Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 31
Helgarblað 3.–6. október 2014 Fólk Viðtal 31
legustu hluti og fá kannski einhvern
bardaga í kjölfarið. Það er ýmis
legt sem gerist vegna þess að það
er bara ákveðin nefnd sem stjórn
ar því hverjir berjast. Síðan eru bar
dagar einnig settir saman eftir því
hvað áhorfendur vilja sjá. Þrátt fyrir
það má þetta aldrei verða þannig að
annar sé alveg þvílíkt góður en hinn
nýbyrjaður. Þegar þú ert hins vegar
kominn í UFC, ég tala nú ekki um í
topp tuttugu, þá eru þetta allt gæjar
sem geta farið á móti hver öðrum.“
Vill berjast við þá bestu
Gunnar er enn að klífa stigann,
hægt en örugglega, og er sem stend
ur í tólfta sæti í sínum þyngdar
flokki. Er stefnan sett á toppinn? „Ég
held bara áfram á þessari braut og
held áfram að keppa við þessa topp
gaura. Það kemur náttúrlega að því
að maður berst um titilinn. Eftir það
held ég áfram að berjast og berjast
þangað til ég hætti og fer að gera
eitthvað annað, til dæmis að kenna.“
En er það þá markmiðið? Að
verða bestur, hampa titlinum og
fá beltið eftirsótta? „Já, það er að
sjálfsögðu markmiðið þó að ég
hugsi það ekki beint þannig. Ég er
ekki beint að eltast við beltið sem
slíkt. Það sem mig langar að gera
er að keppa við alla þá bestu,“ seg
ir Gunnar og bætir því við að hann
vilji einnig vera nógu lengi í keppn
inni til þess að fá tækifæri til þess að
berjast við næstu kynslóð bardaga
manna.
Finnur fyrir frægðinni
Íþróttin, MMA eða blandað
ar bardagaíþróttir, verður að
teljast jaðaríþrótt. Fyrir fá
einum árum vissu fáir Ís
lendingar af tilvist íþróttar
innar og iðkendur hér á landi
eru ekki margir, þó að þeim
fari ört fjölgandi samhliða vel
gengni Gunnars. Þá er íþróttin
hvorki viðurkennd af Alþjóða
ólympíunefndinni né Íþrótta
og ólympíusambandi Íslands.
Gunnar verður þannig að lík
indum ekki tilnefndur sem
íþróttamaður ársins þrátt fyrir
gríðarlega, alþjóðlega vel
gengni. En hvernig ætli það
sé að koma úr jaðar íþrótt
og vera allt í einu orðinn
einn dáðasti íþróttamaður
þjóðarinnar? „Íslendingar
eru jaðaríþróttafólk,“ svar
ar Gunnar. „Við keppum í
mótor sporti og eigum sterk
ustu menn heims. Það er
svolítill adrenalínssportsfí
língur hérna heima. Nú er
þjóðaríþróttin okkar glíma.
Þó svo að glíma sé ekkert
vinsælasta íþróttin hér á
landi þá held ég að það sé
svolítið ríkt í Íslendingum
að hafa gaman af því þegar
menn takast á alveg út í ystu
æsar, maður á mann.“
Gunnar segist jafnframt
finna fyrir því að hann sé
orðinn þekkt andlit
hér á landi. „Ég finn
náttúrlega alveg fyr
ir því. Stemningin
hérna heima er samt
voða þægileg. Fólk
er ekkert ægilega
frekt á athygli manns
eins og maður getur
ímyndað sér að eigi
við um þekkt fólk
víða annars staðar.
Svo er þetta kannski
öðruvísi með kvik
myndastjörnur því
fólki finnst það búið
að tengjast þeim til
finningaböndum eft
ir að vera búið að
horfa á einhverja
mynd með þeim.
Þetta er öðruvísi með
íþróttafólk. Þetta er
svo lítið samfélag
að það hafa örugg
lega flestallir séð mig
nokkrum sinnum og
vita kannski að þeir
eiga eftir að sjá mig
aftur bara á næstu
vikum. Það er engin
ægileg dýrkun,“ segir
Gunnar og bætir því
við að dæmið horfi
öðruvísi við honum í
útlöndum. „Mér finnst
þetta svolítið öðruvísi þegar maður
hittir aðdáendur erlendis. Fólk
verður aðeins spenntara yfir því að
hitta mann.“
Stórhættuleg fyrirmynd
Með aukinni umfjöllun fjölmiðla á
íþróttinni og vaxandi vinsældum
Gunnars vaknar í sífellu upp um
ræða um hvort Gunnar sé í raun
góð fyrirmynd. Samtökin Barna
heill lýstu til að mynda fyrr á þessu
ári yfir miklum áhyggjum af óæski
legum áhrifum sem Gunnar gæti
haft á æsku landsins og þá hefur
verið skrifaður fjöldi blaðagreina
um stórhættulegu fyrirmyndina
Gunnar Nelson. Ég spyr Gunnar
hvað honum finnist um þessa um
ræðu. „Ég geri mér grein fyrir því
að sportið er mjög harkalegt og
alls ekki fyrir alla. En það á við um
alla hluti í lífinu, þeir eru ekki fyrir
alla. Mér finnst hins vegar leiðinlegt
þegar fólk safnast saman einungis
til þess að vera á móti einhverju.
