Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Qupperneq 44
Helgarblað 3.–6. október 201444 Lífsstíll
Hvernig á að forðast kvef
Handþvottur, svefn og vatnsdrykkja eru lykilatriði
Á
sama tíma og kólnar í veðri og
skammdegið færist hægt og
rólega yfir, þá fer fyrsta haust-
kvefið að gera vart við sig.
En það má segja að það sé hálfgerð
upphitun fyrir flensuna sem kemur
yfirleitt til landsins í lok ársins.
Það er fátt leiðinlegra en að fá
þrálátt kvef sem maður virðist aldrei
ætla að losna við, vera hás, með stífl-
að nef og sífellt hóstandi. Þess vegna
er best að fara í fyrirbyggjandi að-
gerðir, bæði til að koma í veg fyrir að
þú smitist af kvefi og þú smitir aðra.
Í fyrsta lagi er mikilvægt að þvo
hendur reglulega yfir daginn með
heitu vatni og sápu, eða nota hand-
spritt. Þá er einnig góð regla að
spritta hendur eftir að hafa snert
hurðarhúna, sameiginleg lyklaborð
og lyftutakka.
Forðastu að snerta augu, nef og
munn – það eru inngönguleiðir fyrir
veirur. Þegar farið er í verslunarferð-
ir er gott að þvo eða spritta hendur
eftir að hafa sýslað með körfur og
kerrur.
Notaðu bréfþurrkur til að hylja
vitin þegar þú hóstar eða hnerrar
og hreinsaðu hendur að því loknu.
Ef bréf er ekki til staðar er hægt að
hósta eða hnerra í olnbogabótina.
Ef þú ert veikur, vertu þá hitalaus
heima í að minnsta kosti sólarhring
áður en þú mætir aftur til vinnu.
Þannig kemur þú í veg fyrir að þú
smitir vinnufélaga þína. Reyndu
einnig að forðast að vera mikið inn-
an um aðra meðan á veikindunum
stendur.
Drekktu vatn, það hjálpar bæði
til við að ná heilsu og eykur mót-
stöðuafl gegn veikindum.
Svefn er líka mikilvægur. Of lítill
svefn hefur slæm áhrif á ónæm-
iskerfið og veldur því að þú veikist
frekar og ert lengur að ná bata. n
solrun@dv.is
Ekki hnerra á aðra Best
er að setja bréf fyrir vitin
þegar hnerrað eða hóstað er.
Fáðu þér
smjör í kaffið
Að setja mjólk eða sykur út í kaff-
ið, jafnvel bæði í einu, er eitthvað
sem gert hefur verið svo lengi
sem elstu menn muna. En að
setja smjör út í kaffið, er eitthvað
sem líklega færri hafa prófað. Það
mun vera það nýjasta sem kaffi-
barþjónarnir bjóða viðskiptavin-
um sínum upp á vestanhafs.
En af hverju ætti einhver að
vilja fá smjörklípu út í kaffið sitt?
Sá kaffibarþjónn sem átti frum-
kvæði að þessari hugmynd vill
meina að kaffið verði fyrir vikið
einstaklega rjómakennt og miklu
orkuríkara, en smjör er jú mjög
skylt rjóma, eins og flestir vita.
En það gengur þó ekki upp að
taka klípu af Smjörvanum í ís-
skápnum og skella út í Neskaffið.
Til þess að ná fram rjómakenndri
latteáferð á kaffið verður að not-
ast við gæðakaffibaunir og feitt og
gott alvöru smjör.
Stóll sem
knúsar
Japanskt fyrirtæki hefur hannað
stól sem knúsar þig þegar þú vilt.
Stóllinn er í laginu líkt og risastór
tuskudúkka, er með vingjarnlegt
andlit og hatt. En mikilvægast er
að dúkkan er með langar hendur
og getur faðmað þann sem situr
í stólnum og hentar vel einmana
fólki. Talsmaður UniCare, sem
selur stólinn, sagði hann fylla fólk
öryggistilfinningu og að allir geti
notað hann þótt hann sé hann-
aður fyrir eldra fólk. Fyrirtæk-
ið hefur líka framleitt sels-vél-
menni sem notað er í meðferð á
elliheimilum. Kostirnir við það
er lítið viðhald, það hefur ekki
hægðir og klórar ekki í húsgögnin.
Beikon er
best í ofni
Ef þú steikir beikon alltaf á
pönnu, þá ertu að matreiða það
á ranga vegu og nærð ekki því
besta úr hráefninu. Besta leiðin
til að steikja beikon er nefnilega
að gera það í ofni. Þannig getur
þú líka steikt mun meira í einu.
