Málfregnir - 01.10.1988, Side 25
1880. Þær kynslóðir, sem áttu bernsku
að hinum eldra, þjóðlega hætti, ólust
upp í félagi með fullorðnum á öllum
aldri og við skemmtun af upplestri margs-
konar bókmennta og söng og kveðandi,
til dæmis rímna. Þetta fólk ólst upp við
það sem skemmtun að skilja það sem
torskilið kunni að vera, t.d. kenningar í
rímum, og það gekk síðan götuna fram
eftir ævi sinni með því hugarfari að sækj-
ast eftir því að vita og skilja. Hjá þeim
sem síðar komu varð þetta ekki á sama
veg, og á allra síðustu áratugum er svo
komið að manninum er það forsenda
þess að lifa bærilegu andlegu lífi og vera
hann sjálfur að kunna að verja sig og
hafna þeim andlegu áreitingarefnum
sem borin eru sleitulaust að vitum
honum. Þannig er aldarfarið á öld aug-
lýsinga og rafeindatækni.
Uppi á hvítri töflu hugarins í hverjum
manni blasir enn við myndin af forngöf-
ugri íslenskri tungu og sú forskrift fyrir
nútímann sem segir meðal annars: ljóst
og létt skal málið vera. Létt verður í
slíku samhengi skilið í merkingunni auð-
skilið, þ.e. líka fljótskilið, það sem
maður þarf ekki að leggja sig í h'ma við,
að því leyti eins og auglýsing verður að
vera. Þeim sem ekki bera í sjálfum sér
ódrepandi forvitni og þann leik að vera
sífellt að læra, verður nú við falli hætt.
Þeim hlýtur nú að hætta til þess að dæma
í reynd hverja ræðu eða rit óverðugt
athygli sinnar sem ekki rennur „ljóst og
létt“, þ.e. fyrirhafnarlaust inn í skilning-
arvit þeirra. Þeir eru ekki ákafir né einu
sinni reiðubúnir að leggja sig í raun
átaks til þess að skilja, þótt vera mætti
að þeir yrðu vitrari af. Enda eru þeir nú
staddir í veröld þar sem þeir verða sífellt
að verjast áreitingum til þess að fá að
vera þeir sjálfir.
Með þeirri þróun, sem hér er gripið á,
erum við komin að venjulegum Jónum
og Gunnum, morgunblaðsneytendum (til
þess að segja ekki lesendum) 1988.
I umræðu síðustu ára um málið og
menninguna, og um það hvort málið sé
statt í þeirri hættu að deyja út, er vita-
skuld mjög aðkallandi að gera sér grein
fyrir aðalþáttum flókinna aðstæðna.
Þessi grein hér er lítil tilraun til þess.
Tunga, notuð af fámennu samfélagi,
verður vissulega alltaf í einhverri hættu
þegar flóð erlendrar menningar skellur
yfir. Þá sem þetta lesa hef ég reynt að fá
til að beina athyglinni sérstaklega að
tveimur þáttum sem saman verða að
mínu áliti að hættulegum veikleika.
Þessir þættir eru: Andvaraleysið og sú
breyting á gerð íslenskrar menningar að
munnmenntirnar hafa að verulegu leyti
dáið út. Þessi blanda tel ég að geri veik-
leikann. Spurningunni um það, hvort
hún sé baneitruð, er ekki reynt að svara
hér, en þó er óhætt að fullyrða að mikil
hætta er á ferðum.
Með skírskotun til þeirrar aðstöðu nú-
tímamannsins, sem áðan var vikið að, vil
ég hafa orð á því að greinarkornið er
orðið til í þeirri viðleitni að reyna að
gera sjálfum mér sem ólygnasta grein
fyrir aðalatriðum og hversu þau beri að
meta. Greinin þarf því að vera ljós, en
hún stefnir alls ekki að því að vera létt-
meti í þeim skilningi sem áðan var talað
um. Skást tekst hún ef til vill ef lesandi
hnýtur um nógu margt og torvelt til þess
að hann reki sjálfan sig síðan til að hugsa
út frá því, en fleyti ekki aðeins augna-
kerlingar yfir prentmynd textans á ein-
hvers konar hundavaði (eins og hann
væri Morgunblaðið), svo að ég leyfi mér
að láta sundurbrotnu, þverstöllóttu og
fráleitu myndmáli bregða hér fyrir sam-
kvæmt tískuanda tímans. Greinilegt er
að nú er tími útúrsnúnings, fjarstæðu
eða jafnvel smekkleysu til þess að ná
áhrifum, skera sig úr, auglýsa sig, selja
sig. Dæmi um velheppnaðan útúr- eða
umsnúning er „Með lögum skal land
byggja“ frá Steinari nokkrum sem selur
hljóðamagn, enda líklega ekki fjarri að
æskufólk þessa lands gæti fengist til að
trúa því að hljómframleiðsla væri undir-
25