Málfregnir - 01.10.1988, Side 20
frumvarps. Því var skipt í fimm kafla, og
fjallaði fyrsti kaflinn um eiginnöfn (1.-6.
grein). Ekki hafði fyrr verið fjallað jafn-
rækilega um þann þátt nafngjafa í laga-
frumvarpi enda ekki vanþörf á. Ýmis
ákvæði voru hin sömu og í frumvarpinu
frá 1955. Meðal annars var gert ráð fyrir
þriggja manna mannanafnanefnd eins og
þar, sem dæma skyldi um vafaatriði.
í öðrum kafla var m.a. rætt um kenni-
nöfn, og lagði nefndin til að ættarnöfn
þau, sem íslenskir ríkisborgarar bæru
samkvæmt þjóðskrá við gildistöku lag-
anna, mættu haldast. Þar með var aflétt
því banni sem samþykkt var árið 1925.
Óheimilt var hins vegar að taka upp nýtt
ættarnafn nema með leyfi dómsmála-
ráðuneytis og með samþykki manna-
nafnanefndar.
Þriðji kafli sneri að skráningu nafna í
þjóðskrá, en í fjórða og fimmta kafla
voru ýmis önnur ákvæði, svo sem um
leyfisgjöld og sektir.
Frumvarpinu fylgdi mjög löng og ná-
kvæm greinargerð, þar sem gerð var grein
fyrir hverju ákvæði laganna, en að auki
fylgdu því fjögur fylgiskjöl, þ.e. sögulegt
yfirlit yfir íslenskar nafngiftir, þróun
nafnréttar í grannlöndunum, athugun á
skírnaraldri barna og að lokum um hlut-
verk og starfsreglur þjóðskrár í sam-
bandi við skráningu mannanafna. (Sjá
Alþingistíðindi 1971 A, bls. 254-291.)
Á þinginu 1972 var samþykkt að vísa
frumvarpinu til menntamálanefndar.
Þegar sú nefnd hafði lokið störfum, gerði
formaður hennar, Ragnar Amalds, grein
fyrir skoðunum nefndarinnar. Komst
hún að þeirri niðurstöðu að rétt væri að
fram færi endurskoðun á frumvarpinu og
einnig væri æskilegt að fram færi rann-
sókn á því hvort eftirsókn í ættarnöfn og
notkun þeirra hefði farið vaxandi eða
minnkandi á síðari árum. Lagði nefndin
til að ættarnöfn þau, sem þá voru á
þjóðskrá, yrðu lögleyfð, en ekki yrði
leyfilegt að taka upp ný ættarnöfn.
Einnig skyldu karlar og konur hafa sömu
réttindi að öllu leyti hvað ákvæði um
mannanöfn snerti, en þar þótti nefndinni
ýmsu ábótavant.
Til þessarar endurskoðunar kom aldrei,
og frumvarpið dagaði uppi rétt eins og
frumvarpið frá 1955.
Þriðja tilraun til breytinga á lögum um
mannanöfn var gerð á Alþingi árið 1981.
Rutningsmaður var Finnur Torfi Stefáns-
son. Ekki er ljóst hvað í raun vakti fyrir
flutningsmanni með þessu frumvarpi.
Um var að ræða orðalagsbreytingar á 1.,
4. og 5. grein laganna frá 1925, og 6.
grein skyldi falla niður. í greinargerð,
sem fylgdi frumvarpinu, segir (Alþingis-
tíðindi 1981-1982 A, bls. 721-722):
Frumvarp þetta miðar að því að færa löggjöf-
ina til samræmis við þau viðhorf sem ætla má
að nú ríki með þjóðinni. Sú hugsun er lögð til
grundvallar, að menn eigi að ráða sjálfir nafni
sínu í sem ríkustum mæli og það frelsi eigi
aðeins að takmarkast af þeim þjóðfélagshags-
munum sem brýnir mega teljast.
Ekkert mið var tekið af allri þeirri vinnu,
sem lögð hafði verið í frumvörpin frá
1955 og 1971. Úrelt ákvæði eins og 2. og
3. grein laganna frá 1925 voru ekki til
umræðu. Enn átti að vísa ágreiningi til
heimspekideildar án þess að taka tillit til
þeirra breytinga sem þar höfðu orðið og
áður hefur verið minnst á. Ákvæðið um
skrá yfir óæskileg nöfn var hreinlega fellt
niður án þess að nokkuð kæmi í þess
stað.
íslensk málnefnd var beðin um að láta
í té umsögn um frumvarpið og sendi hún
allsherjarnefnd efri deildar rökstudda
greinargerð, dags. 26. janúar 1982. Þar
er bent á hve úrelt núgildandi löggjöf er
og að lítil bót mundi að þeim breytingum
sem lagðar voru til.
Óþarfi er því að eyða mörgum orðum
að þessu frumvarpi. Ævi þess varð stutt;
það ýtti ekki einu sinni við þingmönnum
að taka aftur upp umræðu um úrelt nafna-
lög.
20