Best er að leggja beikonið á ál-
pappír eða bökunarpappír og
passa að það sé slétt. Gott er að
hita ofninn upp í 180 gráður áður
en beikoninu er stungið enn, en
steikingatíminn fer í raun eftir því
hvað þú vilt hafa það stökkt. Með
þessari aðferð sleppur þú líka
við fituslettur upp um alla veggi,
en eins og flestir vita er það ekki
mjög snyrtileg athöfn að steikja
beikon á pönnu.
Þegar beikonið er komið úr
ofninum er gott að þerra fituna
af með eldhúspappír til að það
haldist stökkt.
Fimm leiðir til
meiri afkasta
1 Ákvarðanataka er orkufrek Reyndu að virka
eins og vel smurð vél eða koma
þér á sjálfstýringu. Ekki eyða orku í
óþarfa ákvarðanir eða í að stand-
ast freistingar. Ef þú ert að vinna að
erfiðu verkefni þá skaltu frekar bara
fá þér súkkulaðistykkið fyrir fram-
an í stað þess að reyna að standast
freistinguna. Þannig spararðu orku
sem nýtist til úrlausnar á verkefninu.
2 Svefn nauðsynlegur Svefn er einnig nauðsyn-
legur til að ná árangri. Að vera
stöðugt svefnvana líkist því
að vera alltaf aðeins kennd-
ur af áfengi eða hálftimbr-
aður. Það er ekki vænlegt til
að ná árangri á neinu sviði. Að
vaka fram á nótt til að ljúka verk-
efnum er því aldrei góð
hugmynd, sérstaklega
ekki ef maður þarf
að vakna snemma
daginn eftir.
3 Gátlisti er klisja sem
virkar Það hljómar
eins og algjör klisja að gera gát-
lista, en það þykir sannað að þeir
virka. Skurðlæknirinn Atul
Gatwande rannsakaði
hve áhrifaríkir slík-
ir listar eru og birti
niðurstöðurnar
í bók sinni The
Checklist Mani-
festo: How to Get
Things Right. Þar
kemur fram að það
virðist minnka líkur á læknamistök-
um ef læknar og hjúkrunarfólk not-
ast við gátlista við umönnun sjúk-
linga.
4 Sigrastu á frestunar-áráttunni Frestunarárátta
er alltaf versti óvinurinn ef þú ætlar
þér að áorka einhverju. Þó að það
virki góð hugmynd einmitt þá
stundina að fresta ákveðnu
verkefni, þá er það aldrei
góð hugmynd þegar upp er
staðið. Mundu alltaf að illu
er best aflokið. Reyndu að
venja þig af frestunarárátt-
unni með einföldum leið-
um. Eins og til dæmis að láta
vin þinn hafa fimm þúsund
krónur með því skilyrði
að þú fáir peninginn
til baka ljúkir þú ver-
kefninu á tilteknum
tíma. Náir þú hins
vegar ekki að klára,
þá fær vinur þinn
að eiga peninginn.
Það ætti að fá þig til að
einblína á það að eitt að
ljúka verkefninu og ekki láta
neitt annað trufla þig.
5 Jákvæðnin er besta vopnið Svo er það klisjan
með jákvæðnina, hafir þú hana að
vopni séu þér allir vegir færir. Það
þykir sannað að hamingjusamt fólk
afkastar meiru og nær betri árangri.
Rithöfundurinn Shawn Achor lýsir
því á mjög áhugaverðan hátt í bók
sinni: The Happiness Advantage:
The Seven Principles of Positive
Psychology That Fuel Success and
Performance at Work, hvernig já-
kvæðir læknar virðast færari en aðr-
ir. Achor segir að samkvæmt niður-
stöðum rannsókna þá séu jákvæðir
læknar fljótari að greina sjúklinga
rétt en kollegar þeirra sem ekki eru
jafn hressir.
Jákvæðnin skiptir
einnig miklu máli í sölu-
mennsku, en jákvæðir
sölumenn ná mun betri
árangri en aðrir.
Svo virðist sem heil-
inn sé forritaður þannig
að hann afkastar meiru
þegar einstaklingurinn
er jákvæður en þegar hann
er neikvæður eða í hlutlausu
skapi.
Hver kannast ekki við að finnast hann aldrei koma
nógu miklu í verk og að hafa aldrei nægan tíma til
að klára verkefni. Hér eru fimm atriði sem gott er að
hafa bak við eyrað ef maður vill reyna að áorka eða
afkasta meiru.