Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Qupperneq 49
Helgarblað 3.–6. október 2014 Menning 49 Kynferðislegir taktar og sálartregi n Vann mikið úti í Berlín vitund er orðin miklu sterkari og þá þarftu að gera hluti eins að semja auglýsingatónlist eða spila á stór- um tónleikum. En svo er þitt val þá frekar að taka bara að þér það sem er skemmtilegt,“ segir Unnsteinn. „Við höfum verið með lög í aug- lýsingum áður, en núna þegar ég er að spila minna með Retro Stefson þá get ég eytt ákveðinni prósentu af sköpunartíma mínum í að gera aug- lýsingatónlist. Þetta er ekkert það ólíkt annarri tónlistarsköpun, nema í rauninni veistu strax hver hlust- andinn er, eða frekar áhorfandinn, því að lagið er yfirleitt ótrúlega lágt í lokamixinu. Þetta hefur verið mjög gaman, en mjög erfitt því að þú ert kominn með miklu fleiri í sköp- unarferlið sem að tala kannski ekk- ert endilega tónlistarmál. En það er líka bara gaman að reyna að skilja það fólk.“ Hann segir viðbrögð fólks við þessum söluvænlegu verkefnum vera mismunandi. „Í fyrra var ég í Jólagestum Bó og þá kom einhver hipster að mér og spurði: af hverju ertu að taka þátt í þessu? Ég geri þetta bara af því það er gaman. Það er vel borgað og það er gaman – bara „win-win situation“. Af því að ég lít öðruvísi út finnst mér ég hafa aðeins meira frelsi til að sjá út fyrir kassann, frekar en ef ég þyrfti alltaf að eltast við einhverja týpu. Þess vegna get ég verið klæddur í einhvern jogging- galla eða hvað sem er. Fólk veit svo mikið hver ég er að það er ekki að fara að dæma mig út frá því. Það er ákveðið frelsi við það að vera þekkt- ur. Eins að þú ferð í Leifsstöð og þú ert ekki ávarpaður á ensku. Ég lenti alltaf í því þangað til fyrir nokkrum árum.“ n Að skorta ekkert! Fjórar kvikmyndir um skort á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík Þ ær fjórar myndir sem hér eru gagnrýndar fjalla um ólík málefni en þó er hægt að tengja þær með því að skoða þær allar út frá efni og nafni síðastnefndu myndarinnar, Skortinum. Fölsun snilligáfunnar Í List og handíð (e. Art and Craft) fylgjumst við með Mark Landis, sem er klár falsari en einnig ein- feldingur sem á við ýmis geðræn vandamál að stríða. Hann hefur æft sig í listinni að afrita fræg málverk frá því hann var átta ára og þegar hann eyddi ári á geðsjúkrahúsi um 18 ára aldur fullkomnaði hann þá list. Landis langar ekkert í peninga, bara að gabba listasöfn. Vanda- málið er samt snúið því hann gef- ur listasöfnum ætíð myndir sínar. Hann hagnast ekkert á verknaðin- um, og er hann þá refsiverður? Við fylgjumst með daglegu lífi Landis sem borðar örbylgjupítsur og horfir á sjónvarpið meðan hann teiknar, og svo sjáum við heim listasafna, þar sem verið er að taka á móti verkum og burstum beitt til að fjarlægja hvert kusk. Það tengir lítið þessa tvo heima en samt ná verk Landis að sameina þá þegar hann fær sýningu á einu galleríinu. Þá hef- ur listin bitið í skottið á sér: Er eftirlík- ingin orðin jafnverðmæt uppruna- lega verkinu þar sem Landis kemur úr svo óvenjulegri átt? Myndin skil- ur fjölda spurninga en líka boðskap. Maður á að nota það sem maður hef- ur og fást ekki um það sem ekki er. Landis sagðist vera bestur í að herma eftir myndum og að maður eigi