Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 22
DAVÍÐ ERLINGSSON
Hvað ógnar tungunni?
Við íslenska rómantík og lífsbótahug-
sjón spratt hugmyndin um forngöfuga,
hreina og fagra íslenska tungu, sem að
vísu þyrfti að rækta dönskuslæðinginn
úr, en síðan mætti rækta hana sjálfa
þannig í eigin tærleika og styrk að hún
yrði ungri þjóð leið til sjálfstæðis undan
útlendu valdi og á þeirri tungu skyldi
lifað fögru mannlífi.
íslensk menntamannastétt og háskóli
urðu til undir merkjum þessarar stefnu
og hugsjónar. í þeim skóla átti einkan-
lega að rækta íslensk fræði. Þau áttu að
vera kjarni hans og lyftistöng undir aðrar
greinar um leið og þau væru að sjálf-
sögðu hluti undirstöðunnar undir sjálf-
stæðri tilvist þjóðarinnar. Þjóðin átti mál
sem var að mörgu leyti fornræktað; á því
voru til afrek skáldskapar og lífssann-
inda, ekki síst forn, en reyndar líka nýrri
og frá líðandi öld. En málið átti í vök að
verjast, vök þeirrar aðstöðu að vera sjálft
að verða eins konar nýlenda útlendrar
hugsunar, því að straumar hugsunar og
menningar umheimsins bárust hingað
bornir af nýlenduveldinu, í túlkun þess,
á tungu þess og með lit þess og blæ. Það
sem hverri nýgræðingssál bauðst ferskast
til þess að lifa við og miða viðleitni sína
við var til hennar komið í danskri mat-
reiðslu. Þetta er allt kunnara en um þurfi
að tala. Móti gagntækri, seytlandi
mengun útlendu áhrifanna skyldi setja
það sterka í innlendri menningu. Menn
fundu að það var til, ekki aðeins á gam-
alli bók, heldur einnig í samtímaveröld
þjóðlífsins sjálfs, á þeim stöðvum þar
sem útlenskan hafði mengað það minnst,
í sveitum þar sem lífshættir höfðu ekki
rótast burt í byltingum, en innlenda
menningin hafði fengið að rækta sig
sjálfa áfram án þess að útlendu áhrifin
yrðu yfirþyrmandi eða ríkjandi. Útlendir
þjóðmenningarfræðingar myndu eiga
það til í slíku tilviki að tala um poka eða
vasa heimamenningar, staðbundna hirslu
þess sem var áður en flóðaldan féll eða
seig utan að og gerbreytti öllu þar sem
hún náði að setjast. Það sem ræður því,
hvort aldan nær að setjast og gagntaka
lífið, hlýtur að vera innri styrkur sam-
félagsins sem líklega er fólginn í getu
mannanna til þess að nema án þess að
vera af því orðnir annað fólk en þeir
voru áður, sjálfstæði. Næmi og námgirni
eru ekki síður forsenda þessa sjálfstæðis
en það innra traust sem gerir það að sjálf-
sögðum hlut að maðurinn sé ekki að leit-
ast við að verða einhver annar en hann
er, jafnvel þótt hann finni til smæðar
sinnar í heiminum.
Það sem gefur samfélagi menningar-
legan styrk er menntir þess, það hversu
megnugar þær eru að fylla námsþörfina
og halda henni við. Þegar um leifarsam-
félög er að ræða gegna munnmenntir eða
talmálsmenntir oft lykilhlutverki, því að
það er eðli málsins að ekki er um háborgir
eða höfuðborgir menningar að ræða. í
leifarmenningu er því ekki að tala um
kröftuga bókaútgáfu, listsýningar, tón-
leikahald eða þvíumlíkt andlegt fóður til
verulegra áhrifa. ísland átti ekki þéttbýli
til slíkra hluta; hljóðfæri voru t.a.m. fá.
Þeim mun meira af hlutverki menntanna
lenti hjá list orðsins. Til þess að slík
menning gæti fyllt þarfirnar, dafnað og
haldið sér við með endurnýjun hjá bók-
menntaðri þjóð, eins og íslendingar hafa
verið, hlaut að þurfa að vera fyrir hendi
22