Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 34
34 Fólk Viðtal Helgarblað 3.–6. október 2014 É g veit ekki hvort þetta sé þörf fyr- ir að sortera hlutina í hausnum á mér eða hvað en mér finnst og hefur alltaf þótt gaman að lesa og viða að mér fróðleik um hitt og þetta, og koma honum áleiðis til annarra. Þessi áhugi liggur voðalega djúpt hjá mér,“ segir rithöfundurinn Illugi Jökulsson sem gaf út sex bækur um knattspyrnu í vor, var að klára tvær fróðleiksbækur, annars vegar um helstu illmenni sögunnar og hins vegar Adolf Hitler, auk þess sem hann er að ganga frá framhaldi af sjóslysa- sögunni Háska í hafi í prentun.  Uggandi yfir æskunni „Sú bók fjallar um fyrstu ár tuttugustu aldarinnar. Þetta er merkileg saga þótt hún sé hálf hrollvekjandi á stundum. Þarna voru menn að róa út í hvaða veður sem er, ósyndir og jafnvel á opn- um smábátum. Sumar sögurnar eru skelfilega sorglegar en aðrar lýsa jafn- vel miklum hetjuskap,“ segir Illugi og tekur sem dæmi sögu af farþegaskip- inu Kong Trygve sem fórst í hafís úti af Langanesi 1907. „Dramatíkin er mikil þegar skipbrotsmenn reyna að koma sér í land. Ég rek ítarlega afdrif tveggja íslenskra skipbrotsmanna og gat reyndar ekki stillt mig um að segja einnig frá ævi annars þeirra fyrir slysið. Sá fæddist í sárri fátækt og fékk að sumu leyti mjög grimmilegt uppeldi en komst á sjóinn og ferðaðist um heim- inn. Þessi frásögn er því vonandi einnig þjóðfélagslýsing,“ segir Illugi og það er greinilegt að hann hefur brennandi áhuga á skrifum um sjómennskuna. „Mér finnst bæði nauðsynlegt og þakk- látt verk að reyna að sjá til þess að þrátt fyrir ys og þys nútímans gleymist þess- ar sögur ekki; sögur af fortíð okkar. Það voru afar okkar og langafar sem voru um borð í þessum smábátum þar sem þeir velktust í hafrótinu og í sumum til- fellum líka ömmur okkar og langömm- ur. Þau glímdu við ofurefli þar sem náttúran var og að mínu mati ættum við öll að þekkja þessa sögu. Ég hef að minnsta kosti voðalega gaman af því að vinna að þessu, svona skrif eru náttúr- lega mínar ær og kýr.“ Hann viðurkennir að hafa nokkrar áhyggjur af áhugaleysi æskunnar á fræðilegum og menningarlegum málefnum. „Þegar fólk verður eldra er plagsiður að fyllast áhyggjum af æskulýðnum. Alla jafna hef ég reynd- ar engar slíkar áhyggjur en ég verð að viðurkenna að ég er örlítið uggandi um það hvort þekking á fortíð okkar sé að týnast. Ég vona að áhugi á for- tíðinni muni ekki minnka að ráði því hvert svo sem við ætlum í framtíðinni þurfum við að vita hvaðan við kom- um. Annars vitum við ekkert í hvaða átt við ætlum að fara.“ Langar á sjóinn Þrátt fyrir að hafa helgað sig skrifum segist hann vel geta hugsað sér að fara til sjós. „Ég hef margoft farið fram á það við þá fáu kunningja mína sem eru eitthvað til sjós að þeir útvegi mér pláss. Ég var messagutti og viðvan- ingur á varðskipi þegar ég var tán- ingur og þótti ofboðslega gaman. Ég varð alltaf sjóveikur fyrsta daginn, og leið ömurlega, en þegar sjóveikin var frá fannst mér ég vera eins og fiskur í vatni, þótt það sé kannski kjánalegt að taka þannig til orða. Þegar ég sé skip í sjónvarpinu velkjast um í miklum stór- sjó ræð ég varla við mig. Mér fannst gaman í vondum veðrum. Ég var nátt- úrlega á traustu og öruggu varðskipi svo það var aldrei nein hætta á ferð- um og ég gat, ólíkt sjómönnum á litl- um fiskibátum, bara skemmt mér við að verða vitni að þeim ógurlegu ham- förum sem miklir stórsjóir geta verið,“ segir hann en bætir svo við: „Ef til vill hafa þeir menn sem sækja sitt lífs- viðurværi í hafið ekki góðan húmor fyrir því að einhver strákur úr Reykja- vík segist hafa gaman af því að lenda í tólf vindstigum einhvers staðar úti á Halamiðum. En fyrir mér var þetta lífs- reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af, og já, oft gaman.“ Þrátt fyrir áhugann hefur honum ekki ennþá tekist að tryggja sér pláss. „Ætli ég þyki ekki orðinn of gamall og til einskis nýtur, ég veit ekki að hvaða gagni ég myndi koma og stórefast um að það yrði mikið. En ég skil alveg menn sem maður las um, einkum hér áður, sem þráðu alltaf að koma á sjó og fannst þeir ekki hálfir menn nema þeir væri að stíga ölduna og horfa á vagg- andi sjóndeildarhringinn. Ég skil það mjög vel. Og hér nota ég tækifærið og auglýsi eina ferðina enn eftir plássi. Ég skal lofa að reyna að koma að gagni.