Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 56
Helgarblað 3.–6. október 2014 77. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Rangur maður í röngu stæði! „Aumingja- væðing kvenna“ n Ný regla í Söngvakeppni Sjón- varpsins sem kveður á að um að helmingur þeirra laga sem valin verða til að keppa í und- anúrslitum hafi minnst eina konu í höfundarteymi var á milli tanna margra tónlistarmanna á fimmtudag. Dr. Gunni sagði á Facebook-síðu sinni að þetta væri „Aumingjavæðing kvenna“. „En eins og ég segi þá finnst mér þetta frekar hallærislegt og hálf- gerð móðgun við konur. Kemst fólk ekki áfram á hæfileik- um sínum, en ekki vegna ein- hverra sérreglna? Varð Björk stærsta stjarna Íslands- sögunnar vegna þess að hún var kynjajöfnuð á toppinn? Uh, nei,“ skrifaði Dr. Gunni. Er með bíllyklana n Aðra vikuna í röð hafnar Ás- dís Rán ásökunum sem birtast á forsíðu Séð og heyrt á Facebook- síðu sinni. Fyrirsögn Séð og heyrt var á þá leið að bíllyklar Ásdísar hefðu verið teknir af henni, sem Ásdís segir vera rangt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi for- síðugrein er um, kannast ekkert við þetta og finnst mjög leitt að þeir séu að búa til svona óþarfa vesen,“ skrifar Ásdís. Fjölmargir „lækuðu“ þessa stöðuuppfær- slu og var þeirra á meðal Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi eig- inmaður Ásdísar og auglýsinga- stjóri Birtín- gs, sem gefur út Séð og heyrt. „Selfie“ með Páli Óskari n Einn af okkar ástsælustu tónlist- armönnum, Páll Óskar Hjálmtýs- son, hefur ekki farið varhluta af „selfie“-æðinu sem heltekið hefur landann og reyndar alla heims- byggðina. Hundruð Íslendinga eiga „selfie“ með Páli Óskari sem brá á það ráð að skella í gang leik þar sem hægt er að vinna miða á ballið hans í Smáranum í Kópavogi á laugar- daginn. Það eina sem þátttakendur urðu að gera var að senda inn „sel- fie“-mynd með Páli Óskari á Face- book-síðu FM957. Ekki stóð á svör- um og sendu yfir 100 manns mynd af sér með Páli Óskari sem er ef- laust vinsælasti „selfie“-tónlist- armaðurinn á Íslandi. Útgerðarmaður í stæði fyrir hreyfihamlaða „Það eru engin stæði laus fyrir þá sem eru ekki hreyfihamlaðir,“ segir Jakob Valgeir Flosason Þ að eru engin stæði laus fyrir þá sem eru ekki hreyfihamlaðir,“ segir Jakob Valgeir Flosason út- gerðarmaður í samtali við DV um bílastæðakjallarann í Höfðatorgi. Á meðfylgjandi mynd má sjá bif- reið Jakobs Valgeirs sem hann lagði í stæði fyrir hreyfihamlaða í umrædd- um kjallara. Jakob Valgeir segir of marga ökumenn hafa aðgang að bíla- kjallaranum, miðað við fjölda stæða sem verði til þess að hann, og fleiri, finni ekki önnur laus stæði en þau sem ætluð eru hreyfihömluðum. Um sé að ræða stæði sem, að Jakobs sögn, eru á ákveðnu svæði í kjallaranum og hreyfihamlaðir leggi ekki í. „Það er nóg af stæðum fyrir hreyfi- hamlaða, þetta er ekki það að ég geti ekki labbað, ég þurfti að velja mér eitthvað hreyfihamlað stæði sko. Ég myndi aldrei gera það fyrir utan Hag- kaup eða eitthvað,“ segir Jakob Valgeir enn fremur. Spurður hvort hann telji sig ekki eiga annarra kosta völ en að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða í bílakjall- aranum segist hann eiginlega vera að segja það. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti, þetta er örugglega í tuttugasta eða þrítugasta skiptið eða eitthvað sem ég legg akkúrat þarna,“ segir Jak- ob Valgeir. Í samtali við DV segir húsvörður í Höfðatorgi að hann kannist við það vandamál að ekki séu nógu mörg laus stæði í kjallaranum fyrir bílana. Hann verður undrandi, spurður um dæmi þess að fólk neyðist til þess að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þegar önn- ur stæði eru upptekin. „Ef að mað- urinn er ekki hreyfihamlaður, hvern- ig er þá hægt að neyða hann til þess að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða,“ spyr húsvörðurinn. n erlak@dv.is Á ská Jakob Valgeir lagði bifreið sinni á ská á stæði fyrir hreyfihamlaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.