Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Heimsmeistaramótið í rúningi haldið á Írlandi:
Íslendingar kepptu í fyrsta sinn
– reynslunni ríkari og lentu í 38. og 44. sæti
Dagana 22.-25. maí var
heimsmeistarakeppnin í rúningi
haldin í Gorey á Írlandi. Þetta er
sextánda sinn sem mótið er haldið
en í fyrsta skipti sem Íslendingar
taka þátt. Alls voru 27 þjóðir
skráðar til leiks að þessu sinni
og hefur þeim fjölgað jafnt og
þétt undanfarin mót. Íslensku
keppendurnir stóðu sig með
prýði en ljóst þykir að íslenskir
rúningsmenn geta mikið lært af
starfsbræðrum þeirra úti í heimi.
Hraði og vandvirkni skipta máli
Í heimsmeistarakeppninni í
rúningi er keppt í vélrúningi, með
handklippum og í ullarmeðhöndlun.
Tveir einstaklingar frá hverju
landi keppa í hverri grein og því
getur hvert land sent að hámarki
sex keppendur til þátttöku. Mikið
regluverk fylgir hverri keppnisgrein
þar sem stig eru gefin út frá hraða
og vandvirkni. Stuðst hefur verið
við heimsmeistaramótsreglurnar í
vélrúningi á Íslandsmeistaramótum
undanfarin ár og bjuggu íslensku
rúningskapparnir að þeirri reynslu.
Ísland í 38. og 44. sæti
Borgar Páll Bragason, einn af
liðsstjórunum, sagði að tilgangur
keppni sem þessarar væri meðal
annars sá að vekja athygli á
mikilvægi faglegra vinnubragða
við rúning og frágang á ull. „Eftir
að hafa upplifað þau faglegu
vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð
var hópurinn sammála um að
Íslendingar ættu margt eftir ólært
í þeim efnum,“ sagði Borgar Páll.
Hann sagði að árangur íslensku
keppendanna væri góður. „Í ljósi
þess að þetta var í fyrsta skiptið sem
Íslendingar taka þátt í rúningsmóti
á erlendri grundu var árangurinn
vel viðunandi. Af 49 keppendum
lenti Hafliði Sævarsson í 38. sæti
og Julio Cesar í 44. sæti. Ljóst er
að allur íslenski keppnishópurinn er
reynslunni ríkari eftir að hafa tekið
þátt og fullur tilhlökkunar til að taka
þátt eða stuðla að því að Íslendingar
verði á meðal þátttakenda í næstu
heimsmeistarakeppni sem verður
haldin í Nýja-Sjálandi í janúar árið
2017,“ sagði Borgar Páll.
Það voru þeir Julio Cesar
Gutierrez frá Hávarsstöðum 2 í
Leirársveit og Hafliði Sævarsson
frá Fossárdal í Berufirði sem kepptu
fyrir Íslands hönd en einnig kepptu
Trausti Hjálmarsson frá Austurhlíð
í Biskupstungum og Reynir Þór
Jónsson frá Hurðarbaki í Flóa í
tengdri keppni þar sem þeir öttu
keppni við þá bestu í heiminum.
Liðs- og fararstjórar voru Borgar
Páll Bragason, Lilja Grétarsdóttir og
Guðmundur Hallgrímsson, sem var
aðalhvatamaður ferðarinnar.
Sævarsson frá Fossárdal, Trausti Hjálmarsson frá Austurhlíð, Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri, Reynir
Þór Jónsson frá Hurðarbaki, Julio Cesar Gutierrez frá Hávarsstöðum 2, Lilja Grétarsdóttir frá Hávarsstöðum 2 og
Borgar Páll Bragason, Hvanneyri. Ljósmyndir: Borgar Páll Bragason og Guðmundur Hallgrímsson
klippurnar séu smurðar og fínar.
Rowland Smith frá Nýja-Sjálandi
varð heimsmeistari í vélrúningi. Í
úrslitum var hann tæpar 16 mínútur
að rýja 20 kindur!
örmum Reynis Þórs Jónssonar.
Trausti Hjálmarsson fór mikinn.
Samhliða heimsmeistarakeppninni var haldin landbúnaðarsýning. Þar var meðal annars boðið upp á fjárhunda- og
hrútasýningu og fjölbreytt skemmtiatriði. Írska rigningin gerði sitt við að gera sýningarsvæðið að einu leðjubaði. hraðinn sem skiptir máli heldur líka vandvirkni.