Málfregnir - 01.10.1988, Side 8

Málfregnir - 01.10.1988, Side 8
gamall maður, gamli maðurinn fremur en maður gamall eða maðurinn gamli. Pessi tilhneiging - að setja eignarfor- nafnið á undan - getur stafað af almennum áhrifum frá erlendum málum (hér áður fyrr var þetta stundum kennt dönsku), eða verið áhrifsbreyting innan íslenskunnar, þar sem kæmi fram til- hneiging til að gera þá reglu víðtækari að hafa einkunnina á undan. Enn má telja að ensku áhrifin séu mun greinilegri í vesturíslensku. Par koma fyrir setningar eins og t.a.m. í fyrstu við brúkuðum hunda, og svo hesta, þar sem orðaröðin er ensk; í íslensku er megin- reglan sú að sögnin sé ekki síðar en næst- fyrsti liður í setningunni. Þótt sjá megi ýmsar tilhneigingar til breytinga eða óreglu í íslenska beyging- arkerfinu, þá er hæpið að rekja það til enskra áhrifa, þar sem ensk beyging er svo ólík þeirri íslensku, og ekki er enn komið að því að einfalda íslenska beyg- ingarkerfið eins mikið og gerst hefur í ensku. Hvað hljóðkerfinu viðvíkur, þá er e.t.v. ekki við því að búast að stórkost- leg áhrif hafi enn átt sér stað, því gera má ráð fyrir að áður en þau verði þurfi sambýli málanna að verða enn nánara en það er nú milli ensku og íslensku. Það er ekki bara nauðsynlegt að menn séu tví- tyngdir, heldur þarf nánast að gera ráð fyrir að menn læri málið, sem áhrifunum veldur, sem fyrsta mál. Hljóðkerfið eða framburðurinn er nefnilega oft það sem situr fastast í mönnum þegar þeir tala annað tungumál en sitt eigið; menn tala með hreim sem kallað er. Það er því varla að vænta neinna almennra enskra áhrifa á íslenskan fram- burð meðan samkrull tungnanna er ekki meira en það þó er enn sem komið er. Þess eru dæmi að íslensk börn, sem eiga íslendinga að báðum foreldrum, læri ensku nánast sem fyrsta mál, meðan for- eldrar þeirra eru t.a.m. við nám erlend- is. Þetta er þó varla svo algengt að lík- legt sé að það hafi nein almenn áhrif á íslenskan framburð. Hitt er hugsanlegt að erlendur tal- hreimur geti breiðst út frá einstakling- um, sérstaklega ef þeir njóta einhverrar virðingar. Ég þykist hafa tekið eftir því að það komi fyrir að dægurlagasöngv- arar temji sér framburð sem líkir eftir enskum hreim. Þannig bera sumir tann- hljóðið t fram framar í munni en eðlilegt er samkvæmt íslenskri málvenju. Hinn hefðbundni íslenski framburður er að t- ið sé tannbergshljóð, en enski framburð- urinn er meira í átt við að vera tann- mæltur. Einnig hefur verið bent á að sumir temji sér framburð á hljóðasam- bandinu dj sem er nær því að vera hálf- lokhljóð eins og í enska orðinu judge, þannig að menn segi eitthvað í áttina við dsjöfullinn í stað djöfullinn. Eins hefur verið bent á sérkennilegan framburð á s, sem enn minnir á þann enska. Þar er um að ræða að bera s-ið fram sem tannhljóð eða millitannahljóð frekar en tannbergs-blísturshljóð. Þetta var eitt sinn kallað ungmeyjar-5, því það virtist vera algengara meðal ungra stúlkna en annarra félagshópa. Því miður hafa ekki farið fram á þessu neinar kerfis- bundnar athuganir, þannig að erfitt er að henda reiður á því hvert ástandið er nákvæmlega. Enn ein hljóðkerfisleg nýjung, sem nefna mætti í þessu sambandi, er fram- burðurinn ks fyrir xs í orðum eins og kex. Þetta er fyrirbrigði sem athugað er í könnun á íslensku nútímamáli sem ég, Höskuldur Þráinsson og fleiri hafa geng- ist fyrir. Þar kemur það fram að þetta er mjög áberandi meðal unglinga, en svo til óþekkt meðal eldra fólks. (Sjá t.a.m. grein eftir Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason í tímaritinu íslenskt mál 8, 1986.). Það mætti spyrja hvort það sé hrein tilviljun að þessi nýjung í fram- burði fellur saman við enskan framburð. (Hér er þó rétt að taka það fram að mörg 8

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.