Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Fréttaskýring
„Mettuð eða hrein náttúruleg fita
veldur ekki hjartasjúkdómum.“
Þetta er niðurstaða umfangs-
mikillar rannsóknar sem kynnt
var í mars í tímaritinu Annals of
Internal Medicine sem gefið er út
af American College of Physicians.
Er þetta þvert á hástefndar
fullyrðingar margvíslegra
stofnana og sérfræðinga bæði hér
á landi og í útlöndum á umliðnum
áratugum sem ráðlagt hafa fólki
að forðast mettaða fitu í smjöri og
ostum og rautt kjöt. Samkvæmt
þessu má því segja að opinber
lýðheilsustefna um allan heim hafi
verið rekin á fölskum forsendum
í hálfa öld.
Engar ótvíræðar sannanir
fyrir viðteknum skoðunum um
skaðsemi fitu
Varnaðarorð um neyslu á mettaðri
fitu hefur glumið í eyrum í áratugi
og hefur fólk af þeim sökum verið
hvatt til að snúa sér frekar að neyslu
á kjúklingakjöti og jurtaolíum, en
neyslu á nautakjöti eða öðru rauðu
kjöti og smjöri. Fullyrt hefur
verið að mettuð fita geti valdið
stíflu í kransæðum. Í niðurstöðum
rannsóknarinnar sem að framan
greinir segir að viðteknar rannsóknir
styðji ekki á ótvíræðan hátt þá
stefnumótun sem byggt hafi verið
á um að mikil neysla á ómettaðri
og mettaðir fitu valdi hjarta- og
æðasjúkdómum.
Nina Teicholz ritaði grein um
málið í The Wall Street Journal
í byrjun maí síðastliðinn undir
fyrirsögninni „The Questionable
Link Between Saturated Fat and
Heart Disease“. Segir hún að
gallinn við fullyrðingar fjölmargra
sérfræðinga um að fituneysla
orsakaði hjartasjúkdóma hafi verið,
að á bak við þær hafi aldrei legið
skotheldar sannanir.
Nina Teicholz hefur unnið
að rannsóknum á fitu í fæðu og
sjúkdómum í
nærri áratug.
Hún hefur ritað
bók um málið
sem ber titilinn
„The Big Fat
Surprise“ og
und i r t i t i l i nn
„Why Butter,
Meat and
Cheese Belong
in a Healthy
Diet“. Bókin kom út nú í maí og
fæst m.a. á Amazon.
„Við höfum bara trúað þessu
þar sem þetta hefur verið grunnur
þeirrar næringarstefnu sem rekin
hefur verið í hálfa öld af hópi
metnaðarfullra einstaklinga en á
grunni lélegra vísinda, pólitíkur og
hlutdrægni,“ segir Teicholz
Hún segir að vantraust
almennings á neyslu fitu megi
rekja aftur til sjötta áratugarins
og til persónulegs metnaðar
vísindamannsins Ancel Benjamin
Keys sem starfaði við Minnesota-
háskóla.
„Dr. Keys var ógurlega
sannfærandi og með einstrengings-
legum viljastyrk reis hann til æðstu
metorða í heimi næringarfræði
heimsins og komst jafnvel á forsíðu
tímaritsins Time. Þangað komst hann
í krafti vægðarlausrar baráttu fyrir
þeirri fullyrðingu að fita hækkaði
kólesteról, sem síðan orsakaði
hjartaáfall.
Þessi hugmyndafræði féll í
frjóan jarðveg vegna þess að á
þeim tíma horfðu Bandaríkjamenn
fram á ört vaxandi faraldur
hjartasjúkdóma sem höfðu verið
fágætir þrem áratugum fyrr. Þessir
sjúkdómar komust fljótt í fyrsta
sæti yfir áhrifaríkustu dauðsvalda
þjóðarinnar. Jafnvel Dwight D.
