Málfregnir - 01.10.1988, Page 31
Um orðaröð, setningaskipan, greinar-
merki og fleira, Ólíkir textar og ólík
viðhorf, Greining texta, Um þýðingar
nytjatexta, Viðhorf þýðenda - þýðingar
bókmennta og Vinnureglur handa þýð-
endum. Aftast eru svo ritaskrá og atriðis-
orðaskrá.
Þýðendur fá í þessari bók margar
góðar leiðbeiningar og heilræði. Hér
verður aðeins tekið eitt dæmi úr vinnu-
reglum á bls. 118:
Takmark góðs þýðanda hlýtur að vera að
orða á íslensku það sem áður hefur verið sagt
eða skrifað á öðru máli. Reglur heimamálsins
verður að virða. Þetta leiðir oft til þess að
eðlilegt sé að umorða textann, spyrja sig:
„Hvernig er eðlilegast að segja á íslensku það
sem verið er að fjalla um?“
„Eitt verð ég að segja þér Listin að
segja sögu. Eftir Ásgeir S. Björnsson og
Baldur Hafstað. Iðunn. Reykjavík 1988.
62 bls.
Sú var tíð að íslendingar kunnu að segja
sögu og kunnu að segja frá. Óvíst er að
önnur list hafi risið hærra í þessu landi.
En hvernig er nú komið fyrir hinni fornu
listgrein? Er hún einhvers staðar iðkuð
og kennd?
Höfundar þessarar bókar eru íslensku-
kennarar í Kennaraháskóla Islands.
Verk sitt hefja þeir á „Upphafsorðum"
sem eru í senn kynning á verki þeirra og
athyglisverð hugvekja, en því miður er
ekki rúm til að birta hana hér.
Bókin tengist að efni til tveimur hljóð-
snældum og sjónvarpsþætti en stendur
þó sjálfstæð. Hún skiptist í þrjá aðal-
kafla. Fyrst er rætt um mismunandi gerðir
frásagnar, því næst um sagnir og sagna-
menn, svo og uppeldisgildi þjóðsagna og
ævintýra. Síðasti kaflinn fjallar um það
hvernig hægt er að þjálfast í frásögn og
tileinka sér leikni sagnameistarans.
Fáeinar myndir prýða kaflann um
munnlegar alþýðusagnir. Aftast í bók-
inni er listi yfir hugtök, heimildaskrá og
atriðisorðaskrá.
Handbók um ritun og frágang. Eftir Ingi-
björgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal.
Iðunn. Reykjavík 1988. 107 bls.
Þessari bók er ætlað að veita hagnýtar
leiðbeiningar um gerð og frágang ýmiss
konar ritsmíða. Lengi vel var lítið skeytt
um þessi efni hér á landi þótt svo ætti að
heita að kennd væri ritgerðarsmíð í
skólum. Og þrátt fyrir mikla framleiðslu
prentmáls hefir okkur verið býsna ósýnt
um ýmsa ritstjórnarvinnu og tæknilegan
frágang ritsmíða. Á þessu hefir þó orðið
allmikil breyting hin síðustu ár. Fleiri
gefa þessum málum gaum en áður og er
bókin staðfesting þess. Höfundar eru
íslenskukennarar í Kvennaskólanum í
Reykjavík.
Bókinni er skipt í 10 kafla. Fyrst eru
leiðbeiningar um það hvernig ritsmiður
gengur til verks og undirbýr það og sér-
stakur kafli um hjálpargögn (orðabækur
o.fl.). Þá kemur kafli um efnisskipan
(sem að vísu er kölluð bygging) og annar
um sjálfa ritunina. Þar er ýmsar hagnýtar
ábendingar að finna um efnisgreinar, orða-
röð, stafsetningu o.fl. Síðan er kafli um
skammstafanir, tölustafi og greinarmerki.
Loks eru kaflar um heimildir, tilvitnanir,
heimildaskráningu, frágang og ólíkar
gerðir ritsmíða. Aftast í bókinni eru
dæmasíður, heimildaskrá, nokkur leið-
réttingartákn og atriðisorðaskrá.
Höfundar segja í formála að bókin
verði m.a. notuð í fjarkennslu og tengist
sjónvarpsþætti um sama efni. Áður en að
því kemur þyrfti að hyggja vel að staf-
setningu orða í dæmum. Hér skal vakin
athygli á orðunum bykkja (bls. 31),
spreybrúsi og íridós (bls. 34). Rétt væri
að stafsetja: bikkja, spreibrúsi og ýridós.
En spreibrúsi heitir líka úðabrúsi á
íslensku.
31