Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 „Hafa ekki öll verk manna ófyrirsjáanlegar afleiðingar ? Allir góðir vísindamenn í upphafi þessa árþúsunds ættu að vita að menn vita ekki nóg til þess að vita hvað þeir eru að gera. Um þetta er ekki deilt heldur um það hversu mikil áhættan er.” Svo ritar heimspekingurinn og rithöfundurinn Gunnar Dal í bók sinni „Þriðja árþúsundið, Framtíð manns og heims,“ sem kom út árið 2004 og kom mér í hug við skrif þessa greinaflokks. Það væri hægt að halda lengi áfram enn að fjalla um erfðabreytta matvælaframleiðslu s.s. nýjustu tilraunir eiturefna- líftæknifyrirtækjanna með sjálfdrepandi fræ, fyrstu erfðabreyttu dýrategundina sem er að fara ,,í framleiðslu til manneldis”, erfðabreytt efni í fiskeldisfóðri með tilheyrandi mengun fyrir úthöfin, tengsl ræktunar erfðabreyttra matvæla við jarðvegseyðingu og loftslagsbreytingar, hækkandi tíðni þroskafrávika s.s. einhverfu hjá börnum sem og hækkaða tíðni ófrjósemi karlmanna og meint tengsl þessa við neyslu erfðabreyttra matvæla og meðfylgjandi eiturefnanotkun. Svo mætti áfram telja. Læt gott heita að sinni, en vona að skrif mín hafi orðið til þess að vekja áhuga fólks á að kynna sér þessi mál. Ég hvet og lesendur til að fara inn á vefsíðuna sem gefin er upp hér í lokin og skoða myndböndin og kanna heimildir frekar. Það skiptir öllu máli að fólk sé upplýst og sýni ábyrgð. Þá skilur það betur mikilvægi þess að halda íslenskum búfjárafurðum ómenguðum af erfðabreyttu efni – hve dýrmætur slíkur landbúnaður er og hve mikið hagsmunamál það er fyrir bændur ekki síður en neytendur. Markaðssetning í kyrrþey Staðan í dag er grafalvarleg og nauðsynlegt að fólk skilji hana og viðurkenni. Einkaleyfishafar erfðabreytts hráefnis til matvælaframleiðslu hafa kappkostað að haga framleiðslunni á þann hátt að almenningur hafi ekki haft grun um að neitt gruggugt væri á ferðinni á meðan þeir voru að koma ár sinni fyrir borð. Það hefur engin markaðssetning farið fram á erfðabreyttum matvælum eins og tíðkast venjulega þegar ný vara kemur á markað – í raun hafa framleiðendurnir barist af alefli gegn því að matvörur sem innihalda erfðabreytt efni séu merktar til að koma í veg fyrir að fólk geti sniðgengið þær – því það er það sem þeir óttast að gerist og ekki að ástæðulausu. Sl. sumar hófst í Bandaríkjunum mikil herferð gegn erfðabreytt ræktuðum matvælum í tengslum við kröfur um sérstaka merkingu þeirra á innihaldslýsingum matvæla. Vakning meðal almennings er í gangi um allan heim og hún vekur ugg hjá einkaleyfishöfunum því þeir vita sem er að máttur fjöldans er mikill. Í krafti gríðarlegs fjármagns, valds og spillingar hafa þessi fyrirtæki náð að komast eins langt og raun ber vitni, en hversu mikið lengra viljum við neytendur láta þetta ganga ? Harðsoðinn froskur Halda menn virkilega að af því að talsmenn þessara fyrirtækja, hagsmunaaðilar og stuðningsmenn þeirra segja að hlutirnir séu í lagi, þá séu þeir það? Hvers vegna í ósköðunum ættu þeir að segja eitthvað annað – allt annað skaðar hagsmuni þeirra og það er bara ekkert á dagskrá! Úr þeirra herbúðum heyrist að þetta séu úrtölur afturhaldssinna sem séu á móti eðlilegum framförum og þróun, öfundarraddir og rógburður eða allt tómur misskilningur hjá fólki sem sé ekki nógu vel að sér í málunum til að geta mögulega haft nokkuð að segja sem hlustandi sé á. ... Maður minnist svipaðra tilsvara fyrir nokkrum árum og þá í tengslum við bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Við skulum átta okkur á að líf verður ekki metið til fjár eða endurgreitt með peningum. Við getum heldur ekki étið peninga. Bankahrun er smámunir í samanburði við það ef hrun verður í fæðuframleiðslu sem afleiðing eiturefnanotkunar, erfðabreytinga og fræeinokunar. Bankahrun er líka smámunir í samanburði við það gjald sem sumar þjóðir hafa þurft að greiða fyrir samskipti sín við fyrirtæki eins og Monsanto – með lífi og heilsu margra kynslóða afkomenda sinna. Þar var ekki um að ræða upplýst val. Slíkt val höfum við hins vegar. Við getum haft þetta eins og froskurinn sem lét fara vel um sig í pottinum og áttaði