þá að þeir
hafa verið of vongóðir um velvild
ráðandi afla.
Þeir hefðu kannski betur heyrt í
stjórnendum þeirra stofnana sem
hér voru nefndar sem hafa alls ekki
fundið fyrir neinni velvild. Í staðinn
finna þeir einna helst að stólarnir
undir þeim eru að hitna. n
„Þessi gagnrýni
er einhvern veg
inn eins og upp úr rass
vasahandbók eftir
frjáls hyggjupostula
Hayekslínunnar.
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, bað kærustu sinnar fyrir stuttu. – DV
Ég fékk
svo já
Sigurður Már Guðjónsson, bakara og konditormeistari Bernhöftsbakarís, segir brauð ekki fitandi. – DV
Verður að finna einhvern
annan sökudólg
Norðurland í ljóma
U
m daginn fór ég ásamt konu
minni akandi langt norður
í land, og er skemmst frá
því að segja, að fjórðungur-
inn skartaði sínu fegursta í skín-
andi veðri, svo að hvergi bar skugga
á, hvorki á landið né fólkið. Ég hægi
alltaf ferðina í Vatnsskarðinu, þar
sem ég var sex löng og sælurík sum-
ur í sveit hjá góðu frændfólki, þegar
ég var strákur. Þar var kveðið við hey-
skapinn á daginn og einnig á kvöldin
og mikið spilað og sungið, m.a.s. í
fjósinu til að drýgja nytina í kúnum.
Mér hefur æ síðan þótt Valadals-
hnúkur, sem blasir við bænum
handan þjóðvegarins, vera afbragð
annarra fjalla og engu síðri að allri
fegurð en Borðfjall í Suður- Afríku
eða Esjan eða píramítar Egyptalands.
Tvö skagfirsk skáld o.fl.
Skammt frá Vatnsskarði stendur
minnisvarðinn um Stephan G.
Stephansson við þjóðveginn, og
má það heita skylda góðra Skag-
firðinga að á við styttuna og skála
fyrir skáldinu, nema bílstjórinn er
yfirleitt undanþeginn. Ættjarðarást
Stephans G. dofnaði ekki við búferla-
flutninginn til Vesturheims, þar sem
hann eyddi mestum hluta ævinnar,
öðru nær. Hann var þjóðrækinn um-
bótamaður í húð og hár. Þegar hann
kom aftur til Íslands í stutta heim-
sókn 1917, leit hann við hjá afa mín-
um og skáldbróður sínum Þorsteini
Gíslasyni ritstjóra í Þingholtsstræti
17. Afa mun hafa þótt Stephan G.
helzt til umbótaglaður. Samt hafði
djarfur umbótahugur afa míns frá
yngri árum ekki dofnað meira en svo
í viðstöðulausu vopnaskaki stjórn-
málanna á heimastjórnarárunum,
að hann skrifaði forsíðuleiðara í blað
sitt Lögréttu 1919 og mælti fyrir inn-
flutningi erlends vinnuafls í stórum
stíl. Þar segir:
„Við höfum ráðin og stjórnina og
gætum heft innflytjendastrauminn,
hvenær sem okkur sýndist svo, ef
okkur virtist hann ætla að vaxa okk-
ur yfir höfuð. Við höfum yfirhöfuð
öll skilyrði til að halda við máli okk-
ar og menningu og gera þeim mönn-
um, sem til langdvala settust hér
að, girnilegast að tileinka sér hvort
tveggja. Í stað þess að óttast, að tunga
okkar hlyti að týnast, ef útlendir
verkamenn flyttust inn í landið, ætt-
um við að hafa það traust á sjálfum
okkur, að við einmitt með þessu gæt-
um fjölgað mælendum hennar um
þúsundir, ef ekki tugi þúsunda.“ Afi
minn fæddist á Árskógsströndinni.
Hann vildi virkja fossa líkt og Einar
Benediktsson skáld, sem hefði orðið
150 ára síðar í haust.
Mér varð fyrir norðan einnig
hugsað til langafa konu minnar,
Sveins Gunnarssonar bónda og
skálds frá Mælifellsá í Skagafirði,
sem fór fótgangandi um hálft landið
í öllum veðrum að selja bækur.
Hann brá síðan búi, þar eð hann
þoldi ekki allan barnamissinn, sem
margar fjölskyldur máttu þola líkt og
þau hjónin. Hann fluttist til Reykja-
víkur, stundaði verzlun um tíma í
söluturninum, sem stendur enn á
Lækjartorgi, og bjó þar um skeið á
efri hæðinni. Sjálfsævisaga hans,
Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá,
er glaðleg heimild um horfna tíð.
Haustrjóðar sveitir
Ísland á enn í vök að verjast eins og
við var að búast eftir allt, sem á und-
an er gengið, og landsbyggðin ekki
sízt, því að borgirnar eru ævinlega
burðarásinn í efnahagslífinu, þar eð
þéttbýli fylgir hagræði, sem dreifð-
ar byggðir eiga skv. eðli máls ekki völ
á í sama mæli. Þeim mun gleðilegra
var sjá haustrjóðar sveitirnar norðan
heiða baða sig í sólinni, heimsækja
bændur og listamenn og Háskól-
ann á Akureyri og kynnast gróskunni
í starfinu þar. Þar heyrði ég Gissur
Ó. Erlingsson dósent í Linköping í
Svíþjóð flytja skínandi góðan fyrir-
lestur um spillingu í Svíþjóð og á
Íslandi. Við heimsóttum bændur
í Fnjóskadal í Dalsmynni, það er
frekar fáfarinn dalur úr alfaraleið, en
fagur með afbrigðum. Við heimsótt-
um einnig Aðalheiði Eysteinsdóttur
myndlistarmann í Freyjulundi
skammt frá Akureyri, en hún vinnur
að tilkomumiklum tréverkum sínum
ýmist þar eða á Siglufirði. Við hittum
einnig æðarbændur á Akureyri, þau
sækja dúninn í Skagafjörð, og hlýdd-
um á Kristin Sigmundsson óperu-
söngvara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur
sellóleikara, Jónas Ingimundarson
píanóleikara og Kristján Hreinsson
skáld og heimspeking leika listir sín-
ar fyrir fullu húsi í Bergi á Dalvík,
einu þokkafyllsta menningarhúsi
landsins. Við hittum lögregluna á
Blönduósi á leiðinni heim. n
„Hann vildi virkja
fossa líkt og Einar
Benediktsson skáld, sem
hefði orðið 150 ára síðar í
haust.
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
Leiðari