Málfregnir - 01.10.1988, Síða 4

Málfregnir - 01.10.1988, Síða 4
einblína á málleg merki þessara áhrifa, heldur verða nefndirnar að gera sér grein fyrir þeim félagslegu aðstæðum þar sem frumkraftur þróunarinnar verður til. Málnefndirnar verða að átta sig á aðstæðunum í heild og taka tillit til allra strauma. Án skilnings á þessum aðstæðum verður vonlaus baráttan gegn þeirri ógn enskra og amerískra áhrifa sem nú vofir yfir, ekki bara þjóðar- krílum eins og íslendingum og Færeying- um, heldur líka stærri smáþjóðum eins 3g frændum okkar annars staðar á Norðurlöndum. Málstefna sérhvers samfélags hlýtur að eiga rætur í almannavilja, og engin málpólitísk aðgerð hefur minnstu von um að takast nema hún sé raunhæf og gangi ekki þvert á straum sögunnar. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að mál- nefndirnar eigi að láta „reka á reiðanum" eins og sagt er um málfarsleg efni, öðru nær. Norrænu nefndirnar eiga að vera eins virkar og þær geta, og sérlega finnst mér að Islensk málnefnd eigi að gangast fyrir mikilli íhaldssemi. En málpólitík er eins og hver önnur pólitík „list hins mögulega". Við verðum þess vegna að átta okkur eins vel og við getum á aðstæðunum og raunveruleikanum. En hver er þessi raunveruleiki hér á landi? Fjölmiðlarnir Svokölluð fjölmiðlabylting hefur átt sér stað. Einokun ríkisins á útvarpi og sjón- varpi hefur verið afnumin. Þar sem áður var ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás eru nú a.m.k. 6 útvarpsrásir og tvær sjónvarpsstöðvar. Flestar útvarpsstöðvarnar, og þær vinsælustu, hafa að miklu leyti erlenda popptónlist á dagskrá sinni þannig að mestur hluti efnisins er á ensku enda þótt íslensk popptónlist (á íslensku) sé allfyrirferðarmikil. Talað orð mun vera á íslensku að mestu leyti, en heyrst hefur af talmálsþáttum á ensku, og mun slíkt teljast löglegt að þeim lögum sem tóku gildi 1. janúar 1986. Mikilvægustu fjölmiðlarnir eru án efa sjónvarpsstöðvarnar tvær, ríkissjón- varpið og Stöð tvö. (Ég hef ekki heim- ildir um gervihnattasjónvarp, sem ekki telst vera löglegt enn sem komið er.) Meiri partur efnis sjónvarpsstöðvanna er á erlendum málum. Ég hef því miður ekki tölur um skiptingu milli ólíkra tungumála, en megnið af því eru enskir og bandarískir þættir og kvikmyndir, einkum á Stöð tvö. Þorbjörn Broddason, dósent í félags- fræðum við Háskóla íslands, segir í við- tali við Þjóðviljann 22. maí sl. að hann hafi einungis getað fundið tvö til fjögur lönd í heiminum, þar sem viðlíka mikið sé um erlent efni í sjónvarpi. Tvö þess- ara landa eru Nýja-Sjáland og Gvate- mala. En þessi lönd hafa það fram yfir okkur að erlenda efnið er á tungumálum sem einnig eru þjóðtungur þeirra, sem sé ensku og spænsku. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofn- unar Háskólans, sem gerð var í maí 1988 en byggði á upplýsingum um efni frá mars 1987, júlí 1987, október 1987 og mars 1988, sendi ríkissjónvarpið að meðaltali út efni sem nam 6,7 tímum á sólarhring. Þar af voru u.þ.b. 47,4% íslenskt efni (þ.e.a.s. 3,17 tímar) og 52,6% (3,52 tímar) erlent efni. Sam- kvæmt sömu könnun bauð Stöð tvö upp á að jafnaði 10,5 tíma útsendingu á sól- arhring, og þar af voru 16,5% (1,73 tímar) á íslensku, en 83,5% (8,77 tímar) erlent efni, næstum eingöngu á ensku. Þetta þýðir að áskrifendur Stöðvar tvö geta hlýtt á ensku í dagstofu sinni minnst átta tíma á sólarhring. Þessi könnun byggir að sjálfsögðu á litlu sýnishorni, og hlutföllin eru breyti- leg frá einum tíma til annars. Samkvæmt auglýstri dagskrá var 21% efnis Stöðvar tvö á tímabilinu apríl-maí 1988 innlent. 4

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.