Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri
Landsmóts hestamanna, segir
undirbúning að mótinu sem haldið
verður á Gaddstaðaflötum á Hellu
á Rangárbökkum 30. júní til 6. júlí
ganga vel. Þetta er 21. mótið, en
það var fyrst haldið á Þingvöllum
árið 1950. Á það mót komu um
10.000 gestir.
Úrtökumót eru hafin hjá þeim
félögum sem þátttökurétt hafa, en það
eru öll félög innan Landssambands
hestamannafélaga, og sala miða er
góð. Axel segir að meginástæðan
fyrir því að honum gangi vel við
undirbúning verkefnisins sé aðgengi
hans að frábæru fólki með mikla
reynslu af því að halda slík landsmót.
„Þarna er fólk sem virkilega kann
til verka og hver einasti maður er
með sitt hlutverk á hreinu. Í þessu
mótahaldi felst því mikil mannauður
og sumt af þessu fólki er að koma að
þessu í sjöunda sinn og gjörþekkir
því um hvað þetta snýst. Það er þetta
fólk sem gerir mitt starf gerlegt,“
segir Axel.
Stærsti hluti miðasölunnar fer
fram síðustu dagana fyrir mót
Segir Axel að reynslan sýni að
90% af almennri miðasölu fari
fram nokkrum dögum fyrir mót.
„Þannig hefur þetta verið og virðist
ekkert vera að breytast. Þó eru
hjólhýsastæði og stúkusæti sem eru
af skornum skammti að seljast hratt
þessa dagana.“
Hjólhýsastæðin sem Axel nefnir
eru rúmgóð með aðgengi að rafmagni.
Stæðin eiga að rúma auðvelda
hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn og bíl.
Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf
til að tengjast rafmagnsstæðunum.
Vegleg aðstaða með góðum
keppnisvöllum er fyrir hendi á
Gaddstaðflötum, en eigi að síður
þarf að koma upp miklum búnaði
fyrir mótið. Segir Axel að hátt í 200
manns komi að undirbúningi mótsins,
starfsmenn og sjálfboðaliðar.
Með tvö 1.200 fermetra tjöld
„Það má segja að við komum með
mótið með okkur. Við verðum með
tvö gríðarlega stór markaðs- og
veitingatjöld sem hvort um sig er
1.200 fermetrar og með mikilli
lofthæð, hurðum og öllu. Tjöldin
eru leigð frá útlöndum ásamt stúku.
Það er gríðarleg vinna í kringum
uppsetningu á tjöldunum og þeirri
veitingaaðstöðu sem sett er upp á
mótsstað. Mesta vinnan er þó við
að undirbúa raftengingar og aðrar
lagnir, en það gengur vel. Ég held
að þetta verði einhver glæsilegasta
markaðs- og veitingaaðstaða í
tjaldformi sem sést hefur hér á landi.“
Á síðasta landsmóti sem fram fór
í Reykjavík 2012 mættu um 10.000
manns. Axel segist gera sér vonir
um að toppa þá tölu, en á síðasta
landsmóti sem fram fór á hellu árið
2008 mættu 14.000 manns.
„Stærsta óskin er þó að við fáum
gott veður,“ segir Axel. /HKr.
Fréttir
Sláttur að
hefjast
Hver hefði trúað því að sláttur
hæfist hjá bændum strax í
júníbyrjun? Það er eigi að síður
staðreynd því Ólafur Eggertsson
á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum
var bara að bíða eftir að það
þornaði aðeins til svo hann gæti
byrjað að slá þegar hringt var í
hann í gær, miðvikudaginn 4. júní.
Hann bjóst við að vera byrjaður
á fullu á laugardag. „Ef það
væri ekki blautt á væri ég þegar
byrjaður,“ sagði Ólafur.
„Ég man aðeins einu sinni eftir
því að hafa byrjað svo snemma,
eða 6. júní, en ég held að grasið sé
komið mun betur á veg nú en þá var.
Grasið er sérlega kröftug, vel grænt
og fallegt.“
Kornuppskeran brást að miklu
leyti í fyrrasumar hjá mörgum
bændum, einkum á Suður- og
Vesturlandi, vegna langvarandi
rigninga í kjölfarið á mjög köldu
vori. Nú er allt annað uppi á
teningnum.
