Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.600. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Þó að sex ár séu liðin frá efnahags- hruninu mikla komast íslenskir bankar enn upp með að þjösnast á viðskiptavinum sínum með endalausum lögsóknum vegna tilrauna til innheimtu á ólöglegum kröfum. Einn óskapnaðurinn sem bankar hafa lengi notað sem rök fyrir kröfugerð sinni eru svokölluð Árna Páls lög sem voru samt dæmd ólögleg, en erfitt virðist vera að kveða niður þann draug. Það er stórfurðulegt að Alþingi Íslendinga skuli vera svo aumt að geta ekki tekið af skarið í þessum efnum með lagasetningu á bankana sem dugar. Hreinlegast væri auðvitað að svipta slíka banka starfsleyfi fyrst menn höfðu ekki dug í sér í upphafi til að gera einkabankana gjaldþrota samkvæmt skyldu í lögum um fyrirtækjarekstur. Reyndar er það enn furðulegra að á lagasetningarsamkomu Alþingis hafi menn komist upp með að setja slík ólög í kjölfar hrunsins sem bakað hafa almenningi ómælt tjón eins og hin margfrægu Árna Páls lög. Þau lög heimiluðu bönkum að endurreikna vexti aftur í tímann og hlaða ómældum fjárhæðum ofan á höfuðstól endurútreiknaðra lána. Þannig eru mörg dæmi um lán sem voru samkvæmt raunendurútreikningi komin niður í núll og jafnvel gott betur. Ofan á þau var dembt háum upphæðum vegna heimilda sem lögin veittu. Allt var þetta gert að sagt var til að „hjálpa“ heimilunum í landinu! Þegar fólki blöskraði þessi gjörningur og neitaði að greiða ólöglegan óskapnaðinn sendu íslensku bankarnir handrukkara sína út á mörkina með lögmannsbréf upp á vasann. Það eitt ætti að vera tilefni til rannsókna á viðkomandi lögmönnum, því varla er nokkrum manni heimilt, jafnvel þótt hann beri starfsheitið lögmaður, að krefja annan um greiðslu á gjörningi sem dæmdur hefur verið ólöglegur. Þó að langur tími sé liðinn síðan lögin voru dæmd ólögleg heyrist enn af bönkum sem senda handrukkara sína á fólk til að innheimta ólöglegu gjörningana. Einn slíkur banki, sem var með stjórnendur sem hafa setið á sakamannabekk, hefur fundið upp enn eina peningauppsprettuna. Bankinn viðurkennir jú að innheimtan samkvæmt Árna Páls lögunum hafi verið ólögleg og því verði að færa lánin niður í rétta tölu. Samt skal fólk hundelt til að greiða reiknaðan lögfræðikostnað, sem kom til vegna innheimtu gjörninganna sem búið er að dæma ólöglega! Getur ósvífnin verið öllu meiri – maður bara spyr? /HKr. Argasta ósvífni LOKAORÐIN Að éta útsæðið Að éta útsæðið er vel þekkt orðtak sem oft er haft um ákvarðanir sem byggja á skammtímahagsmunum. Með því að beita þeim aðferðum fæst mögulega gróði í takmarkaðan tíma en ekki til framtíðar litið. Oft má heimfæra það orðtak upp á umræðu um landbúnaðarmál. Þeir sem starfa að málefnum bænda þekkja vel að um áratugaskeið hafa úrtölumenn klifað á því að íslenskur landbúnaður sé óhagkvæmur og illa fyrir komið. Því er haldið fram að hér sé opinber stuðningur við landbúnað mestur í heimi, matvælaverð sé það hæsta á byggðu bóli og kjör bænda hvað lökust. Allt þetta er rangt. Hversu langt má ganga í hagræðingu og á kostnað hvers? Það sem er hins vegar rétt er að á Íslandi býr fátt fólk í stóru landi, landbúnaðurinn er lítill í hinu stóra samhengi og sumar búvörur er ekki raunhæft