Eisenhower forseti fékk hjartaáfall
árið 1955 og örvæntingarfull krafa
var gerð um skýringar.“
Áróðurinn um minni fituneyslu
leiddi til ofneyslu kolvetna úr
jurtaríkinu
Teicholz bendir á að ein afleiðing
þess að hvatt var til þess að fólk
minnkaði neyslu á fitu er að í dag
neytir almenningur að minnsta
kosti 25% meiri kolvetnis en hann
gerði á árunum upp úr 1970. Á
sama tíma hefur neysla á hreinni
fitu minnkað um 11%. Þetta þýðir
að í stað neyslu á kjöti, eggjum og
osti, erum við að borða meira af
pasta, brauði og öðrum kornvörum,
ávöxtum og grænmetissterkju eins
og úr kartöflum.
Þó að neytt sé meira af því sem
talið er heilsusamlegri fæða með
minna fituinnihaldi eins og jógúrt,
er sú fæða styrkt í stað fitunnar með
sykri og kolvetnaríkum trefjum. Það
er eins og lýðheilsupostular hafi ekki
áttað sig á að í meltingarveginum
brotna þessi kolvetnissambönd
niður og í glúkósa sem þvingar
líkamann til að framleiða meira
insúlín sem er einstaklega
afkastamikið við að geyma fitu.
Á sama tíma hefur frúktósan, eða
ávaxtasykurinn í ávöxtunum þau
áhrif að lifrin fer að framleiða meira
þríglýseról og önnur fituefni sem
dælt er út í blóðið. Segir Teicholz
í grein sinni að óhófleg neysla
kolvetna hafi ekki einungis leitt til
offitu, heldur hafi það einnig með
tímanum framkallað sykursýki tvö
og mjög líklega hjartasjúkdóma.
„Næringarfræðistefna nútímans
er byggð á lygum og lélegum
vísindum.“
Teicholz segir að Keys hafi verið í
einstakri aðstöðu til að koma sínum
hugmyndum að í svokallaðri Sjö
ríkja rannsókn (Seven Countries
Study) sem gerð var á 13.000
manns í Bandaríkjunum, Japan og
í Evrópu árið 1958. Sú rannsókn
virtist sýna að hjartasjúkdómar væru
ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur
öldrunar, heldur væri hægt að tengja
þá við slæma næringu.
Í grein á vefsíðu Autority
Nutrition um málið 19. janúar
síðastliðinn er ekki skafið utan af
hlutunum í fyrirsögn, en þar segir:
„Næringarfræðistefna nútímans
er byggð á lygum og lélegum
vísindum.“
Greinina ritar maður að nafni Kris
Gunnars sem segir að í afhjúpun á
Sjö ríkja rannsókn Keys komi fram
að Keys hafi sniðgengið miklar
fituneysluþjóðir eins og Norðmenn
og Hollendinga þar sem tiltölulega
lítið var samt um hjartasjúkdóma.
Þá hafi hann líka sniðgengið lönd á
borð við Síle þar sem fituneysla er
lítil en tíðni hjartasjúkdóma mikil.
Segir Kris Gunnars að Keys hafi
einungis notast við lönd sem studdu
kenningar hans.
Reglur brotnar í rannsókninni?
Teicholz segir líka í sinni grein
að gagnrýnendur hafi bent á
að dr. Keys hafi broti margar
vísindalegar reglur í rannsókn
sinni. Fyrir það fyrsta valdi hann
löndin ekki af handahófi, heldur
þau lönd sem hann taldi að styddu
best hans sannfæringu, þar á meðal
Júgóslavíu, Finnland og Ítalíu.
Hins vegar sniðgekk hann Frakka
sem þjóð frægra en heilsuhraustra
ommelettuátvagla, sem og aðrar
þjóðir sem neyttu mikillar fitu eins
og Svisslendinga, Svía og Vestur-
Þjóðverja. Megin niðurstaðan,
eins og við þekkjum hana í dag,
sýndi Miðjarðarhafsmatseðilinn
svokallaða, sem neytt var af bændum
á Krít og öðrum eyjarskeggjum sem
náðu háum aldri og neyttu lítils
kjötmetis og osta.
Bendir Teicholz á að dr. Keys
hafi heimsótt íbúa Krítar sem
barist höfðu við mikið harðræði
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Rannsóknina þar hafi hann gert á
páskaföstu þegar íbúar neyttu ekki
kjöts og osta. Niðurstöður sínar hafi
hann síðan byggt á upplýsingum sem
fengust frá nokkrum tugum manna í
stað þeirra 655 sem hann hafði lagt
upp með. Ekki hafi verið upplýst um
þenna galla á rannsókninni fyrr en
árið 2002 af vísindamönnum sem
þá rannsökuðu vinnu Keys á Krít. Á
þeim tíma þegar þetta uppgötvaðist
höfðu kenningar Keys verið notaðar
sem trúarkenningar um allan heim
í áratugi.