að gera það sem maður er bestur í. Það er varla hægt að þræta fyrir það. Að finna aðrar leiðir Gabor fjallar líka um að nýta sér aðstæður sínar. Gabor er kvik- myndatökumaður sem missti sjón- ina vegna gláku, en er ráðinn til að skjóta heimildamynd um blint fólk í Bólivíu. Gabor tekur að sér verkefnið og notar eitthvað annað en augun til að sjá með. Myndin er ljóðræn mynd um að láta skort ekki stjórna sér, því ekkert á að stöðva það sem mað- ur vill framkvæma. Það þarf bara stundum að finna aðrar leiðir. Alltumlykjandi dauði Í skothríð skal skjóta til baka! (e. When under fire, shoot back!) er heimildamynd um suðurafrískan ljósmyndarahóp sem gekk undir nafninu Bang Bang Club því með- limir lögðu allt í sölurnar til að ná sem bestum ljósmyndum í heim- ildaskyni. Aðskilnaðarstefna Suður- Afríku var að líða undir lok en góðar minningar baráttuandans eru litað- ar minningum um alltum lykjandi dauða. Einn ljósmyndaranna deyr af skotsári, annar bindur enda á sitt eigið líf. Einn þeirra stígur á jarð- sprengju og missir báða fætur en vinnur enn sem fréttaljósmyndari. Áhugavert sjónarhorn á merkilega tíma og þörf ábending um að gefast aldrei upp. Ansjósur og appollólakkrís Skorturinn (e. The Lack) er eina myndin af þeim sem er hér til um- fjöllunar sem gefur sig út fyrir að fjalla um það málefni. Hún er til- raunakennd og listræn og ítölsku leikstjórarnir nota íslenskt lands- lag sem umjörð utan um skort. Við fylgjumst með konum sem skort- ir ást, félagsskap eða jafnvægi en á tímabili leið mér eins og hinn raunverulegi skortur myndarinn- ar væri á söguþræði og persónu- sköpun. Þarna eru sjálfstæðar, fagrar konur sem upplifa skort á meðan í hinum myndunum er fólk sem býr við alvöru skort en hafa ákveðið að nota hann frem- ur en að láta hann verða sér til trafala. Skorturinn er vissulega draum- kennd mynd um einhverja tilfinn- ingu sem erfitt er að henda reiður á, en hún er svo hlaðin táknum að maður sér ekki handa sinna skil. Þetta er eins og blanda af Barney og Lynch. Tvær bragðtegundir, sem blandast illa. Ansjósur og appollólakkrís væri til dæmis ekkert svo gott snakk. n Einn Unnsteinn fer í nýjar áttir á sinni fyrstu sólóstuttskífu Mynd Sigtryggur Ari„ Í fyrra var ég í Jólagestum Bó og þá kom einhver hipster að mér og spurði: af hverju ertu að taka þátt í þessu? Skorturinn Kvikmyndina The Lack skortir fyrst og fremst söguþráð og persónusköpun. Bestur í að herma Heimildamyndin Arts and Craft um listaverkafalsarann Mark Landis skilur eftir sig fjölda spurninga en líka boðskap. gabor Ljóðræn mynd um blinda kvik- myndagerðarmanninn Gabor. Í skothríð Áhugaverð heimildamynd um Bang Bang Club, hóp suðurafrískra stríðsljósmyndara. RIFF List og Handíðir/Art and Craft Leikstjórn: Sam Cullman, Jennifer Graus- mann. Aðalhlutverk: Mark Landis, Gabor/Gabor Leikstjórn: Sebastian Alfie Aðalhlutverk: Sebastian Alfie Í skothríð skal skjóta til baka!/ When under fire, shoot back! Leikstjórn: Marc Wiese Skorturinn/the Lack Leikstjórn: Masbedo Handrit: Beatrice Bulgari, Mitra Divshali, Masbedo Aðalhlutverk: Lea Mornar, Giorgia Sinicorni, Xin Wang, Ginevra Bulgari, Cinzia Brugnola ragnheiður Eiríksdóttir ritstjorn@dv.is Kvikmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.