Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 17

Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 17
ist gegn notkun ættarnafna. Bjarni frá Vogi varði frumvarp sitt af kappi og fékk góðan stuðning frá Tryggva Þórhalls- syni. Við 2. umræðu talaði Jakob Möller sem m.a. taldi að málið hefði hreinsast stórkostlega samfara því að sá siður var tekinn upp að bera ættarnöfn. Við atkvæðagreiðslu í neðri deild var frum- varpið samþykkt með talsverðum meiri hluta og afgreitt til efri deildar. Talsvert meiri umræður urðu um málið í efri deild og létu fleiri þingmenn sig það skipta. Helstu ræðumenn með og á móti voru Eggert Pálsson, Jónas Jóns- son og Sigurður Eggerz. Beindist um- ræðan, eins og í neðri deild, einkum að ættarnöfnum og hvernig með þau nöfn skyldi farið sem þegar höfðu verið leyfð samkvæmt lögunum frá 1913. Svo fór að lokum að þeir höfðu betur sem studdu frumvarpið, og 14. maí 1925 var það afgreitt sem lög frá Alþingi. Konungur staðfesti lögin skömmu síðar. Hafði frumvarpið tekið allmiklum breytingum frá því að það var lagt fram, og mjög eru lögin ólík þeim frá 1913. Lögin um mannanöfn nr. 54 frá 27. júní 1925 eru enn í gildi. Aðalefni þeirra er á þessa leið (Stjórnartíðindi 1925 A, bls. 170- 171): 1. gr. Hver maður skal heita einu íslensku nafni eða tveim og kenna sig til föður, móður eða kjör- föður og jafnan rita nafn og kenningarnafn með sama hætti alla æfi. 2. gr. Ættarnafn má enginn taka sjer hjer eftir. 3. gr. Þeir íslenskir þegnar og niðjar þeirra, sem bera ættarnöfn, sem eldri eru en frá þeim tíma, er lög nr. 41, 10. nóv. 1913, komu í gildi, mega halda þeim, enda hafi þau ættarnöfn, sem yngri eru en frá síðastliðnum aldamótum, verið tekin upp með löglegri heimild, sbr. 9. gr. þeirra laga. Sama er og um þá erlenda menn, er til landsins flytjast. Þeir íslenskir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, sem upp eru tekin síðan lög nr. 41 1913 komu í gildi, mega halda þeim alla æfi. Konur þeirra manna, sem rjett hafa til þess að bera ættarnöfn, mega nefna sig ættarnafni manns síns. 4. gr. Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem rjett eru að lögum íslenskrar tungu. Prestar skulu hafa eftirlit með, að þessum ákvæðum sje fylgt. Rísi ágreiningur um nafn, sker heim- spekisdeild háskólans úr. 5. gr. Nú hefir maður hlotið óþjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn áður en lög þessi voru sett, og getur hann þá breytt nafni með leyfi konungs. 6. gr. Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir tillögum heimspekideildar háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skuli samkvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum 10 ára fresti, að lokinni útgáfu hins almenna manntals. 7. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum, frá 100 til 500 kr., og skulu þær sektir allar renna til ríkissjóðs. Með mál út af lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 17

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.