Þetta er flott íþrótt og umgjörðin í
kringum hana er mjög fagmannleg.
Auðvitað eiga sér stað slys og meiðsl
en tíðnin er ekki hærri en í öðrum
íþróttum. Ef við tökum hestaíþróttir
sem dæmi þá eru þær á blaði mik
ið hættulegri. Þó svo að tilgangur
þessarar íþróttar virðist vera mikið
harkalegri, því við erum að reyna
að kýla hvor annan og ná hvor öðr
um í lás, þá lít ég fyrst og fremst á
þetta sem sjálfsvarnaríþrótt. Ef ein
hver fer út í þetta með það fyrir aug
um að meiða fólk þá er sá hinn sami
einfaldlega á rangri leið – og þú get
ur verið á rangri leið hvort sem þú
ert í þessari íþrótt eða einhverri
annarri. Ég held að fólk þurfi líka
að jafna sig aðeins á þessu. Þetta er
eitthvað nýtt og til að byrja með er
fólk mjög næmt fyrir þessu og finnst
óþægilegt að horfa. Þetta lítur líka
verr út fyrir óreynt auga.“
Gunnar segir sjálfur að hann
muni ekki leyfa syni sínum að horfa
á bardaga fyrr en hann hefur náð
ákveðnum aldri og þroska til þess að
skilja hvað þetta er. „Mér finnst það
vera á ábyrgð foreldranna að stýra
því hvort þeir vilji að börnin sín
horfi á þetta eða ekki. Hvað varðar
mig sem fyrirmynd þá verður hver
og einn bara að gera það
upp við sjálfan sig hvað
honum finnist um mig
og það sem ég stend
fyrir.“
Erfiðara að hlaupa
maraþon
Eins og Gunnar sagði
sjálfur þá er íþróttin
vissulega harkaleg, eða
virðist að minnsta kosti
vera það fyrir óreynt
auga. Meiðir hann sig
þá aldrei? Er ekki vont
að fá högg í andlitið?
„Jú jú, það er alveg
óþægilegt. Það er vont
að fá högg og það get
ur verið vont að lenda
í ákveðnum stöðum,
en það er bara partur
af þessu. En ég meiði
mig ekki dagsdaglega
á æfingum. Við erum
ekki mikið að sparka
og kýla hvor annan
fast í andlitið á æf
ingum. Maður sparar
það fyrir bardagann.
Þá taka menn á því. Í
bardaganum sjálfum finnur maður
ekkert svakalega mikið til. Þú ert
náttúrlega alveg á fullu. Þú gerir þér
grein fyrir höggunum og þú getur al
veg meitt þig ef þú færð þungt högg
í magann og missir kannski andann
í smá stund, en þetta er bara eitt
hvað sem þú dílar við. En ég er nú
yfirleitt bara í góðu standi eftir bar
dagana. Maður er kannski aðeins
marinn hér og þar en maður er ekk
ert eftir sig í margar vikur. Þetta er
bara eins og eftir harða æfingu. Ég
er iðulega þreyttari eftir mjög harð
ar æfingar en eftir bardagana. Ég
hugsa að þú sért til dæmis töluvert
þreyttari eftir að hlaupa maraþon
en eftir bardaga.“
Kolvitlausir Írar
Þeir sem fylgst hafa með bardögum
Gunnars í sjónvarpi hafa eflaust
tekið eftir því hversu stór og flott
umgjörð er um hvern bardaga.
UFC hefur til að mynda um langa
hríð verið eitt vinsælasta „payper
view“efni Bandaríkjanna og kepp
endur fara reglulega í lyfjapróf.
„Ég fer í lyfjapróf bæði fyrir og eft
ir bardaga. Það er bara til þess að
þú sért ekki að taka einhver lyf áður
en þú ferð inn í bardagann, lyf sem
gefa þér meiri orku sem dæmi. Ef
menn eru að skera mikla þyngd
þá kannski taka þeir einhver lyf til
þess að hjálpa þeim að verða ekki
of þreyttir. Ég veit ekki hvað er mik
ið um þetta en ég vil allavega að það
sé lyfjaprófað eins mikið og
vel og hægt er,“ segir Gunnar.
„Umgjörðin í heild er
hrikalega flott og það eru til
dæmis gerð þvílíkt flott mynd
bönd fyrir hvern bardaga þar
sem er iðulega komið og fylgst
með mönnum á æfingum og
tekin viðtöl. Þetta er orðið eitt
flottasta „show“ í heiminum.
