Málfregnir - 01.10.1988, Síða 12
telja. Samt munu þau orð, sem við
höfum tekið traustataki úr íslensku, vera
lítilræði á móti innlendum nýgervingum.
Til glöggvunar má nefna einn, sem ein-
mitt nú er að ryðja sér til rúms: eyð-
kvœmi ‘eyðni, AIDS’. Orðið merkir
‘auðnæmi (fyrir smitun)’. Fær. eyð- sam-
svarar ísl. auð-, og -kvæmi er hvorug-
kynsorð, leitt af lýsingarorðinu kvœmur
‘smitandi’. Höfundur er Hanus Debes
Joensen, fyrrum landlæknir, einn okkar
ódeigustu orðasmiða. Við myndun ný-
yrða höfum við að jafnaði hliðsjón af
íslensku, en einnig öðrum Norðurlanda-
málum, sérstaklega nýnorsku. En í fyrir-
rúmi sitja þeir möguleikar sem í færeysk-
unni sjálfri felast.
I september 1985 skipaði landsstjórnin
færeyska málnefnd sem ber heitið F0r-
oyska málnevndin. í nefndinni eru fimm
manns, sem landsstjórnin skipar sam-
kvæmt tilnefningu frá landsskólastjórn-
inni, færeyskudeild Fróðskaparseturs
Fproya, móðurmálskennarafélagi, rit-
höfundafélagi og blaðamannafélagi. Dag-
legt starf annast ritari, sem tekur á móti
spurningum í síma frá stofnunum og
almenningi. Nefndarfundir eru mánað-
arlega. Málnefndin sendir út lítið fjöl-
ritað málbréf, Orðafar, sérstaklega ætlað
fréttamönnum. Hún tekur þátt í sam-
starfi norrænna málnefnda og á fulltrúa í
stjórn Norrænnar málstöðvar.
Það er álit mitt að sérstaklega ætti að
efla samstarfið við íslenska málnefnd því
að við eigum svo mörg áhugamál sam-
eiginleg sökum skyldleika tungnanna og
svipaðra viðhorfa í málstefnu.
F0royska málnevndin telur sig með
stolti arftaka þeirra sem stofnuðu F0r-
ingafelag fyrir tæpri öld. Enn er stefna
þeirra í fullu gildi. Enn er brýn nauðsyn
að halda traustan vörð um færeyska
tungu.
12