sig ekki á því þegar kveikt var undir honum og hann soðnaði í rólegheitunum í vatninu, vegna þess að á tímabili var notalegt að vera þar ... eða við getum komið okkur upp úr. Framtíðar fjárfesting Dr. Vandana Shiva er doktor í heimspeki og skammtaeðlisfræðingur að mennt og er heimsþekk og margverðlaunuð baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar og fyrir afskipti sín af umhverfis- og mannréttindamálum á Indlandi og víðar. Hún hefur barist fyrir réttindum bænda þar í landi og vakið athygli umheimsins á þeim skelfilegu áhrifum sem ræktun erfðabreyttrar uppskeru hefur haft á samfélagið og umhverfið þar. Árið 2011 kom hún hingað til lands og hélt opinberan fyrirlestur í Háskólabíói auk þess að koma fram í sjónvarpi þar sem Egill Helgason ræddi við hana í þættinum Silfur Egils. Viðtalið er textað og ég ráðlegg lesendum eindregið að skoða það og heyra hvað þessi merka kona hefur að segja um þessi mál á slóðinni: http://eyjan.pressan. is/silfuregils/2011/09/26/vidtalid- vid-vandana-shiva/ Nýju fötin keisarans Erfðabreytt matvælaframleiðsla snertir líf og framtíð allra sem á jörðinni búa því hún hefur áhrif á allt líf. Hún er ekki einkamál ákv. fyrirtækja sem ráða yfir fjármagni, valdi og tækni sem almenningur og sérfræðingar fyrirtækjanna sjálfra hafa takmarkaðan skilning og stjórn á. Það er mögulegt að líftækni verði notuð til matvælaframleiðslu í framtíðinni, en matur og eitur eiga bara ekki samleið – matur sem framleiddur er með eitri og býr það til sjálfur ... það getur ekki verið hollur matur. Það þarf ekki neinn sérfræðing til að sjá það ... eða hvað? Það er enginn vafi á því að í erfðatækni felast mikil tækifæri og ávinningur ef vel tekst til, en þar geta líka orðið stór slys . „...það er ekki nóg að vita til hvers gen er, menn verða líka að vita hvernig það verkar á önnur gen. Genið lifir í stóru samfélagi. Menn í upphafi þriðja árþúsundsins segja að það þurfi engum að koma á óvart að menn sem vita aðeins um milljónasta hluta þessarar starfsemi geti fengið óvæntar niðurstöður, meira að segja mjög óvæntar niðurstöður.“ (Þriðja árþúsundið. Framtíð manns og heims, Gunnar Dal) Eiturefna-líftæknifyrirtækin sem hafa haslað sér völl í matvælaframleiðslu síðustu tveggja áratuga eða svo, eru þar á þeim forsendum einum að selja sem mest af eigin framleiðslu (eiturefnum og einkaleyfisskyldu fræi) og auka hagnað sinn. Hagsmunir þeirra fara ekki saman við hagsmuni jarðarinnar. Hagsmunir jarðarinnar og hagsmunir mannanna og annarra lífvera sem þar búa eru hins vegar einn og sami hluturinn. Ef maðurinn vinnur gegn jörðinni, vinnur hann í raun gegn sjálfum sér. Lifið heil. Sigríður Ævarsdóttir. Heimildir ásamt fyrri greinum: http://erfdabreytt.wordpress. com/ Lesendabás Erfðabreytt skepnufóður og matur – er það málið? –5. grein ,,Það er ekki fjárfesting ef það eyði- leggur jörðina“ – Vandana Shiva MEST SELDU LANDBÚNAÐARDEKKIN Í ÞÝSKALANDI! www.solning.is Gerðu verð- og gæðasamanburð. Það er ekki að ástæðulausu að BKT eru mest seldu landbúnaðardekkin í þýskalandi, en þjóðverjar eru þekktir fyrir að vilja mikil gæði á sanngjörnu verði Húsavík | Bílaþjónustan ehf | Garðarsbraut 52 - 464-1122 Ísafjörður | Bílaverið ehf | Sindragötu 14 - 456-3501 Borgarnes | Bifreiðaþjónusta Harðar | Borgarbraut 55 - 437-1192 Sauðárkrókur | Hjólbarðaþjónusta Óskars | Borgartúni 6b - 453-6474 Blönduós | N1 píparinn ehf | Efstubraut 2 - 452 4545 Stykkishólmur | Dekk og Smur | Nesvegi 5 - 438-1385 Kirkjubæjarklaustur | Bílaverkstæðið | Iðjuvellir 5 - 487-4630 Vík í Mýrdal | Framrás ehf | Smiðjuvegi 17 - 487 1330 Hveragerði | Bílaverkstæði Jóhanns | Austurmörk 13 - 483-4299 Hvolsvöllur | Hvolsdekk | Hlíðarvegi 2-4 - 487 5995 Hella | Varahlutaverslun Björns | Lyngási 5 - 487 5995 Ólafsvík | Dekkjaverkstæði G.Hansen | 436-1111 Hvammstangi | Kaupfélag V-Húnvetninga | Strandgötu 1 - 455-2325 Ólafsfjörður | Múlatindur | Múlavegi - 466 2194 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Einstök gæði - góð ending - Gott verð Söluaðilar á landsbyggðinni: Sími: 544-5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.