Ég held að það sé ekki spurn
ing,“ segir Gunnar og nefnir
upplifun sína af bardaganum á
Írlandi máli sínu til stuðnings.
„Þar voru ekki nema níu þús
und manns í salnum, sem er
mjög lítið fyrir svona keppni,
en Írarnir eru náttúrlega kolvit
lausir. Þetta var bara eins og að
vera á Anfield. Lætin voru svo
mikil að það var eins og það
væru hundrað þúsund manns í
salnum. Það voru allir gargandi
og með bjór á lofti allan tímann.
Í hvert skipti sem eitthvað gerð
ist fór bara gusan yfir alla – og
það þarf eitthvað mikið til þess
að Írar skvetti bjór. Þetta sló
held ég öll met þarna á Írlandi,“
rifjar Gunnar upp.
Þrátt fyrir lætin nær Gunnar
alltaf að halda rónni, enda er for
dæmislaus yfirvegun eitt helsta
einkennismerki Gunnars. „Það
hafa allir sitt hlutverk í íþróttinni
og mitt hlutverk er náttúrlega
bara að fara þarna inn, gera mitt
besta og vinna þessa bardaga.
Tilfinningar mínar beinast allar
að því á þeirri stundu. Að sjálf
sögðu er mjög gaman að heyra í
áhorfendum og ég fann alveg fyr
ir því á Írlandi. Það fór ekkert á
milli mála. En ég verð náttúrlega að
halda fókus.“
Skytterí og mótorhjól
Viðtalið tekur nú nýja stefnu og við
færum okkur út úr búrinu. Hvað
gerir Gunnar til gamans þegar hann
er ekki á æfingu eða í bardaga? „Ég
á náttúrlega fjölskyldu, kærustu
og lítinn strák, og er eðlilega mik
ið með þeim,“ svarar Gunnar. „Síð
an finnst mér gaman að gera bara
einfalda hluti eins og að vera með
vinum mínum. Við erum stór vina
hópur og erum núna til dæmis að
byrja að æfa okkur að skjóta, fyrir
rjúpuna. Við gerum allan fjandann
saman og erum til dæmis nokkrir
svolítið mikið á mótorhjólum. Ég
er tiltölulega nýbyrjaður í þessu
en finnst þetta hrikalega gaman og
geri þokkalega mikið af þessu. Mér
finnst líka gaman að spinna það að
eins inn í æfingarnar. Þetta er allt
öðruvísi. Það tekur alveg hrikalega
á að fara í mótorkrossbraut og djöfl
ast nokkra hringi. Þá er maður bara
alveg búinn. Þannig að þetta er bara
allt allt öðruvísi og hjálpar manni
bara ef eitthvað er.“
En er hann þá ekkert hræddur
um að detta á hjólinu, slasa sig og
stofna þar með íþróttaferlinum í
hættu? „Auðvitað væri það leiðin
legt. En ég hef bara alltaf verið
þannig að ég get ekkert verið í ein
hverri skel. Ég verð að fá að gera það
sem mér finnst spennandi. Maður
þarf aðeins að fá að leika sér, það
er bara algjörlega nauðsynlegt fyrir
mig.“
Föðurhlutverkið æðislegt
Gunnar eignaðist, ásamt kærustu
sinni, Auði Ómarsdóttur, son í maí
síðastliðnum. Sonurinn, Stígur Týr,
dafnar vel og kann Gunnar einnig
vel að meta föðurhlutverkið. „Það
sögðu margir við okkur áður en við
áttum strákinn að það myndi allt
breytast við að verða foreldri. Lífið
myndi gjörbreytast og maður yrði til
dæmis alltaf þreyttur. En mér finnst
þetta ekki alveg vera þannig. Þetta
er svona einn af þessum hlutum
sem þú veist ekki af en þegar hann
bætist við líf þitt þá gefur hann þér
alveg hrikalega mikið.“ Það get
ur verið erfitt að lýsa breytingunni
sem á sér stað við að eiga barn en
Gunnar lýsir því ágætlega með eftir
farandi orðum: „Ef ég er til dæmis
á æfingu og hugurinn fer eitthvert
annað í smá stund, þá fer hann
oftast á þennan stað,“ segir hann.
„Mér finnst þetta svo spennandi.
Ég hugsa allavega mikið meira um
það jákvæða og skemmtilega við
„Þetta
var
bara eins
og að vera
á Anfield
Enn ósigraður Úr
bardaga Gunnars við
Zak Cummings í júlí
síðastliðnum. Mynd MJÖLnIR
Í horninu
Haraldur
Nelson og
Jón Viðar
Arnþórsson
eru ætíð
í horni
Gunnars í
bardaga.
Mynd MJÖLnIR