Málfregnir - 01.10.1988, Side 10
JÓHAN HENDRIK POULSEN
Færeysk málrækt í hundrað ár
Pað er mikið undrunarefni að okkur
Færeyingum skuli hafa tekist að halda
tungu okkar tiltölulega heilli og óbrengl-
aðri, þegar haft er í huga hve bág kjör
hún hefur lengi átt við að búa. Máli
fámennrar þjóðar hlýtur alltaf að vera
hætta búin, en Færeyingar munu vera
með minnstu samfélögum heims, sem
nefna sig þjóð. Nú erum við 47000
manns, en um aldamótin 1800 vorum við
aðeins kringum 5000, og talan hefur
sennilega verið nokkru lægri aldirnar á
undan.
A annan í jólum á þessu ári verða liðin
100 ár frá því að „jólafundurinn“ frægi
var haldinn í þingstofunni í Þórshöfn.
Tilgangur þessa fundar var að hvetja
menn til þess að efla færeyskt mál og
færeyska siði og vinna að frama þjóðar-
innar og auka metnað hennar í hvívetna.
Rasmus Effersó fór með hið örvandi
baráttukvæði „Nú er tann stundin komin
til handa“ eftir Jóannes Patursson, sem
þá hafði tvo um tvítugt og treysti sér
ekki til að flytja kvæðið sjálfur. í kvæð-
inu er kvartað yfir því, að annað hvert
orð, sem hrjóti af vörum manns, sé af
erlendum toga. Skáldið eggjar til mál-
hreinsunar, og auðséð er hvaðan hinn
útlendi arfi er kominn þvf að „útnyrð-
ingur skal hann af landinum f0ra ...“.
Þessi merkilegi fundur leiddi til stofn-
unar „Föringafelags" 27. janúar 1889.
Meðal merkustu þjóðþrifaverka félags-
ins var útgáfa hins litla blaðs „Fóringa-
tíðindi" (1890-1901), fyrst mánaðarlega,
seinna tvisvar í mánuði. Þar gafst þorra
landsmanna í fyrsta sinni kostur á að líta
mál sitt á prenti. í þessu blaði var fær-
eyskan fyrst mótuð og þjálfuð sem
frétta- og ritgerðarmál. Tæpri hálfri öld
fyrr hafði V. U. Hammershaimb með
aðstoð Jóns Sigurðssonar búið málinu til
nýja stafsetningu á sögulegum grundvelli
til að leysa af hólmi hina óhentugu fram-
burðarstafsetningu með öllum sínum
mörgu afbrigðum eftir mállýskum. J.C.
Svabo átti frumkvæði að henni um 1770.
Varðveist hafa fáeinir textar á nor-
rænu eða fornfæreysku frá miðöldum, en
siðaskiptin komu með dönskuna og
bundu enda á alla ritun á færeysku hátt á
þriðju öld. Biblía, sálmabækur, postillur
og allt lesmál varð, eins og í Noregi, á
dönsku. Færeyska var einungis talað mál
fólksins, en samt var henni beitt í list-
rænum tilgangi í þeim fjölmörgu dans-
kvæðum, sögnum, ævintýrum og þess
háttar, sem lifði á vörum manna. Skrán-
ing þessara þjóðmennta átti sér stað á
18. og 19. öld og varð undirstaða bók-
mennta og megingrundvöllur undir
endurreisn tungunnar.
Vitaskuld varð talað mál utan við svið
fornra innlendra verkhátta og daglegs
lífs afar dönskuskotið, en bygging máls-
ins sem , beygingarmáls var merkilega
lítið röskuð ef frá eru taldar breytingar
vegna eðlilegrar þróunar. Upprunastaf-
setningin dró mætavel fram skyldleika
málsins við nágrannamálin og þá sér-
staklega íslensku, forna og nýja. Svo
mikill svipur verður með orðunum í riti
að oft falla þau algerlega saman þrátt
fyrir ólíkan framburð. Þess vegna þótti
eðlilegt að sækja orð, sem þörf var á, í
íslensku, og þess gætir þegar í upphafi í
Fóringatíðindum, en aðalstefnan var -
og er - samt sú að endurnýja orðaforð-
ann af innlendum stofni. Algeng aðferð
10