að framleiða hér. Reyndar er lítið mál að færa hagfræðileg rök fyrir því að landið í heild sé óhagkvæm rekstrareining en engum dettur samt í hug að leggja byggðina af í krafti þess! Við munum aldrei geta framleitt matvæli með þeirri stærðarhagkvæmni sem tíðkast víða annars staðar svo sem í mörgum löndum Evrópusambandsins, í Bandaríkjunum, Brasilíu, Argentínu og víðar. Þar hefur landbúnaðurinn gengið mjög langt í að hagræða, oft á kostnað þess sem við teljum eðlilega framleiðsluhætti. Einingarnar eru miklu stærri, dýravelferð er minni og lyfjanotkun er meiri. Með því er ekki verið að segja að vörur sem þaðan koma séu hættulegar – alls ekki – en hér á landi á neytandinn möguleika á því að kynna sér framleiðsluhætti, hafa á þeim skoðun og taka upplýstar ákvarðanir í matarinnkaupum. Staða íslensks landbúnaðar er sterk Við notum ekki vaxtarhvetjandi hormóna sem algengir eru í Bandaríkjunum. Við notum nær ekkert skordýraeitur í landbúnaði (svo lítið að það mælist varla) eins og algengt er um allan heim, jafnvel svo að til vandræða horfir. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hérlendis er sú næstminnsta í Evrópu – aðeins Noregur er neðar. Ofnotkun sýklalyfja er víða farin að valda verulegum vandkvæðum því að bakteríurnar aðlagast lyfjunum og verða ónæmar. Við höfum sem betur fer ekki farið út á þá braut, enda er sjúkdómastaða búfénaðar hérlendis afar góð, en það þýðir líka að stofnarnir okkar eru viðkvæmir og þurfa sérstaka vernd. Síðast en ekki síst nýtum við auðlindir landsins til að framleiða mat og þurfum þar af leiðandi að flytja hann skemmri veg á borð neytandans en annars væri. Gerum strangar kröfur um dýravelferð Dýravelferð er víða minni en hérlendis. Umræða um geldingar grísa var hávær í síðasta mánuði. Svínabændur eru núna hættir að gelda grísi án deyfingar eins og gildandi lög kveða á um. Það er rétt ákvörðun. Um leið má benda á að verulegt magn af erlendu svínakjöti er flutt inn frá löndum þar sem grísir fá enga deyfingu við geldingu. Í gildandi reglum ESB um geldingar grísa er gelding án deyfingar heimil a.m.k. til 2018. Hérlendir bændur sitja því ekki við sama borð og erlendir framleiðendur, en ekki hefur komið fram nein krafa um að hingað verði ekki flutt inn kjöt af grísum sem voru geltir án deyfingar. Í reglum hérlendis er skýr krafa um útivist nautgripa. Slíkar kröfur eru víðast hvar ekki gerðar. Kjöt af grasfóðruðum nautgripum er líka víða dýrara því þeir vaxa hægar en þeir sem eingöngu er gefið korn. Nautgripum er eðlislægara að bíta gras en hér á landi eru allir gripir grasfóðraðir. Það er hið eðlilega ástand. Ísland býr yfir verðmætri sérstöðu Við mættum stundum hugsa meira um hvað við höfum í höndunum. Við höfum sterkari skoðanir á því sem fram fer hér heima heldur en framleiðsluháttum erlendis. Það gildir ekki bara um matvælaframleiðslu. Við myndum seint samþykkja þann aðbúnað sem starfsfólki er búinn í fataverksmiðjum í Asíu en við kaupum samt framleiðsluna í stórum stíl. Tengslin rofna á leiðinni. Það er líka umhugsunarefni. Fataframleiðsla hérlendis er óveruleg en matvælaframleiðslan er öflug. Til hennar gerum við miklar kröfur og það eigum við líka að gera. En ætlum við að bera hana saman við innflutning án þess