Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 15

Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 15
m, 9 greinar af alls 15 greinum laganna, en meginstefnan kemur fram í 6. grein (Stjórnartíðindi 1913 A, bls. 94): Nú vill maður, sem fæddur er á Islandi, taka upp kenningarnafn eða ættarnafn hjer á landi eða breyta eldra ættarnafni, og skal hann þá senda stjórnarráði fslands beiðni um það, og láta henni fylgja skírnarvottorð sitt eða þau vottorð, er samkvæmt gildandi lögum koma í þess stað. Sje umsækjandi yngri en 16 ára, verður hann að láta beiðninni fylgja sam- þykki þess foreldranna, er foreldraráð hefir yfir honum. Hjón geta, meðan hjónabandinu er ekki slitið með lögum, því að eins fengið heimild til nýs ættarnafns, að þau sjeu því bæði samþykk. Systkin mega í sameiningu sækja um sam- eiginlegt ættarnafn, og verður þá að fylgja umsókninni skírnarvottorð þeirra, er hið nýja nafn á að ná til eða það vottorð, er löglega kemur í þess stað. Eigi umsækjandi börn á lífi, er lögum sam- kvæmt bera nafn hans, skal nafnbreytingin einnig ná til þeirra, ef þau eru yngri en 16 ára og hann hefir foreldraráð yfir þeim. Sjeu þau eldri en 16 ára, má nafntakan eða nafnbreyt- ingin einnig ná til þeirra, ef umsækjandi hefir haft foreldraráð yfir þeim innan 16 ára aldurs, og þau sjálf samþykkja. Nú eru framangreind skilyrði fyrir hendi, og geta þá einnig faðir eða móðir fengið heimild til ættarnafnstöku eða ættarnafns- breytingar fyrir börn sín, þótt þau sjálf breyti ekki ættarnafni sínu ... Mannanafnanefndin 1914-1915 í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfn- um, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Stjórnarráðið skipaði þriggja manna nefnd til þess að semja þessar skrár, en í henni sátu Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran), Guðmundur Finnbogason og Pálmi Pálsson mennta- skólakennari. Nefnd þessi lauk störfum árið 1915, og birtust skrárnar í bæklingi sem nefndist íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár. í áliti nefndarinnar um eiginheiti karla og kvenna var gerð grein fyrir vali nafna í meðfylgjandi skrá. Þar segir m.a. (bls. 50); Starf vort var nú fyrst og fremst í því fólgið að velja úr heimildunum öll þau nöfn, er oss þóttu með nokkuru móti hæf eiginheiti karla og kvenna. Er auðsætt, að slíkt vefður aldrei gert svo, að öllum líki, því að einn telur það hæfilegt nafn, sem öðrum þykir óhæfilegt. Kemur þar margt til greina. Sum nöfn virðast vera ógeðfeldrar merkingar, svo sem Illugi, en sagan og málvenjan hafa brugðið huliðs- hjálmi yfir frummerkinguna, svo að nöfnin þykja góð og gild. Mörg villidýra og víganöfn þykja jafnvel nafna fegurst. Hins vegar hefir sagan og málvenjan stundum gert góð nöfn að brennimarki, sem enginn mundi setja á barn sitt. Svo er t.d. um nafnið Hrappur, sem bæði er upphaflega góðrar merkingar og hljómar vel. Athyglisverðast við nefndarálitið og eigin- heitaskrána er hvaða aðferðum nefndar- menn beita til þess að mynda karlntanns- nöfn af kvenmannsnöfnum og öfugt, en þær áttu að auðvelda mönnum val nafna þegar þeir vildu láta börn heita í höfuðið á eða eftir skyldmennum. í áðurnefndum bæklingi er einnig nefndarálit um ættarnöfn, og bendir nefndin á fjórar leiðir til þess að mynda ný ættarnöfn. í fyrsta lagi gátu menn kennt sig við foreldri sitt þannig að sá sem átti t.d. Bárð að föður gat kallað sig Bárðan eða Bárðar. í öðru lagi gátu menn kennt sig við staði, t.d. við bæi. Þessi nýju ættarnöfn voru þá oft mynduð með viðskeytunum -an eða -on, eins og Balan af bæjarnafninu Bali og Blandon af árheitinu Blanda. Einnig voru notuð viðskeytin -star, -fer og -mann, t.d. Bergstar af Bergstaðir, Axfer af Axar- fjörður og Búðmann af Búðir. í þriðja lagi gátu menn tekið upp gömul heiti eins og Hellberg af nafnorðinu hellu- bjarg, og í fjórða lagi gátu menn tekið upp nöfn nokkurra fornmanna eins og Bjólan af viðurnefni Helga bjólans og Kvaran af viðurnefni Ólafs konungs kvarans. Sum þeirra ættarnafna, sem 15

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.