“ Lítið um sjómannasögur Hann segir sjóslysasöguna, sem hann er nú að leggja síðustu hönd á, fjalla um atburði sem koma okkur öllum við. „Þótt ég sé að skrifa um 100 ára gömul mál þá er ég að skrifa um það þjóðfélag sem íslenskt nútímasamfélag byggist á. Allir Íslendingar eiga forfeður og fáein- ar formæður sem voru að velkjast um í þessum hamförum. Sjómennskan og sjávarútvegurinn voru það sem komu fótunum undir nútímasamfélag okkar á 20. öld og þar þurftu margir að fórna lífi sínu. Mér finnst því skylda okkar að þekkja til þessara frásagna. Við höfum eflaust öll komið til útlanda þar sem eru minnismerki, oft í kirkjum, um það fólk úr nágrenninu sem lét lífið í fyrri heimsstyrjöldinni eða þeirri seinni, og nafnaþulurnar eiga að minna íbúana á að það var raunverulegt fólk sem fórnaði lífinu í þessum styrjöldum. Svo aðrir mættu lifa og dafna. Nafna- þulurnar í mínum Háska-bókum eiga að gegna sama hlutverki, enda var sjórinn okkar heimsstyrjöld.  Mér finnst reyndar merkilegt hvað íslenskir rithöfundar hafa hirt lítið um sjómannasögur. Framan af skrif- uðu þeir bara um bændafólk og fóru svo að fást við sollinn í höfuðborginni en sjórinn varð alveg útundan. Hall- dór Laxness fór til dæmis aldrei út frá ströndum í sínum bókum. Salka Valka og Heimsljós gerast vissulega í sjávar- plássum og Salka Valka á að heita for- maður á báti en höfundurinn fylgir henni aldrei til sjós. Kannski hefur Halldór verið illa sjóveikur og ekki treyst sér út á smábátum, eða verið illa við að blotna. Allavega hafa rithöfund- ar furðu lítið sinnt sjómennsku þessa tíma og reyndar sjómennsku yfirleitt. Þetta efni var látið nærri alfarið í hend- ur þeim sem skrifa þjóðlegan fróðleik. Að vísu hefur Jón Kalman fjallað tölu- vert um þetta upp á síðkastið, svo ég geti þess nú sem vel er gert.“ Hlédrægt barn Illugi fæddist árið 1960. Hann er sonur Jökuls Jakobssonar, leikrita- skálds og útvarpsmanns, og Jóhönnu Kristjónsdóttur, rithöfundar, blaða- manns og ferðamálafrömuðar. Hann segist hafa verið hlédrægt barn. „Þjóð- sagan í fjölskyldunni er sú að ég hafi alltaf verið inni í herbergi að lesa og það var nokkuð til í því lengi framan af. En við Elísabet systir mín brölluðum þó margt. Við vorum óaðskiljanleg í mörg ár. Og svo var ég náttúrlega í sveit öll sumur og fannst það frábært. Ég átti hins vegar ekki neina vini fyrr en á tán- ingsaldri og las vissulega býsnin öll á þessum tíma. Mannkynssaga heillaði mig strax, ekki síst miklir hershöfð- ingjar sem háðu stórar orrustur. Síð- ar, þegar ég komst til vits og ára, varð áhugasviðið fjölbreyttara og að lokum fór ég meira að segja að hafa gaman af íslenskum sögulegum fróðleik, þótt ekki hafi ég litið slíkt hýru auga fram- an af.“ Illugi hefur skrifað fjölda bóka, ekki síst fræðibækur fyrir almenning um allt milli himins og jarðar. Hann hef- ur líka gefið út nokkrar barnabækur og tvær skáldsögur, þó orðið sé langt síð- an þær komu út. Hann viðurkennir að eiga í fórum sínum drög að fleiri skáld- sögum. „Það vill reyndar svo til að ég var að róta í gömlum tölvuskjölum ný- lega og fann þar sitt af hverju sem ég var meira og minna búinn að gleyma. Ýmsar sögur sem aldrei varð af að ég héldi áfram með. Kannski skorti mig tíma eða einbeitingu eða hreinlega hæfileika. En sumt af þessu virðist al- veg sæmilegt. Kannski skoða ég þetta betur seinna. En annars er ég mjög Síðasta minningin um pabba notaleg Illugi Jökulsson var aðeins sex ára þegar fyrsta smásagan hans var birt á prenti. Hann segir skrifin í ættinni en segist gjörsamlega komplexalaus í garð foreldra sinna. Blaðamaður DV spjallaði við Ill- uga um fræðiáhugann, fjölskylduna, alkóhólismann sem splundraði fjölskyldunni og heilsubrestinn sem fékk hann til að taka upp nýjan lífsstíl. „Ég átti hins vegar ekki neina vini fyrr en á táningsaldri og las vissulega býsnin öll á þessum tíma. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.