að gera sömu kröfur til hans? Við eigum landbúnað sem framleiðir gæðavöru við sérstakar aðstæður og með aðferðum sem skila okkur hreinum afurðum. Þær eru ekki og verða ekki ódýrustu landbúnaðarvörur í heimi – en þær búa yfir sérstöðu sem skiptir máli. Það þarf að meta þegar rætt er um stuðning við landbúnað og horfa til framtíðar. Sé sérstöðunni glatað verður hún ekki auðfengin aftur. Það væri að éta útsæðið. /SSS Næstkomandi föstudag verða formlega stofnuð samtökin L a n d b ú n a ð a r k l a s i n n . Hugmyndin er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Landbúnaður er umfangsmikil grein í atvinnulífi landsins, en of fáir gera sér grein fyrir því. Það er því verðugt verkefni að takast á við að upplýsa, greina og draga fram mikilvægi þess að landbúnaður vaxi og dafni. Of oft og of mikið hefur einmitt verið fjallað um landbúnað á neikvæðan hátt og hagsmunir hans slitnir úr samhengi við burðarhlutverk hans í byggðalegu tilliti og sem verðmætaskapandi atvinnugrein. Bóndinn þarf á mörgum þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum að halda í sínum búskap. Þau fyrirtæki skapa mikla atvinnu og verðmæti. Afurðafyrirtækin þurfa sína þjónustu á margvíslegum sviðum. Samandregið er þessi grein sem tengist íslensku atvinnulífi öflug en lítt sýnileg – og því þarf að breyta. Umsvif landbúnaðar eru mikil Takmarkaðar rannsóknir og samantektir eru til um efnahagsleg umsvif landbúnaðar og stoðfyrirtækja hans. Við eigum rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum um vinnumarkað og starfafjölda tengdan frumframleiðslunni – búskapnum. Sé sú rannsókn uppreiknuð er um 12.000 störf að ræða. Með grófri nálgun má áætla að velta fyrirtækja tengdum landbúnaði sé um 150 milljarðar. Þessar tvær stærðir þarf einmitt að rannsaka betur og verður það hlutverk hinna nýju samtaka. Af þessu má sjá að góðar forsendur þarf að skapa fyrir ábyrgri umræðu um landbúnað og framtíð hans. Við trúum að á næstu árum verði meiri breytingar í íslenskum landbúnaði en verið hafa í langan tíma. Veruleg uppbyggingar- og fjárfestingarþörf er til staðar. Það eru spennandi áskoranir fram undan. Tækifæri sem við eigum að búa okkur undir. Til að við bændur getum tekist á við þau þurfum við trausta stefnu og öflugt bakland. Við getum að minnsta kosti ekki tekist á við þau tækifæri með umræðu um landbúnað sem ekki hefur skýra heildarmynd. Þá heildarmynd geta slík samtök hjálpað til að skapa. Samtakamátturinn skapar ný tækifæri Það er mikilvægt að okkur takist vel til að slá sameiginlegan tón og virkja samtakamáttinn til sóknar fyrir íslenskt atvinnulíf. Undirbúningshópurinn sem hefur unnið að stofnun samtakanna hefur skynjað áhugann og viljum við hvetja fyrirtæki og félög bænda til þátttöku. Á stofnfundinum verður farið yfir fyrstu skref okkar og verkefni sem við viljum ráðast í. Hvernig við sjáum að samtökin geti sótt fram. Landbúnaðarklasinn á margar fyrirmyndir. Það sammerkt með þeim fjölmörgu samtökum sem ýmsar atvinnugreinar hafa stofnað – að samtakamátturinn skapar ný tækifæri. Haraldur Benediktsson formaður undirbúningshóps um stofnun Landbúnaðarklasans Landbúnaðarklasinn verður stofnaður á föstudaginn Haraldur Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.