Málfregnir - 01.10.1988, Side 16

Málfregnir - 01.10.1988, Side 16
nefndin mælti með, lifa enn þótt flest hafi aldrei náð lengra en á skrána. Niðurstöður nefndarinnar sættu mikilli gagnrýni, einkum fyrst á eftir. Ýmsir létu skoðanir sínar í ljós, en einna þekktast er erindi sem Árni Pálsson flutti í Stúdentafélaginu og gefið var út undir heitinu Um œttarnöfn árið 1916. Veittist hann harðlega að öllum tillögum nefndarinnar og sagði að þær færu „ná- lega allar í þá átt, að þverbrjóta lög málsins svo óþyrmilega og ófeilnislega, að slíks eru engin dæmi fyr eða síðar“ (bls. 6). í Skírni 1917 ritaði Holger Wiehe grein, sem hann nefndi „Enn um ættar- nöfn á íslandi“. Þar fjallaði hann m.a. um nefndarálitið og reyndi að verja niður- stöður nefndarinnar. Taldi hann megin- reglur þær réttar, sem nefndin fylgdi; henni hefði aðeins skjátlast stundum í framkvæmdinni. Sjálfur lagði hann til að mæst yrði á miðri leið á þann hátt að ætt- arnöfn skyldu tekin upp, en föður- nöfnum ekki fleygt í staðinn. Hafa skyldi þrjú nöfn og skrifa föðurnafnið fullum stöfum eða skammstafað milli eiginheitis og ættarnafns. Frumvarp til laga um nöfn 1923 og 1925 Raddir þær, sem börðust gegn ættar- nöfnum og lögunum frá 1913, héldu áfram að heyrast og urðu æ háværari uns að því kom að höfuðandstæðingurinn, Bjarni frá Vogi, lagði fram frumvarp til laga um nöfn í neðri deild Alþingis árið 1923. Skoðanir Bjarna koma vel í ljós í þremur fyrstu greinum frumvarpsins og sömuleiðis í greinargerð með frumvarp- inu. Fyrstu greinarnar eru þannig (Al- þingistíðindi 1923 A, bls. 244-245): 1. gr. Hjer eftir er það lögboðið að fylgja gömlum sið um mannanöfn, og skal hver maður bera eitt íslenskt-nafn og kenna sig til föður síns sem verið hefir, með þeim hætti, sem gerði Snorri Sturluson eður Þórgerður Egilsdóttir. 2. gr. Ættarnafn má enginn taka sjer hjer eftir. 3. gr. Óvíttir skulu þeir menn, er nú bera ættarnöfn og eldri eru en 10 ára, þótt þeir haldi ættar- nafninu til dauðadags, en þeir skulu leggja þau niður, sem yngri eru en tíu ára. Nú láta foreldrar börn sín eigi hlýða þessari grein, og koma þeir þá undir hæstu sektarákvæði laga þessara. Greinargerðin er á þessa leið (sama rit, bls. 246): Nú á dögum hefir erlend sníkjumenning, lje- leg í alla staði, náð svo sterkum tökum á mönnum, að þeir sæta hverju færi, sem gefst, til þess að skafa af sjer þjóðerni sitt og glata dýrmætri menning, er vaxið hefir um þús- undir ára upp af norrænni rót, en vjer geymum nú að mestu einir. Svo langt hefir þetta gengið, að sjálft Alþingi hefir sett lög til styrktar þessari þjóðernisglötun og að stjórn landsins hefir gefið út rit í sama skyni og látið landssjóð kosta útgáfuna. Jeg tala hjer um svo nefnda Kleppskinnu. Þetta frumvarp mitt er einskonar fyrirspurn til Alþingis, hvort það viti nokkurn annan skyldari til að vernda dýr- ustu eign þessarar þjóðar en sjálft sig. Fyrir Bjarna frá Vogi hefur fyrst og fremst vakað að vekja athygli á nafna- málinu því að varla hefur hann gert ráð fyrir því að frumvarpið yrði samþykkt í þeirri gerð sem lögð var fram. Þó fór svo að neðri deild samþykkti frumvarpið, en það komst ekki í gegnum efri deild. Það var því lagt aftur fram á þingi árið 1925. Flutningsmaður var enn sem fyrr Bjarni Jónsson frá Vogi. Eftir fyrstu umræðu var því vísað til allsherjarnefnd- ar. í henni áttu sæti: Magnús Torfason, Jón Baldvinsson, Árni Jónsson, Jón Kjartansson og Bernharður Stefánsson. Málið kom fyrst til umræðu í neðri deild. Bjarni frá Vogi talaði fyrir því og veittist einkum að tillögum mannanafna- nefndarinnar frá 1915. Litlar umræður urðu í neðri deild. Allsherjarnefnd klofnaði og vildi meiri hluti hennar að frumvarpið yrði fellt. Minni hlutinn, aftur á móti, studdi frumvarpið og lagð- 16

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.