Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 síðasta þætti skildum við við þá bræður Gísla og Pál Ásgeir Ásgeirssyni hvar þeir voru í miðjum klíðum að yrkja um Batman og fjölskyldu! Í sögum um Batman kemur fram að hann heiti Bruce að fornafni þegar hann er í mannslíki. Þess á milli bregður hann sér í líki leðurblöku. Gísli yrkir svo: Átti hús hinn ungi Brús, undir grúsarnesi, veiddi mús til flugsins fús, frægur lúsablesi. Þá kom þessi frá Páli: Barnsskónum hér Batman sleit, blaka úr góðu leðri. Hvarf svo brott úr sinni sveit, í sunnanofsaveðri. Síðan lá leið þeirra bræðra um Austfirði, brá þá Gísli fyrir sig alkunnum austfirskum rithætti: Útlitið mig ekki gleður, úti ganga kveðurnar. Tæpast þetta tel ég veður, til að fara skreðurnar. Sennilega hefðu mér getað farist betur orð, þegar ég í síðasta þætti kynnti vísur Einars Kolbeinssonar, þar sem ég vændi hann um ritstuld. Heldur ofsafengin viðbrögð hans bárust mér í símann með svofelldum hætti: Fráleitt efa aukið hef, efli í skrefum hróður, þó ég gefi stolin stef, stundum í refafóður. Þetta eru nú launin fyrir að koma vísum hans á framfæri! En svo merkilega vildi til að daginn eftir að vísan barst var Einar úti við að sýsla við lambfé og sá þá tófu rétt ofan við túngarðinn. Skjótur var hann að vígbúast og skondraði þungvopnaður upp í brekkur og náði að bana skolla: Refir meta rangt sinn hag, er ræna og leika skjöldum. Hér var að snapa dýr í dag, og dó af þessum völdum. Giska drjúgur yfir verkum sínum boðar hann mér svipuð örlög og refnum, komi ég aftur í Bólstaðarhlíð til efnisöflunar: Feigð að refum fregnin ber, sem frakkir spilla næði. Ætlarðu að fara aftur hér, um, að snapa kvæði? En víkjum nú tali að öðrum málum. Nýafstaðnar eru kosningar til sveitarstjórna. Fágætt vísnasafn færði mér Sigríður Ívarsdóttir húsfreyja á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Meðal annars er þar að finna kosningavísur frá gömlum tíma. Eftirfarandi tvær vísur frá Ágústi Vigfússyni kennara bárust Morgunblaðinu á sínum tíma en geta eins átt við í dag: Mín leit hefur staðið lengi, mér leiðist að finna ekki þann flokk sem ég eitt sinn átti. Hver andskotinn varð um hann? Ef finnurðu flokkinn minn vinur, félagi reyndu þá brátt, að vísa honum rétta veginn, ég veit hann tapaði átt. Frá svipuðum tíma er vísa Bjarna Jónssonar frá Gröf: Kosningarnar koma senn, kurteisin að bæta. Þá heilsa allir heldri menn, hverjum sem þeir mæta. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Í Minkabændur í Mön kynntu almenningi starfsemi sína – Reyna með upplýsingagjöf að brjóta niður fordóma gagnvart búgrein sem skapar mikinn gjaldeyri Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús laugardaginn 24. maí síðastliðinn hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi. Athygli vakti að eigendur búsins og starfsmenn klæddust Pollapönksbúningum í ýmsum skærum litum í tilefni dagsins. Með því vildu þeir vekja athygli á fordómum sem gjarnan ber á gagnvart búgreininni vegna þekkingarleysis. Boðskapur Pollapönkara um enga fordóma átti því vel við. Dagurinn mæltist vel fyrir. Gestir fengu að halda á litlum minkahvolpum en got er nú nýafstaðið. Fólk fékk leiðsögn um búið og fræðslu um búskapinn og vinnslu skinnanna. Til sölu var handunnið minkaskart sem Katrín vinnur. Fyrir yngstu kynslóðina var barnahorn þar sem hægt var að taka þátt í teiknimyndasamkeppni og blása í blöðrur. Allir fengu svo heimabakaðar veitingar í lokin. Heppnaðist þessi dagur hið besta og gestir fóru fróðari heim. /HKr. Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd. Að sjálfsögðu undirstrikuðu þau sjálf andstöðu við fordóma á táknrænan hátt með því að Katrín klæddist bláum búningi og Stefán var í bleikum. Mynd / MÖN Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi. Þau hafa verið dugleg við að sýna almenningi starfsemina og þótti Ingjaldi Breka Haukssyni mikið til koma þegar hann fékk að líta nýlega gotna minkahvolpa í návígi þegar hann heimsótti búið ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.