Málfregnir - 01.10.1988, Page 11

Málfregnir - 01.10.1988, Page 11
var að endurvekja orð sem horfin voru úr notkun af því að þau höfðu lotið í lægra haldi fyrir dönskum orðum sömu merkingar. Pannig er t.a.m. byrja aftur lifandi orð í málinu, og má segja, að það hafi sigrað danskættaða orðið begynna, að minnsta kosti í vönduðum stíl. En sama hugtak má einnig orða á ýmsa aðra lund. Við endurlífgað orð var erlenda orðið tíðum sett í sviga. Jóannes Paturs- son, sem um skeið var ritstjóri Föringa- tíðinda, varð víst fyrstur manna til að nota aftur orðið tjóð ‘þjóð’, en það kemur fyrir í færeyskum fornkvæðum. Hann lét því fylgja orðið „nation“ innan sviga. Nú er orðið tjóð alveg ómissandi í afleiddum orðum og samsetningum, eins og fjölmörg önnur orð sem of langt er upp að telja í þessum pistli. Sú þróun sem Fpringafelag hratt af stað hefur verið ævintýri líkust. Málið hefur öðlast ríkari og fjölbreytilegri orðaforða og á fjölmörgum sviðum hefur það unnið sér réttindi þar sem það átti engin áður, en baráttan að því marki var oft hörð og langvinn. Færeyska var ekki viðurkennd sem kennslumál í skólum fyrr en 1938. Með heimastjórnarlögun- um 1948 fékk færeyska viðurkenningu sem aðalmál landsins, en í beinu fram- haldi er tekið fram, að dönsku beri að læra vel og vandlega, og hana megi nota jafnhliða færeysku á öllum sviðum hins opinbera. Þrátt fyrir mikinn vöxt í útgáfu fær- eyskra bóka og rita er danskt lesefni enn þá í miklum meiri hluta. Mörgum þykir danskan einnig auðveldari aflestrar og þjálli en hin „fornfálega“ færeyska með flóknum beygingum og „sjaldgæfum“ orðum; nýyrðin eru sumum oft jafnerfið og erlendu orðin, sem þau eiga að taka við af. Danska er alls staðar nálæg í þjóðfé- laginu og er orðin flestum svo töm að það liggur við að Færeyingar megi heita tvítyngdir. Þetta hefur náttúrlega mikil og djúptæk áhrif á færeyskt mál og mál- kennd fólks. Oftsinnis koma dönsku orðin fyrst til hugar, þegar maður er að semja færeyska texta; e.t.v. vantar fær- eyska orðið! Pess vegna eru langflestar spurningar, sem berast málnefnd okkar, um það hvert sé færeyska orðið yfir eitthvað tiltekið sem er vel þekkt á dönsku. í Útvarpi Fproya, sem var stofnað 1957, er allt talefni flutt á færeysku nema viðtöl við Norðurlandabúa, en Sjónvarp Föroya, sem nú er fimm ára, fær megnið af efni sínu á gjafverði frá danska sjón- varpinu og flytur það oft nærri því óbreytt, t.a.m. leiknar bandarískar kvik- myndir með dönskum texta og fræðslu- myndir með dönsku tali. Textun á fær- eysku er af mjög skornum skammti. Petta er það ofurefli sem færeysk mál- rækt á við að etja. Aðalviðfangsefni hennar hefur verið að draga skýr mörk milli tungnanna tveggja, en það ereilífð- armál. Sem betur fer höfum við að jafn- aði átt einstaklinga og félög sem hafa lagt mikið af mörkum til að vernda og bæta málið, og orðiðjan hefur verið tals- verð á mörgum sviðum. Einmitt hinn ákafi þrýstingur að utan hefur hvatt til öflugra viðbragða, og traust, almenn kunnátta í dönsku hefur hjá málnæmu fólki eflt tilfinninguna fyrir þeim mörgu dönskuslettum, sem ber að forðast í vönduðu máli. Mikilvægt hefur alltaf verið að hafa íslensku, forna og nýja, að bakhjarli. Hin víðtæka orðaöflun þaðan hefur sett sinn svip á færeyskt nútímamál, en þetta er forvitnileg saga, sem þarf að rann- saka. Nokkur dæmi valin af handahófi geta gefið hugmynd um þýðingu þess- arar auðlindar fyrir þróun færeyska orðaforðans: bókasavn, bókavórður, bókmentir, fjólmiðil, forrit, framleiða, framleiðsla, l0gfr0ði(ngur), ravmagn, rœkja, sáttmáli, sjónvarp, skjal, skjala- savn, skjalav0rður, skrá, stjóri, stjórn, trygging, tyrla, umhv0rvi, útvarp, verk- fr0ði(ngur), vistfrpði. Svona mætti tengi 11

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.