Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Qupperneq 42
Helgarblað 3.–6. október 201442 Lífsstíll H ann var ofboðslega ljúft barn, laglegur drengur og mikill mömmustrákur. Ætli við höfum ekki verið svo- lítið lík að mörgu leyti,“ segir Þórunn Brandsdóttir, móðir Lofts Gunnarssonar sem hefði orðið 35 ára þann 11. september hefði hann lifað. Loftur átti við áfengisvandamál að stríða og eyddi síðustu árunum á götunni í miðborg Reykjavíkur. Mamma hans, ásamt Ellen Ágústu Björnsdóttur, Ölmu Rut Lindudóttur, Hrafnhildi Jóhannesdóttur og Tinnu Óðinsdóttur, stofnuðu minningar- sjóð í nafni Lofts í von um að bæta aðbúnað útigangsfólks. Hræðilegt ástand „Ég gerði mér enga grein fyrir hvern- ig ástandið var. Eftir að hann dó fékk ég að skoða gistiskýlið og mér blöskr- aði útbúnaðurinn. Ég var margar vik- ur að jafna mig. Rúmin voru ónýt og rúmfötin svipuð. Ástandið var ein- faldlega hræðilegt. Auðvitað var þetta persónulegt fyrir mig en að mínu mati eru mannréttindi þessa fólks ekki virt,“ segir Þórunn en bætir við að sjóðurinn hafi nú þegar áorkað miklu til að bæta aðstöðuna. Heim um jól Loftur var næstyngsta barn Þórunnar. Hún viðurkennir að það hafi reynst henni gífurlega erfitt að horfa á eftir syninum, veikjast meira og meira af alkóhólismanum. „Auðvitað sættir maður sig aldrei við svona lagað en hann kom þó alltaf heim um jól, páska og á afmælinu sínu. Hann vissi að hann gæti alltaf komið heim, allavega þegar hann var í sæmilegu ástandi. En svo hvarf hann í langan tíma á milli. Þetta var bara drykkjan, samt hafði hann farið í margar meðferðir.“ Skilur útigangsfólk Hún segir viðhorf samfélagsins gagn- vart útigangsfólki litað fordómum. „Fólk þarf að skilja að þetta er ekki aumingjaskapur heldur sjúkdóm- ur sem heilbrigðiskerfið þarf að tak- ast á við. Það þarf að sinna þessu fólki svo miklu betur. Viðhorfið hefur þó breyst mikið og fólk er orðið meðvit- aðra, en það mætti batna enn meira. Allt þetta fólk á fjölskyldu, kannski fyrrverandi maka, börn og foreldra. Það eru alltaf fleiri þarna á bak við en einstaklingarnir sjálfir,“ segir Þórunn sem er í góðu sambandi við marga af þeim einstaklingum sem búa á göt- unni. „Mér þykir alveg rosalega vænt um þetta fólk. Ég skil það svo vel ein- hvern veginn. Ég held að við eigum að mæta þessu fólki eins og það er statt, allavega til að byrja með.“ Ekkert feimnismál Hún segist aldrei hafa skammast sín fyrir það þá staðreynd að eiga barn á götunni. „Þetta var aldrei neitt feimnis mál hjá mér. Ég og við í fjöl- skyldunni erum bara þannig gerð. En vissulega fann maður fordóma. Margir taka stóran sveig þegar þeir mæta þessu fólki úti á götu svo þeir þurfi ekki að eiga við það samskipti. Þetta starfar af fordómum vegna hræðslu og fáfræði.“ Góðgerðarpítsa Domino's Minningarsjóðurinn hefur staðið fyr- ir sölu á endurgerðum hermanna- jakka Lofts á Karolina Fund sem geng- ið hefur vonum framar. Eins hefur sjóðurinn gefið út ljóðabókina Upp strauminn harða. „Nonni í Dead prentaði líka út boli fyrir okkur og svo hafa þeir hjálpað okkur óhemjumikið strákarnir á X-inu, Máni og Frosti. Það hefur verið ómetanlegt,“ segir Þórunn og bætir við að nú hafi Domino's bæst í hópinn. „Domino's ætlar að styrkja okkur með góðgerðarpítsum frá 6. október til þess 10. Hrefna Rósa Sætr- an bjó til uppskriftina og öll upphæðin fer í sjóðinn. Þetta er álegg sem hefur aldrei áður verið saman á pítsu,“ segir hún en á góðgerðarpítsunni er svína- kjöt, cheddar-ostur, rauðlaukur, lauk- ur, beikonkurl og „BBQ-toppings“. Ótímabær dauði Hún segir viðbrögðin við minningar- sjóðnum hafa komið henni á óvart. „En aðallega hefur komið mér á óvart hversu mikið af góðum vinum Loft- ur átti. Hann var svo ljúfur en ég gerði mér ekki grein fyrir hversu vinmargur hann hafði verið.“ Loftur hefur orðið að einhvers konar táknmynd útigangsmanna og mamma hans er staðráðin í að láta andlát hans skipta máli. „Hann var bara 32 ára. Það er svo mikil sóun á lífi. Dauði hans var algjörlega ótímabær. Það er svo sorglegt að fólk sé ennþá að deyja þarna úti. Hvert einasta manns- líf sem bjargast skiptir máli og þegar margir vinna saman er hægt að gera stærri hluti.“ n „Hann var svo ljúfur“ Þórunn Brandsdóttir, móðir Lofts Gunnarssonar, beitir sér fyrir betri aðbúnaði útigangsfólks Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Margir taka stór- an sveig þegar þeir mæta þessu fólki úti á götu svo þeir þurfi ekki að eiga við það samskipti. Loftur Þórunn segir Loft hafa verið ljúfan dreng og mikinn mömmustrák. Mæðgin Loftur og Þórunn á góðri stundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.