Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 5
Pað er athyglisvert að tölurnar á með-
fyigjandi töflu, sem fengin er úr áður-
nefndri könnun Félagsvísindastofnunar,
virðast benda til þess að hlutfall innlends
efnis í ríkissjónvarpinu fari minnkandi
eftir því sem á líður. Vonandi er þetta
ekki til marks um það að aukin sam-
keppni leiði til þess að framboð innlends
efnis minnki og framboð erlends efnis
aukist að sama skapi.
RÚV STÖÐ 2
Innl. Erl. Alls Innl. Erl. Alls
% % (mín.) % % (mín.)
Mars 1987 63 37 1445 16 84 1982
Júlí 1987 40 60 1020 15 85 1980
Okt. 1987 50 50 1080 17 83 1745
Mars 1988 34 66 1325 18 82 2160
Það er að vonum að menn hafi áhyggjur
af þeim ríka þætti sem enska á í daglegu
lífi heimilanna. Menn hafa áhyggjur af
þeim áhrifum sem þetta kann að hafa á
menninguna og þá ekki síst á tungumál-
ið. Algengt er að heyra dæmisögur sem
sýna eiga að íslenskt mál sé stórlega
mengað af ensku og að málþroska
manna fari hrakandi.
Popptónlistin hefur án efa mest áhrif á
unglingana, en sjónvarpið hefur áhrif á
alla aldurshópa, ekki síst yngstu kyn-
slóðina. Því miður vantar enn kerfis-
bundna rannsókn á enskum áhrifum á
yngstu kynslóðina, en oft heyrir maður
sagt frá þekkingu barna á ensku og þá
stundum jafnmikilli vanþekkingu á
íslensku. Ég þekki sjálfur til tíu ára
barns sem kann ensku furðuvel án þess
að það hafi nokkurn tíma fengið kerfis-
bundna kennslu eða búið erlendis.
Barnið verður næstum því að segja tví-
tyngt án nokkurs sérstaks tilverknaðar,
einungis af því að horfa á sjónvarp og
kvikmyndir.
En hvaða afleiðingar hefur þessi
enskueinokun fyrir mál og menningu?
Ef við setjum sem svo í svartsýniskasti
að íslenska muni deyja út sem tungumál
í þeirri mynd sem við þekkjum hana í,
má hugsa sér að það geti gerst á tvennan
hátt.
Annar möguleikinn er að íslenska sem
tungumál varðveitist óbreytt, en að eng-
inn tali það lengur þar sem allir hafa
kosið að taka upp ensku í staðinn
(kannski fyrst á sunnudögum, en síðar
við önnur tækifæri). Er þetta svo fjar-
lægur möguleiki?
Hinn möguleikinn er að íslenskan
breytist svo mikið, m.a. fyrir erlend
áhrif, að hún verði að einhverju allt öðru
en hún er nú. Meiri háttar skil ættu sér
þá stað í íslenskri málsögu, og þar með
hættu menn að geta lesið eldri texta
nema beinlínis í þýðingum. Petta minnir
á þróun margra Norður-Evrópumála.
Ég vil ekki vera svo svartsýnn fyrir
hönd íslenskunnar að spá því að svo
hljóti að fara að hún týnist eða umturnist
algjörlega, en ég minni á að í þeim tilvik-
um, sem þekkt eru, þar sem tungumál
hafa liðið undir lok ellegar ummyndast
til einhvers alls annars en þau voru áður,
hefur stór hluti málhafanna verið tví-
tyngdur. Þau tvítyngdu börn, sem sögur
fara af að lært hafi ensku af sjónvarpi,
gœtu því orðið frumherjar þeirra kyn-
slóða sem eiga eftir að leggja íslensku
niður sem þjóðtungu.
íslenskan gæti liðið undir lok með því
að þjóðin yrði tvítyngd. En slíkt þarf
ekki að gerast af þeirri ástæðu einni. Ef
íslendingar vilja varðveita mál sitt tel ég
ekki að nein hætta sé á öðru en þeir geri
það. Það er ekki hægt að þvinga okkur
5