Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Fréttaskýring Ofríki yfirþjóðlegra skriffinna innan Evrópusambandsins virðist nú vera að leiða til pólitískrar upplausnar innan þessa sambands eins og glögglega kom fram í kosningum til Evrópuþingsins dagana 22. til 25. maí. Þar náðu pólitísk öfl lengst til hægri og vinstri sem og aðrar efasemdaraddir um ágæti ESB umtalsverðum árangri. Er þetta kallaður „pólitískur jarðskjálfti“ og túlkað sem ósigur þeirra afla sem keyrt hafa harðlínustefnu Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem byggir á að bjarga bönkum á kostnað almennings. Einnig að þetta verði vatn á myllu andstæðinga evrunnar og aukins pólitísks valds ESB í átt að myndun Bandaríkja Evrópu. ESB verður að bregðast við segir forsætisráðherra Bretlands Hafa þessi tíðindi vakið upp ugg um uppgang harðlínu þjóðernissinna til hægri og vinstri víða um Evrópu. David Cameron forsætisráðherra Breta segir að breytinga sé þörf innan ESB í kjölfar kosninganna. Evrópusambandið gæti einfaldlega ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann telur að ef Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, verði gerður að forseta Evrópunefndarinnar (European Commission) í stað Portúgalans José Manuel Durão Barroso muni það virka sem blaut tuska í andlit kjósenda, en Juncker er talsmaður þess að auka pólitískt vald ESB. Segir Cameron að kosningarnar undirstriki vilja fólksins í Bretlandi og um alla Evrópu til breytinga og ESB verði að bregðast við því. Ljóst er af þessu að Cameron óttast frekari sveiflu yfir til harðlínauafla í Evrópu sem geti leitt til upplausnar innan sambandsins. Francois Hollande, forseti Frakklands, sem líka fór illa út úr kosningunum í sínu landi, tekur undir með Cameron og segir á BBC að ljóst sé að ESB verði að endurmóta stefnu sína og að draga verði úr pólitísku valdi sambandsins. Mikið vantraust á fyrirbærið ESB Úrslitin virtust koma mörgum á óvart þrátt fyrir fyrirséð væri mikið vantraust á Evrópusambandið, stofnanir þess og stjórnmálamenn. Síðustu kannanir Eurobarometer, skoðanakönnunarstofnunar ESB, hafa reyndar sýnt vaxandi óánægju með sambandi og í könnun sem gerð var í mars koma fram að töluverður meirihluti íbúa ESB treystir ekki sambandinu né pólitískum flokkum sem þar ráða ríkjum. Eftirskjálftar Evrópuþingskosn- inganna bylgjast nú um Evrópu sagði í blaðinu Financial Times þegar úrslit kosinganna til Evrópuþingsins voru ljós. Á kjörskrá voru 375 milljónir manna í 28 löndum Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var 43,1% sem er 0,1% meira en í samsvarandi kosningum 2009. Marine Le Pen skellti Francois Hollande, forseta Frakklands Sigurvegari kosninganna í Frakk- landi var Front National með 25% atkvæða undir forystu Marine Le Pen sem tryggði þeim 24 af sætum Frakka á Evrópuþinginu. Skellti flokkur hennar sósíalistaflokki Francois Hollande forseta, sem náði aðeins þriðja sæti með um 14% atkvæða á meðan íhaldsmenn í UMP fengu tæp 21%. Le Pen sagði þegar úrslitin voru ljós að almenningur hefði talað hátt og skýrt. „…hann vill ekki lengur láta stjórnast af öflum utan landamæranna, af fulltrúum ESB og tæknikrötum sem ekki eru einu sinni kosnir þangað inn. Fólk vill verndun gegn alheimsvæðingu og vill endurheimta réttinn til að ráða sjálft sínum örlögum.