„Það lítur líka mjög vel út með
kornið. Ég sáði hveiti líka og það
hefur aldrei verið svona flott. Það
hefur verið einstakt vor og enginn
afturkippur frá því um páska. Þá
fengum við góða tíð til að sá í þurru
og fínu veðri og síðan hefur verið
töluverður raki. Það hefur aldrei
komið frostnótt né afgerandi kuldi,“
segir Ólafur. /HKr.
Sumar í íslenskri
sveit
Ferðaþjónustubændur gáfu á
dögunum út nýjan þjónustu-
bækling þar sem allar upplýsingar
er að finna um þá 183 staði í
sveitum landsins sem bjóða upp
á fjölbreytta gistingu, afþreyingu
og veitingar.
Á sama stað er að finna
upplýsingar um sveitabæi sem
eru þátttakendur í Opnum
landbúnaði, tengslaneti bænda
sem bjóða almenningi að fræðast
um búskapinn. Í sumar verður
hægt að nálgast bæklinginn „Upp
í sveit“ á upplýsingamiðstöðvum,
þjónustustöðum N1, skrifstofu
Ferðaþjónustu bænda í Síðumúla
2 og á ferðaþjónustubæjum um
allt land. Á vefnum er bæklinginn
jafnframt að finna undir slóðinni
www.sveit.is og þar má líka panta
sér eintak og fá sent heim.
Undirbúningur Landsmóts hestamanna sem fram fer á Hellu gengur mjög vel:
Búist við á annan tug þúsunda gesta
Frá setningu síðasta Landsmóts hestamanna, sem haldið var í Reykjavík 2012. Mynd / HKr.
Bændur hvattir til að skrá ágang álfta og gæsa
Bændasamtök Íslands hafa unnið
að undanförnu að verkefni í
tengslum við skrásetja ágang
og tjón af völdum álfta og gæsa
á ræktunarlandi bænda. Eru
bændur hvattir til að nýta sér
rafrænt skráningarkerfi sem verið
gangsett verður á næstu dögum.
Markmið með verkefninu er að
kanna með skipulögðum hætti ágang
og hvaða tjóni álftir og gæsir valda á
ræktunarlandi bænda, svo hægt sé að
leggja mat á tjónið eftir einstökum
jörðum, svæðum og landinu öllu.
Jafnframt verður aflað upplýsinga
um þær forvarnir sem bændur
hafa notað til að koma í veg fyrir
tjón af ágangi álfta og gæsa í
ræktunarlöndum sínum.
Þetta verkefni er unnið í samvinnu
við umhverfisráðuneytið og fleiri
aðila. Hér er um þýðingarmikið
hagsmunamál fyrir bændur að ræða
og því skiptir sköpum að þátttaka
þeirra í verkefninu verði almenn.
Útbúið verður skráningarform
fyrir bændur í Bændatorginu (www.
torg.bondi.is) þar sem upplýsingar
eru skráðar með stöðluðum og
samræmdum hætti. Þetta verður
með svipuðu sniði og bændur hafa
skráð inn um rafrænar umsóknir um
jarðræktarstyrki í nokkur ár með
góðum árangri.
„Það er mikilvægt að hvetja
bændur til að skrá allan ágang
og tjón af völdum álfta og gæsa
þannig að heildarmynd fáist yfir allt
landið,“ segir Jón Baldur Lorange,
verkefnisstjóri í tölvudeild BÍ.
„Rafræna skráningarformið verður
gert aðgengilegt á næstu dögum í
Bændatorginu, en hugbúnaðarþróun
sér tölvudeild Bændasamtakanna
um. Upplýsingunum verður safnað
saman í gagnagrunn í umsjón
Bændasamtaka Íslands.“
Jón Baldur segir að aðeins verði
tekið við skráningu á ágangi og tjóni
á jörðum þar sem landbúnaður er
stundaður í þeim mæli sem talist
getur búrekstur eða þáttur í búrekstri.
Þá verður líka aðeins tekið við
skráningu á ágangi og tjóni fyrir
spildur sem eru skráðar í JÖRÐ.
IS og til er stafrænt túnakort af inn
í túnkortagrunni Bændasamtaka
Íslands með reiknaðri stærð í ha.
Rafræna skráningarformið verður
útbúið með þeim hætti að valin er
spilda eða spildur sem upplýsingar
um tjón skal skrá fyrir.
Mynd / HKr.