Málfregnir - 01.10.1988, Page 2

Málfregnir - 01.10.1988, Page 2
Hugleiðingar um útvarpsmál í sumar var ég á ferð í Norður-Noregi og hitti þá meðal annars ung hjón sem þar búa. Konan er íslensk en maðurinn norskur. Hann var við íslenskunám i Háskóla íslands fyrir nokkrum árum og talar íslensku prýðisvel. íslenska er töluð á heimilinu og fjögurra ára sonur hjón- anna orðinn jafnfær á íslensku og norsku. Þegar fundum okkar bar saman var fjölskyldan nýkomin heim eftir sumar- leyfisdvöl á íslandi, og húsbóndinn hafði sögu að segja. Hann kvaðst hafa hugsað gott til þess að hlusta á útvarp meðan hann dveldist hér til að styrkja sig í mál- inu. Það hafði gefist honum vel - eins og mörgum öðrum útlendingum - meðan hann var hér við nám. En nú brá svo við, þegar hann kveikti á útvarpi, að þar heyrðist varla talað orð. Oftast var ekk- ert að hafa nema tónlist af einhverju tagi. Þetta var þó ríkisútvarpið, rás 1. Ég lofaði að koma þessari athugasemd á framfæri og geri það hér og nú. Þegar Norðmaðurinn fór að kvarta undan útvarpinu okkar bjóst ég við að hann hefði allt annað í huga, ekki mál- leysi þess, heldur málleysur sem við erum sífellt að hneykslast á. Þó að sleppt sé öllum smekkleysum, klaufaskap og álitamálum verður því ekki neitað að í útvarpi og sjónvarpi er allt of mikið um ambögur sem varla verða kallaðar neitt annað en málvillur. Ég nefni t.d. fram- burðinn evstur fyrir efstur og rangbeyg- ingu hundalgengra orða, svo sem fjórir, hundrað og mánuður. En það er til lítils að kveina og láta þar við sitja. Öllum getur orðið á, og allir eiga leiðréttingu orða sinna. Mér hefir dottið tvennt í hug sem mætti reyna til úrbóta. Þegar rangt er farið með staðreyndir í fréttum, maður er rangfeðraður eða ummæli ranghermd, þykir sjálfsögð kurteisi að leiðrétta slíkt í fréttatíma. Mistök geta alltaf orðið og ekki til- tökumál nema úr hófi keyri. Sá sem leið- réttir mistök sín vex af því. Hvers vegna ná þá ekki leiðréttingar til glappaskota sem málfarsráðunautur dæmir ótvíræðar málvillur? Eiga ekki hlustendur heimt- ingu á leiðréttingu, svo að ekki sé nú minnst á íslenskukennara sérstaklega? Ef starfsmaður í útvarpi eða sjónvarpi leiðréttir sjálfur slík mistök við fyrsta tækifæri verður hann maður að meiri, og ég er sannfærður um að slíkar leiðrétt- ingar vektu meiri athygli og hefðu meiri áhrif en margendurteknar ábendingar um sama atriði í þáttunum um daglegt mál o.s.frv. Auk þess myndi slík leið- réttingarskylda veita þvílíkt aðhald að fljótlega drægi úr verstu málglöpum. En auðvitað verður að gæta þess að ekki verði annað leiðrétt en afdráttarlausar og ótvíræðar villur. Ég minnist þess raunar að slíkt hafi komið fyrir, en því miður er þess miklu oftar þörf. Hitt atriðið, sem mér dettur í hug að gæti komið að gagni, er bundið við sjónvarp. Þar mætti bregða upp einni mynd á hverju kvöldi (eða sjaldnar), 20- 30 sek. í senn á besta sendingartíma, þar sem veitt yrði fræðsla um eitt málfarslegt atriði í einu, t.d. beygingu algengs orðs (svo sem fjórir, hundrað, mánuður) eða rétta meðferð á orðtaki sem oft er farið rangt með. Hvernig væri að sjónvarps- stöðvar hefðu samvinnu um þetta við íslenska málstöð? Gæti hugsast að dag- blöðin vildu vera með? - BJ 2

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.