Kenning dr. Keys var
innsigluð 1961
Dr. Keys innsiglaði stöðu
kenningarinnar um skaðsemi
mettaðrar fitu árið 1961 fyrir
næringarráði bandarísku
hjartasamtakanna sem gerðu
leiðbeiningar hans að hinni gullnu
reglu það sama ár. Var þetta gert
þrátt fyrir efasemdir í ráðinu.
Árið 1977 gaf svokölluð
Ameríkunefnd bandarísk þingsins
út sín fyrstu „Næringarmarkmið
fyrir Bandaríkin,“ en nefndin var
undir stjórn George McGovern. Var
þetta gert með það að markmiði að
snúa við faraldri hjartasjúkdóma í
landinu.
Þessi opinbera leiðsögn fékk
gríðarlega gagnrýni og m.a. frá
American Medical Association
og virtum vísindamönnum eins
og John Yudkin sem hélt því fram
að orsakavaldurinn væri sykur en
ekki fita.
Næringarmarkmiðin sem gefin
voru út voru eftirfarandi:
• Neytið minni fitu og
kólesteróls.
• Neytið minna af unnum
vörum og sykri.
• Neytið meira af flóknum
kolvetnum úr grænmeti,
ávöxtum og korni.
Þessi markmið voru síðan
tekin upp af Bandaríska
l a n d b ú n a ð a r r á ð u n e y t i n u
(United States Department of
Agriculture – USDA árið 1980.
Hafa gagnrýnendur bent á að það
hafi verið sérlega hentugt fyrir
ráðuneytið að taka upp þennan
leiðarvísi í ljósi þess að vinna
ráðuneytisins snerist ekki síst um
að hvetja til sölu á korni.
Teicholz segir að fjölmargar
samanburðarkannanir hafi verið
gerðar á áttunda áratugnum þar
sem borin var saman neysla af
jurtaolíuríkri fæðu og fæðu með
mikilli mettaðri fitu. Yfirleitt
hafi þá verið stuðst við olíu úr
korni og soyabaunum, en ekki úr
olífum. Á þessum samanburðar-
rannsóknum hafi þó verið
alvarlegur aðferðafræði legur galli,
þar sem ekki hafi t.d. verið tekið
tillit til reykinga og fleiri þátta sem
gerðu niðurstöðurnar í besta falli
óáreiðanlegar. Gallinn hafi bara
verið sá að ekki varð aftur snúið.
Það hafi verið búið að verja of
miklum tíma, peningum og orku
margvíslegra stofnana til að sanna
ágiskanir Keys.
Lýðheilsumálin komin á könnu
Landlæknisembættisins
Áróðurinn sem byggður er á
fullyrðingum Keys og gefin
viðurkenning á af bandarískum
yfirvöldum um að neysla á hreinni
fitu sé stórhættuleg og orsakavaldur
hjartasjúkdóma, hefur líka verið
notaður í opinberum lýðheilsuáróðri
á Íslandi. Væntanlega hafa þessi
„vísindi“ svo líka verið notuð til
að uppfræða íslenska lækna og
næringarfræðinga um áratuga
skeið.
Málaflokkurinn var undir hatti
Lýðheilsustofnunar. Með lögum
sem gengu í gildi 1. maí 2011
var starfsemi Lýðheilsustöðvar
felld undir Embætti landlæknis
sem ber þá ábyrgð á framkvæmd
lýðheilsustefnunnar.
Rannsóknir dr. Ancel Benjamin Keys um skaðsemi af neyslu dýrafitu hraktar í viðamikilli nýrri rannsókn:
Lýðheilsustefna um allan heim rekin
á fölskum forsendum í hálfa öld
– Embætti landlæknis segir nýju rannsóknina ekki gallalausa en endurskoða eigi ráðleggingar embættisins um mataræði
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Dr. Ancel Benjamin Keys, höfundur
-