“ Le Pen hefur alið á tortryggni út í Þjóðverja og útlendinga í Frakklandi. Hún er líka talskona þess að Frakkar yfirgefi myntsamstarf evrunnar og taki á ný upp frankann sem gjaldmiðil. Hún hitti í síðustu viku leiðtoga annarra þjóðernissinnaðar afla í Evrópu í því augnamiði að mynda bandalag þeirra á Evrópuþinginu til að ná þar sem mestum áhrifum. Danski þjóðarflokkurinn sigurvegari Í Danmörku kom óánægjan með ESB berlega í ljós í kosningunum. Danski þjóðarflokkurinn, sem er með harða stefnu í innflytjendamálum, er t.d. sigurvegari Evrópuþings- kosninganna í Danmörku með tæplega 27% atkvæða. Hinn breski Farage segi Evrópuverkefnið vera lygi Þá náði UK Independence Party (UKIP) umtalsverðum árangri í Bretlandi með rúm 27% atkvæða og 24 þingmenn á meðan verkamannaflokkurinn fékk aðeins rúm 25% og Íhaldsflokkurinn með tæplega 24%. Frjálslyndir demókratar fengu tæp 7% og aðrir samanlagt um 17%. Vekur þetta upp spurningar um framtíð Bretlands í ESB. Setur þetta einnig mikla pressu á Cameron forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins sem hafði áður lofað Bretum að kosið yrði um mögulega úrsögn Breta úr ESB árið 2017. Nigel Paul Farage, leiðtogi UKIP var ekkert að skafa utan af hlutunum í sjónvarpsviðtali sem varpað var út í gegnum Brussel. „Allt Evrópuverkefnið hefur verið lygi. Ég vil ekki bara að Bretland yfirgefi Evrópusambandið, heldur vil ég líka að Evrópa yfirgefi ESB.“ Angela Merkel missti fylgi en heldur öruggri forystu Í Þýskalandi náðu ESB efasemdarmenn líka töluverðum árangri þar sem nýleg hreyfing and- evrusinna fékk 7% atkvæða. Angela Merkel kanslari hélt þó forystu sinni þrátt fyrir fall úr 41,5% sem hún náði í kosningunum 2009 og í 35,3% nú. Samstarfsflokkur hennar, Sósíaldemókratar, fengu 27,3% atkvæða. Þrátt fyrir sterka stöðu Merkel er talið líklegt að þessi úrslit kyndi enn undir umræðu um að Þjóðverjar dragi sig út úr evrusamstarfinu og taki á ný upp markið sem gjaldmiðil. Róttækir vinstrisinnar vinna á í Grikklandi Eins og búast mátti við vann hin róttæka vinstrisinnaða hreyfing Syria, undir forystu Alexis Tsipras, kosningasigur með um 27% atkvæða á meðan hinn íhaldssami flokkur Antonios Samaras forseta fékk tæplega 23% atkvæða. Hægri öfgaflokkurinn Gullna dögun, með leiðtoga við stýrið sem sætir glæparannsókn, fékk rúm 9% atkvæða. Óvænt úrslit á Ítalíu Á Ítalíu kom það nokkuð á óvart að Lýðræðisflokkurinn, sem er heldur vinstra megin við miðju, skyldi ná svo afgerandi forystu með 41% atkvæða. Efasemdarflokkur Beppe Grillo var í öðru sæti með 21% atkvæða á meðan Forza Italia, flokkur Silvo Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra, náði aðeins tæpum 17% atkvæða. Niðurstaðan getur haft víðtæk áhrif Niðurstaða kosninganna vekur upp auknar efasemdir um myntsamstarf Evrópu. Andstaða við aukið pólitískt og yfirþjóðlegt vald ESB í peningamálum hlýtur einnig að valda miklum erfiðleikum við stjórn efnahagsmála. Þar hafa sérfræðingar einmitt bent á að það eina sem geti bjargað evrunni til frambúðar sé að gera ESB að Bandaríkjum Evrópu með yfirþjóðlegri pólitískri fjármálastjórn. Eins og staðan er nú virðist slíkt óhugsandi. Ólíklegt er líka annað en að þetta muni hafa áhrif á umræður um aðild Íslands að ESB þar sem upptaka evru hér á landi hefur einmitt verið lykilatriði í röksemdum íslenskra aðildarsinna. Miklar hræringar í Evrópu þar sem milljónir kjósenda mótmæltu ofríki skriffinnskubákns ESB í kosningum til Evrópuþingsins: Andstæðingar samþjöppunar valds innan ESB unnu umtalsverða kosningasigra – Leiðtogar órólegir og talað um jarðskjálfta í pólitísku landslagi Evrópusambandsins Hörður Kristjánsson hk@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.